Fréttablaðið - 21.05.2001, Page 15

Fréttablaðið - 21.05.2001, Page 15
MÁNUDAGUR 21. maí 2001 NORÐURSKAUTSTRUKKURINN (slandsmeistarinn Gísli Gunnar Jónsson sigraði í torfærunni á laugardaginn á bíl sinum, Arctic Truck. __ Innköllun: Rafræn skráning hlutabnéfa Flugleiöa hf. frá og meö 30. júlí 2001 Spólað í sandöldum Fyrsta umferð Islandsmótsins í torfæru á laugardag. Níu bílar tóku þátt. TORFÆRA Fyrsta umferð DV-Sport tor- færunnar fór fram í Bolöldum við Litlu Kaffistofuna á laugardaginn. Þetta var fyrsta af sex umferðum til íslandsmeistara. Keppnin var óvenju^óð miðað við fyrstu keppni sumars. Urslitin réðust ekki fyrr en í síðustu brautum og allt gekk mjög vel fyrir sig. Keppendur fengu allt litrófið frá veðurguðunum, snjó, rigningu og sól. Níu bílar tóku þátt. Það var íslandsmeistarinn síðan í fyrra, Gísli Gunnar Jónsson sem sigraði í keppninni með 1814 stig. Hann keyrir Arctic Truck, sem marg- ir ættu að kannast við sem Kókó- mjólkina. í öðru sæti með 1790 stig var Gunnar Gunnarsson á Trúðinum. Næstur kom Ragnar Róbertsson á Pizza 67. Gísli Gunnar þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum. „Það er ómögu- legt að spá fyrir um hvernig úrslitin fara í haust,“ segir Rafn Harðarson, formaður Jeppaklúbbs Reykjavíkur. „Þeir sem eru mættir til keppni eru vel undirbúnir þannig að keppnin í sumar verður hörð. Hinsvegar vant- ar fjóra toppbíla upp á.“ Þar sem samningar milli LÍ A, sem hélt mótið á laugardaginn, og MSÍ hafa ekki enn tekist taka ekki allir torfærubílar landsins þátt. „Ég vona að sáttir náist sem fyrst,“ segir Rafn. „Það tóku 38 bílar þátt í fyrstu keppninni í Noregi um daginn. Með þessu áframhaldi færist vagga torfærunnar yfir til Noregs. Hingað til hefur alltaf verið litið til íslands sem vöggu torfærunnar og því má ekki raska,“ segir Rafn. Næsta DV-Sport torfæra, sem verður væntanlega haldin í Borgarnesi, er 2. júní. ■ SKAFA EKKI UTAN AF PVl Japanir eru eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir HM í knattspyrnu sem verður haldið þarlendis og ( Suður-Kóreu á næsta ári. Hér eru þrír af þeim tíu völlum sem mótið verður spilað á. Yokohama- og Miyagivell- irnir og Sapporo-hvelfingin. Allir voru byggðir sérstaklega fyrir HM 2002. Mánudaginn 30. júlí 2001 verða hlutabréf í Flugleiðum hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjómar Flugleiða hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fýrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Flugleiðum hf. tekin til raffænnar skráningar en þau eru í þremur flokkum, auðkennd raðnúmerum J300001 -J800000; NOOOOOl — N400000; SOOOOOl — S030000 og gefin út á nafh hluthafa. Utgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkum vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Flugleiða hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspum til hlutaskrár Flugleiða hf., ReykjavíkurflugveUi, 101 Reykjavík, eða í síma 5050-289, netfang: shares@icelandair.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir áðumefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fhflgilda reikningsstofhun, þ.e. banka, verðbréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Islands hf., fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnffamt er vakin athygli á að ferh raffænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfúm skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun urnsjón með eignarhlut sínurn í felaginu til að geta ffamselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofhun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum felagsins verður kynnt þetta bréfleiðis. Stjóm Flugleiða hf. ICELANDAIR Ferðaskrifstofan SÓL hf. • Grensásvegi 22 • Sími 5450 900 • www.sol.is ' 1. jum 7 sæti 8. júní 10 sæti Við seljum „Aukasætin“ á sérstöku tilboðsverði hverju sinni. Þú velur dagsetningu og bókar þig á besta fáanlega verði. Við tilkynnum þér nafn gististaðar 10 dögum fýrir brottför. Við ábyrgjumst góðan gististað á bilinu þrjár tíl fimm Sólir í gæðum. Verð: 49.900 4cr. á mann m.v. tvo í stúdíó. Innifalið: Flug, gistíng, ferðir til og frá flugvelli ertendis, flugvallaskattar og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur er ekki veittur af ofangreindu verði. Hafðu samband við sölumenn okkar! 4C-S—^VU-'-A. »-■ ~Wravef ViSA V. J ISIENSKA AUGIÝSINCASTOFAN EHF./SIA.IS • ICE 1 4486 IS/2M1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.