Fréttablaðið - 21.05.2001, Síða 6

Fréttablaðið - 21.05.2001, Síða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 21. maí 2001 MÁNUDAGUR SPURNING DAGSINS Hafa einkarvæðingaráform rík- isstjórnarinnar mistekist ? Nei, en fjárfestingar rikisvaldsins í gegnum opinbera aðila - sérstaklega Landsvirkjun - hafa hreinlega verið meiri en það sem einkavætt hefur verið [ogj það sem er brýn- ast núna er að skipta Landsvirkjun upp og einkavæða hana. Pétur H. Blöndal, 10. þingmaður Reykvíkinga, er 56 ára doktor I stærðfræði og einarður baráttumaður fyrir einkavæðingu og gegn ríkisafskiptum. LAUSIR ÚR HALDI: IVIóðir fagnar því að sonur hennar snýr aftur heill heilsu. Kólumbía: Gíslum sleppt úr haldi vígasveita villanueva, kólumbIu - ap Rúmlega 200 verkamenn sem hægrisinnaðar víga- sveitir tóku í gíslingu á þriðjudag sneru til síns heima í gær. Mennirnir höfðu verið hnepptir í gíslingu þegar þeir sneru aftur frá vinnu og voru yngstu mennirnir valdir úr hópnum, smalað upp í bíla og ekið á brott. Markmið vígasveitanna var að fá mennina til liðs við sig en vígasveit- irnar hafa barist við hópa vinstris- innaðra skæruliða. Gíslunum var boðið að ganga til liðs við vígasveit- irnar og lofaó launagreiðslum en þeim var sleppt á miðvikudag þegar stjórnarhermenn tóku að nálgast þá. Því hefur verið haldið fram að vígasveitirnar njóti stuðnings afla innan kólumbíska hersins og hefur það valdið bandarískum stjórnvöld- um áhyggjum en þau styðja kól- umbísk stjórnvöld í baráttu þeirra við fíkniefnasala. Sveitirnar tengjast einnig fíkniefnasölum og eru ábyrg- ar fyrir morðum á þúsundum manna á undanförnum árum. ■ —♦— BSRB: Mótmælir lög- um á sjómenn sjómenn BSRB mótmælir harðlega lögum ríkisstjórnar um bann við verkfalli sjómanna. í ályktun banda- lagsins kemur m.a. fram að lögin svipta sjómannastéttinni samnings- rétti og séu því skýlaus brot á mann- réttindum. Auk þess hafa verið færð rök fyrir því að lögin standist ekki stjórnarskrá íslands og alþjóðlegar samþykktir sem lúta að vinnurétti og mannréttindum. BSRB krefst þess að sjómönnum verði þegar í stað færður samningsréttur þannig að þeir geti samið um kjör sín eins og aðrar stéttir. ■ | ERLENT [ Kosningabaráttan í Bretlandi snýst nú um að ná til ellilífeyris- þega. Flokkarnir keppast um að sannfæra þá um að málefni þeirra verði á oddinum á næsta kjörtíma- bili og nota til þess alls kyns uppá- komur. Könnun sem gerð var meðal 500 ellilífeyrisþega bendir til að 50% þeirra muni kjósa Verkamannaflokk- inn, 31% íhaldsflokkinn og 12% Frjálslynda. Ölvunarakstur: Ok beint í mark Óprúttnir aðilar nota illa fengin greiðslukortanúmer: Kreditkortasvindl gerð útlæg kretidkort Greiðslukortafyrirtækin VISA og Europay ísland standa nú í breytingum á posavélum fyrirtækja á landinu. Þegar breytingarnar eru afstaðnar munu einungis síðustu sex tölur greiðslukorts viðskiptavinarins birtast á hans afriti greiðslukvittun- arinnar. Eins og hlutunum er háttað í dag birtast bæði gildistími kortsins og fullt kortanúmer - nokkuð sem bíður hættunni heim komist kvittunin í hendur óprúttinna aðila. „Flest fyrirtæki eru með þannig prentara að nótan prentast í tvíriti en það sem koma skal eru svokallaðir „Thermal“ prentarar sem prenta kortnúmer og gildistíma einungis út á eintaki söluaöila," sagði Hörður Vals- son, yfirmaður rásþjónustu Greiðslu- miðlunar sem þjónustar bæði VISA og Europay. Hörður sagði að hann vissi dæmi um að óvandaðir einstak- lingar notfærðu sér kortaupplýsingar sem þeir yrðu sér út um af týndum eða glötuðum nótum, en að það myndi heyra sögunni til þegar þessir nýju prentarar væru komnir í notkun alls staðar. Ekki er kominn endaleg dag- setning á það hvenær allir íslenskir söluaðilar verða komnir með prentar- ana, en aðspurður sagði Hörður að það væri í nánustu framtíð. ■ SVINDLIÐ BURT Með nýju prenturunum verður reynt að koma í veg fyrir kreditkortasvindl. umferðin. Töluverður erill var hjá lög- reglunni í Reykjavík um helgina. Ölv- aður ökumaður missti stjórn á bíl sín- um aðfaranótt sunnudags með þeim afleiðingum að hann ók í gegnum girðingu á KR-vellinum og beint á annað markið. Að sögn lögreglu voru frekar margir teknir fyrir ölvun- arakstur aðfaranótt sunnudags og í gærmorgun eða alls 12 ökumenn. ■ | LÖGREGLUFRÉTT | Ráðist var á mann á Tryggvagötu í miðborginni klukkan rúmlega sjö í gærmorgun og hann sleginn í andlit- ið og sparkað í hann iiggjandi. Mað- urinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið, en hann kenndi eymsla í síðu og var með áverka í andlitinu. TÓBAKSSTRlÐ Átök virðast fara harðnandi á milli kaupmanna og borgar um aðferðir til að framfylgja tóbaksvarnarlögum gagnvart unglingum. Unglingar sem tálbeitur Kaupmenn hóta málssókn gegn borginni verði einhverjir sviptir söluleyfi á tóbaki. Sakaðir um að snúa hlutum á hvolf. tóbaksvarnarlög Samtök verslunar og þjónustu hafa gert athugasemdir við það að í könnun borgaryfirvalda á sölu tóbaks til unglinga séu ung- lingar notaðir sem tálbeitur gagn- vart verslunareigendum. Sigurður Jónsson framkvæmda- stjóri samtakanna segir að það sé ólöglegt að fá unglinga til að taka þátt í lögbroti. Hann telur einsýnt að einhverjir verslunareigendur muni fara í mál við borgina ef þeir verða sviptir söluleyfi á tóbaki á grundvelli þeirra kannana sem gerðar hafa verið um tóbakssölu til unglinga. Hrannar B. Arnarsson formaður heilbrigðis- og umhverfisnefndar segir að það sé alveg skýrt í sínum huga að það séu ekki unglingarnir sem séu að brjóta tóbaksvarnarlögin heldur þeir sem selja þeim tóbak. Hann telur því að í þessum málflutn- ingi sínum séu hagsmunasamtök smásölukaupmanna að snúa hlutun- um á hvolf og reyna að drepa málinu á dreif. Hann segir að það væri stór- mannlegra af kaupmönnum að leita leiða til að bregðast við þessu vanda- máli og horfa þá til þess árangurs sem þegar hefur náðst. í því sam- bandi bendir hann á að frá því átak- ið gegn tóbakssölu til unglinga hófst hefur þeim fækkað umtalsvert sem uppvísir hafa verið að því að selja unglingum tóbak í borginni, eða úr 68% í 42%. Á næstunni mun heilbrigðiseftir- lit borgarinnar senda út áminningar til þeirra sem staðnir hafa verið að því að brjóta tóbaksvarnarlögin. Eft- irlitið mun jafnframt tilkynna þeim 22 sölustöðum sem gerst hafa sekir um það í þremur könnunum að selja unglingum tóbak að þeir muni verða sviptir tóbakssöluleyfi í samræmi við samþykkt heilbrigðis- og um- hverfisnefndar. Hrannar B. telur lik- legt að það muni ekki koma til fram- kvæmda fyrr en borgarlögmaður hefur svarað athugasemdum kaup- manna. Þeir hafa sem kunnugt er ve- fengt lögmæti þessara „þvingunar- aðgerða" af hálfu borgarinnar í þeir- ra garð. grh@frettabladid.is Aform um að stækka Droplaugarstaði Mikill skortur á hjúkrunarrýmum. Biðtími verði þrír mánuðir. Nýtt hjúkrunarheimili í Mörkinni. hjúkrunarheimili I lok sl. mánaðar voru 267 aldraðir Reykvíkingar á biðlista eftir hjúkrunarrými. Þar af voru 231 í mjög brýnni þörf. Vegna skorts á plássum hefur biðtími verið nokkuð langur, eða tæpir átta mánuð- ir hjá þeim sem eru í mjög brýnni þörf. Helgi Hjörvar formaður félags- málaráðs segir að borgin og heil- brigðisráðuneytið hafi sett sér það markmið að biðtími eftir plássi verði þrír mánuðir. Til þess að svo geti orð- ið þarf hins vegar að fjölga hjúkrun- arrýmum umtalsvert. í þeim efnum er m.a. til skoðunar að byggja tvær hæðir ofan á Drop- laugarstaði í samræmi við tillögu sem sjálfstæðismenn hafa flutt í fé- lagsmálaráði. Það er talið hag- kvæmara en að byggja aðeins eina hæð eins og ráðgert var í fyrstu. Auk þess er talið að þessi stækkun sé mjög hagkvæm með tilliti til bygg- ingakostnaðar. Við það mundu fást 26 hjúkrunarrými í einbýli á hvorri hæð, eða samtals 52 hjúkrunarrými. Við þessa breytingu mundu verða um 100 hjúkrunarrými á Droplaugar- stöðum. Á fundi félagsmálaráðs var samþykkt að vísa tillögunni til um- sagnar formanns stjórnar Droplaug- arstaða. Þá er verið að byggja nýtt hjúkr- unarheimili í Sóltúni með um 100 DROPLAUGARSTAÐIR Verði byggðar tvær hæðir ofan á hjúkrunarheimilið mundi rýmum fjölga um tæplega helming. hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Þá hafa farið fram viðræður á milli sjálfseignarstofnunarinnar Markar- holts og heilbrigðisráðuneytisins um rekstur á nýju hjúkrunarheimili og ýmsum öðrum þjónustuúrræðum fyrir aldraða. Formaður félagsmála- ráðs segir að borgin hafi gefið Mark- arholti vilyrði fyrir rúmlega 20 þús- und fermetra landi í Mörkinni undir þessa áformuðu starfsemi sína. Helgi segir að enn sem komið er sé aðeins Sóltúnið fast í hendi. Hann bendir á að rekstur hjúkrunarheimila sé greiddur af ríkinu og fyrir hverju nýju hjúkrunarrými þarf fjárveit- ingu á fjárlögum. Það ræðst því af þeim fjárveitingum hversu hratt sé hægt að ganga á þessa biðlista. grh@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.