Fréttablaðið - 21.05.2001, Side 7

Fréttablaðið - 21.05.2001, Side 7
AP/BLAISE MUSAU MÁNUDACUR 21. maí 2001 7 Stafrænar útsendingar: Kostnaðarsamt en eykur sóknarfærin siónvarp Norðurljós eru að hefja til- raunir með stafrænar útsendingar sem geta gjörbreytt þeirri þjónustu sem áhorfendum stendur til boða og aukið tekjumöguleika fyrirtækis- ins. Hreggviður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Norðurljósa, segir menn helst horfa til tvenns þegar kemur að stafrænum sjónvarpsút- sendingum. Annars vegar að hægt verði að nota sjónvarpið sem gagn- virkan miðil sem tekur yfir suma þætti internetsins og hins vegar að hægt verði að selja einstaka dag- skrárliði sérstaklega, hvort sem er kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Hreggviður segir það afar kostn- aðarsamt að ráðast í stafrænar út- sendingar og því verði að kanna möguleika kerfisins vel áður en ráð- ist verður í framkvæmdir. „Erlend- is hefur víða reynst erfitt að láta enda ná saman í svipuðum verkefn- um,“ segir Hreggviður. „Menn verða því að spyrja sig hvað er efna- hagslega raunhæft gagnvart því sem er tæknilega mögulegt." ■ Réttað yfir fjölkvænismanni í Utah: 29 börn með 5 eiginkonum provo. utah. ap. „Trúarbrögð gilda ekki sem vörn í sakamáli," brýndi dómarinn fyrir kviðdómendum í máli Utah-fylkis gegn fjölkvænis- manninum Tom Green í vikunni. Sakborningurinn 52 ára vinnur sem blaðasali og er mormónatrúar, en talið er að um 30 þúsund mormóna stundi fjölkvæni í vesturríkjum Bandaríkjanna þrátt fyrir að það sé bannað með lögum. Að sögn Green hefur fjölskyldulífið ekki verið auð- velt, en eftir að hús þeirra brann árið 1997 varð hann að flytja í hjól- hýsi ásamt eiginkonum sínum og börnum. Þegar stórfjölskyldan var svo rekin burt af hjólhýsasvæðinu hafi hún orðið að flytja inn í hlöðu kunningja Green. Saksóknarar bentu að fjölskyldan hafi búið við ör- birgð undanfarin ár og orðið að teysta algerlega á peningaaðstoð frá ríkinu og hafi kostnaðurinn numið þúsundum dollara. Green brast í grát í réttarsalnum þegar hann lýsti erfiðleikum fjölskyldu sinnar. ERFITT FJÖLSKYLDULÍF Tom Green í réttarsalnum með eiginkonu sinni Lindu, sem deilir honum með fjórum öðrum konum Green var fundinn sekur um fjölkvænið og gæti fengið 25 ára fangelsisdóm þegar refsing verður ákveðin í næsta mánuði. ■ FORSETI KONGÓ Joseph Kabila þykir öllu umbótasinnaðri en faðirinn, Laurent Kabila, sem myrtur var I janúar slðast liðnum. Lýðveldið Kongó: Kabila leyfir s tj órnmálaflokka kinshasa. ap. Joseph Kabila, forseti hins stríðshrjáða Kongó, aflétti í gær banni á starfsemi stjórnmálaflokka, en fulltrúar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna voru væntanlegir í heim- sókn til landsins síðar um daginn. Bannið setti faðir hans, Laurent Kab- ila eftir að hann komst til valda 1997, en hann var myrtur í janúar sl. Var- aði Kabila þó við því að pólitísk sam- tök verði samt sem áður að fylgja lögum og reglum. Andstæðingar Kabila lýstu hóf- legri ánægju með ákvörðun Kabila, en sögðu að eftir væri að sjá hvernig framkvæmd laganna yrði og hvenær þau taka gildi. „í hvert skipti sem erlend nefnd kemur hingað gerist eitthvað þessu líkt... Við bíðum eftir einhverju sem við getum fest hendur á,“ segir Etienne Tshisekedi, stjórnmálaskýr- andi. Uppreisnarmenn náðu yfirráðum yfir mikilvægum námusvæðum í norður- og austurhluta landsins árið 1998 með stuðningi frá Uganda og Rúanda. Joseph Kabila þykir hafa tekist vel aö halda friðarsamkomulag frá 1999. ■ rveynisson og Blöndal hafa ákveðið að loka. Þetta er ekki hin hefðbundna lokun sem hefet klukkan sexflesta daga vikunnar heldur lokun íyrir fullt og allt. Af því tilefni mun þessi einstaka sérverslun með hljómtæki og heima- bíókerfi bjóða viðskiptavinum sínuni afslátt upp á 40-70%. Eins og þeim má Ijóstvera þýðir það í sumum tilfellum afslætti sem svara rúmlega milljón krónum íslenskum. Það verður aðeins opið til mánaðarmóta og allt verður selt. Nýttu þérangistvora. Bregðu þér bæjarleið AFSLATTUR! SERVERSLUN MEÐ HLJÓMTÆKI • SKIPHOLTI 25 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 511 6333 • INFO@ROGB.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.