Fréttablaðið - 21.05.2001, Page 8

Fréttablaðið - 21.05.2001, Page 8
I Rí: I I ABI.ADID 8 FRÉTTABLAÐIÐ 21. maí 2001 MÁNUDACUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINS Gœslan efst á gátlista Athugasemd frá Flugmálastjórn: í athugasemd frá Flugmálstjórn ís- lands vegna greinar í blaðinu 18. maí segir m.a. að það sé regla, þegar flugslys verður eins og þegar TF- GTI fórst í Skerja- firði 7. ágúst 2000, að hafa samband við Landhelgis- gæsluna og greina henni frá málum. Gæslan er efst á gátlista sem hringt er eftir þegar búið er að kalla út slökkviliðið og lög- regluna með neyð- arsíma flugturns- ins. Það sé hins eftir eðli atvika ÞYRLA TIL TAKS Landhelgisgæslan er látin vita um flugslys en mis- jafnt er hvort þörf er talin á aðstoð. vegar misjafnt hvort menn á vettvangi telji að þörf sé á þyrlu við björgunarstörf. 1 til- viki Skerjafjarðarslyssins var það mat þeirra sem stjórnuðu aðgerðum á vettvangi að ekki væri þörf á þyrlu og þess vegna var ekki óskað eftir henni. Hvað varði ummæli Haf- steins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, um að hann og flugmálastjóri hafi orðið sam- mála um að Landhelgisgæslan verði alltaf látin vita strax ef flugvél hef- ur farið í sjóinn, óskar Flugmála- stjórn að taka eftirfarandi fram: „Á fundi flugmálastjóra og forstjóra Landhelgisgæslunnar var sá mögu- leiki ræddur að Landhelgisgæslan verði beintengd við neyðarsímann i flugturninum sem notaður er við út- kall slökkviliðsins og lögreglunnar. Menn voru sammála um að skoða þennan kost.“ ■ Skakkt nafn leiðrétting í föstudagsblaði Frétta- blaðsins birtist grein undir fyrir- sögninni „Lítil stelpa stöðvar þjóf.“ í fréttinni er Sigurbjörg Alma sögð vera Sveinsdóttir þegar hið rétta er að stúlkan frækna er Ingólfsdóttir. Beðist er velvirðingar á þessu. ■ Taktu smá nspu mztlLm sikkEns U/CÐuUÍJLJ tilalakk é uðabrusum Fáðu litinn þinn á úðabrúsa til að laga grjótbarning og smárispur. Sikkens gefur rétta litinn á bflinn þinn. QÍSU JÓNSSON ehf Bíldshöfða 14 ■ s. 5876644 Greenspan á orðið Arthur Levitt, formaður banda- ríska fjármálaeftirlitsins, hitti vin sinn Alan Greenspan við mót- töku í Kennedy Center og spurði hvernig hann hefði það. „Ég hef ekki leyfi til að segja það,“ sagði Green- span. Þetta svar lýsir seðlabanka- stjóra Bandaríkjanna vel. Hann er var um sig og mælir varla stakt orð án þess að allur fjármálaheimurinn leggi við hlustir, enda er hann heill- aður af mætti orðanna og notfærir ..^ sér þau til að stilla falska tóna efna- Markaðskerfið hagslífsins. er heppileg um- Góða eyra gjörð sem ver Greenspans fyrir mannréttindi en sveiflum efnahags- ekki markmið í lífsins er ekki að sjálfu sér. öllu leyti meðfætt. .......a____ Eftir að hafa lært á klarinett og saxafón við Julliard há- skólann skráði hann sig í hagfræði í háskóla New York. Námið nýttist honum vel og kenndi honum á tæki hagfræðinnar og á endanum iauk hann doktorsprófi við Columbia há- skólann. En það var ekki bara hag- fræðin sem jók skilning hans á hag- kerfinu. Stuttu eftir doktorsnámið kynntist hann Ayn Rand og heims- spekikenningum hennar. Greenspan var einn þeirra sem hittu Rand á síð- kvöldum og las yfir með henni kafla í bókinni Atlas Shrugged, sem bandarískir lesendur hafa valið áhrifamestu bókina á eftir biblíunni. Rand kenndi Greenspan að mark- aðshagkerfið væri ekki hið eina rétta sökum hagkvæmninnar heldur vegna siðferðilegra gilda sem í því felast. „Það sem hún gerði var að Málmanna BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON segir frá grundvallar- skipun Greenspans sýna mér að kapítalismi er ekki að- eins hagkvæmur og hagnýtur heldur líka siðferðilega réttur," sagði Greenspan. Samkvæmt Greenspan og Rand er markaðshagkerfið ekki forsenda mannréttinda heldur sprettur upp þar sem mannréttindi eru virt og höfð í heiðri. Markaðskerfið er með öðrum orðum heppileg umgjörð en ekki markmið sem stefnt skal að. Grunnurinn að þessu kerfi eru þau siðferðilegu gildi sem einstakling- arnir trúa á, að einstaklingurinn sé grunneiningin í samlífi mannanna á jörðinni þar sem hver og einn skipt- ir máli - en ber aðeins skyldur gagn- vart sjálfum sér. ■ FAMTÍÐ í FISKVINNSLU Meðal áhuga- verðra fjárfest- ingarkosta er nokkur stærstu sjávarútvegsfyr- irtækin, þar á meðal Grandi en myndin var tekin í fisk- vinnsusal fé- lagsins f Reykjavík. Margir áhugaverðir kostir Mat Greiningardeildar Kaupþings á rekstrarhorfum helstu fyrirtækja á Verðbréfaþingi Islands rekstur Á síðustu vikum hafa af- komutölur fyrir fyrsta ársfjórðung verið að berast. Uppgjörin hafa al- mennt reynst í takt við væntingar og fjölmörg félög hafa farið verulega fram úr væntingum og má í því sam- bandi nefna SÍF, SH, Pharmaco og Kögun. Hjá Kögun var þó um að ræða afkomu fyrri árshelmings. Veiking krónunnar dregur þó að nokkru niður fjármagnsliði hjá skuldsettari fyrirtækjum en fram- legð eykst að jafnaði verulega á milli ára. Ef fram heldur sem horfir má búast við því að sex mánaða uppgjör félaga muni bera þessa mikil merki. Þróun ytri aðstæðna á síðustu mán- uðum hefur óumdeilanlega haft nei- kvæð áhrif á hlutabréfamarkað að undanförnu sem og gengisþróun ein- stakra fyrirtækja. Almennt verður þó að segjast eins og er að langtíma- horfur í rekstrarumhverfi fyririækja hér á landi eru nokkuð góðar. Sjávarútvegsfyrirtæki verða án efa fyrir barðinu á veikingu krónunn- ar og sjómannaverkfalli að einhverju leyti en áhrifin á afkomu ársins geta verið takmörkuð. Nokkur fyrirtæki hafa þegar sent frá sér afkomuvið- vörun vegna þessa. Langtímahorfur í greininni eru hins vegar ágætar enda þótt sveiflur verða án efa áberandi á meðal þeirra fyrirtækja enda eðli greinarinnar út af fyrir sig. Einnig má búast við frekari sameiningum í greininni en forsvarsmenn stærstu fyrirtækjanna hafa margir lýst því yfir að fyrirtækin þurfa að vera stærri og öflugri. Að mati Greining- ardeildar Kaupþings er marga áhugaverða fjárfestingarkosti að finna í greininni; meðal annarra má nefna Granda, ÚA, Samherja, Þor- móð ramma og Þorbjörn. Þá hafa einnig mörg félög lækkað í verði vegna hlutabréfaeignar í fé- lögum sem hafa lækkað mikið, þar á meðal Eimskip og bankarnir. Horfur fyrir Landsbanka og Búnaðarbanka eru almennt góðar en aðstæður á verðbréfamörkuðum hafa að sjálf- sögðu veruleg áhrif á afkomu þeirra. Þá eru einnig dæmi um að félög hafi lækkað nokkuð í verði fyrst og fremst vegna stemningar á hluta- bréfamarkaði. Dæmi um þetta er Opin kerfi en félagið verður að telj- ast með áhugaverðari fjárfestingar- kostum í upplýsingatækni. ■ Heildarútlitiö nokkuð bjart Langtímahorfur ágætar þrátt fyrir svartar verðbólguhorfur á næstunni rekstur Þrátt fyrir margar neikvæð- ar vísbendingar að undanförnu, verða langtímahorfur að teljast ágætar í efnahags- og rekstrarum- hverfi fyrirtækja hér á landi á næstu misserum, segir Esther Finnbogadóttir hjá Greiningardeild Kaupþings. „Verðbólguhorfur til skamms tíma eru fremur svartar en um leið og dregur úr þrýstingi á frekari lækkun krónunnar dregur þar með úr verðbólguhraða. For- sendur eru frekar fyrir styrkingu krónunnar til lengri tíma en veru- legri veikingu til viðbótar. Bráða- birgðatölur um innflutning benda til þess að verulega hafi dregið þar úr og þættir eins og lok sjómanna- verkfalls, einkavæðing ríkisstofn- ana og hugsanlegar álversfram- kvæmdir ýta undir vonir um aukið innstreymi fjármagns til landsins á næstu misserum og þar með minnk- andi viðskiptahalla. Þá hafa forsæt- is- og fjármálaráðherra báðir lýst því yfir að skattalækkun bæði á ein- staklinga og fyrirtæki sé vel mögu- leg á næstu misserum. Afkoma rík- issjóðs hefur verið góð og svigrúm til skattalækkana ætti því að vera nokkuð. Ef af verður myndi það án efa hafa góð áhrif á rekstur fyrir- tækja.“, segir Esther. Heildarútlit hvað varðar rekstrarumhverfi fyr- irtækja og þar með afkomu þeirra, er því nokkuð bjart enda þótt áhrif til skamms tíma séu í dekkra lagi. VÍÐA KAUPTÆKIFÆRI Esther Finnbogadóttir hjá Greiningardeild Kaupþings segir að margt í umhverfinu bendi til betri rekstrarskilyrða fyrir fyrirtæki í náinni framtíð. „Til skemmri tíma litið má vænta áframhaldandi sveiflna á íslenskum hlutabréfamarkaði. Ekki er óvar- legt að áætla að þróunin á markað- inum snúist við þegar líða tekur á haustið ef ytri aðstæður verða hag- stæðar. í ljósi þeirra lækkana sem orðið hafa að undanförnu hafa óneitanlega víða myndast kauptækifæri á íslenskum hluta- bréfamarkaði í dag.“ ■ Athugasemd frá greiningardeild Landsbanka íslands: Islandsbanki-FBA ætti að vera í öðru sœti markaðsvirði Vegna fréttar í Fréttablað- inu 18 maí 2001 á bls. 8 um tíu fyrir- tæki sem hafa lækkað mest að mark- aðsverðmæti vill greiningardeild Landsbanka íslands benda á að þarna vantar inn tölur um Íslandsbanka-FBA sem reyndar voru tvö fyrirtæki í upp- hafi tímabilsins. Þaó kemur hins vegar ekki í veg fyrir að hægt sé að leggja mat á lækkun markaðsvirðis. Sé mark- aðsverðmæti FBA og íslandsbanka í lok hvers mánaðar lagt saman og borið saman við markaðsvirði sameinaðs fé- lags í dag kemur í ijós að íslandsbanki- FBA hefur lækkað um 18,1 milljarð frá lok febrúar 2000. Miðað við þetta er ís- landsbanki-FBA í öðru sæti yfir þau fé- lög sem hafa lækkað mest að mark- aðsvirði á tímabilinu. Meðfylgjandi er tafla sem sýnir breytingu á mark- aðsvirði félagsins á nokkrum tíma- punktum. ■ ORÐRÉTT Hvar á ég að búa? búsetuvanpi „Maddaman hefur verið að reyna að gera upp við sig hvort hún vilji búa í höfuðstað landsins eða úti á landi. Þar sem Maddaman er ekki mikið fyrir stress, bíla og langar biðraðir ákveður hún að setjast að á Akureyri. Launin eru að vísu ekki eins há þar og í Reykjavík en á móti kemur að húsnæðisverð er lægra, vegalengdir eru styttri og biðraðir, hvað er nú það? En Adam var eins og við vitum ekki lengi í Paradís. Bærinn sem kennir sig við skóla vill ekkert gera til að hjálpa ungu fólki með barn eða börn að koma undir sig fótunum. Biðlistar á leikskólana eru, þrátt fyr- ir að hafa styst verulega, enn sem komið er langir og dagmæður drjúpa ekki af hverju strái. Maddaman er jú þriðja flokks manneskja. Þá er hún gift og ekki lengur í námi. Kostnaður við að hafa barn hjá dagmóður er því um 44.000 krónur á mánuði. Það kom nefnilega í ijós að Akureyrarbær er ekki reiðubúinn að greiða niður þessa þjónustu. Hefði Maddaman ákveðið að búa áfram í Reykjavík hefði hún ekki þurft að borga nema um 30.000 krónur á mánuði fyrir sömu þjón- ustu. Bæði er almennt gjald heldur lægra auk þess sem borgin niður- greiðir 10.000 krónur fyrir sambúð- arfólk. Munurinn er því um 168.000 krónur miðað við 12 mánuði á ári. Hér er hins vegar aðeins hálf sag- an sögð. Maddaman hefur nefnilega verið iðin við kolann og á ekki aðeins 31. jan-00 29. feb-00 31. mar-00 30. apr-00 íslandsbanki 21,5 26,0 35,3 29,9 FBA 29,9 29,2 34,7 29,9 l'slandsbanki-FBA 51,4 55,2 70,0 59,8 Íslandsbanki-FBA í dag 37,1 37,1 37,1 37,1 Lækkun á markaðsvirði -14,3 -18,1 -32,9 -22,7 ALIAR FJÁRHÆÐIR 1 MILUÖRÐUM KRÓNA barn heldur bráðum börn. Þegar hún fer aftur að vinna verður hún með eitt barn á leikskóla og eitt hjá dag- móður. Akureyrarbær slær reyndar 25% af leikskólaverðinu hjá eldra barninu en enn bíður Reykjavík bet- ur. Þar er greitt 33% með eldra barn- inu. Heildarkostnaður við barna- gæslu allan daginn fyrir börnin tvö er því krónur 743.712 á Akureyri en í Reykjavík er hann ekki nema 542.508. Mismunurinn er 201.204 krónur. Hvern munar ekki um þá aura?“ Höfundurinn GOS á Maddömunni, heímasíðu ungra Framsóknarmanna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.