Fréttablaðið - 21.05.2001, Side 19

Fréttablaðið - 21.05.2001, Side 19
MÁNUDAGUR 21. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 Kj-istinn Sigmundsson væntanlegur til landsins: Syngur í sveitinni tónlist Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari verður í næstu viku í hléi frá önnum erlendis og ætlar að syng- ja fyrir landa sína. Hann hefur að undanförnu sungið mest í Stokkhólmi (Pilip í Don Carlos), Miinchen (Moz- art og Rossini), Köln (Verdi) og París. Nú er hann að koma heim frá Banda- ríkjunum þar sem hann var að syng- ja í Cincinnati í óperunni Der Keiser vom Atlantis eftir Ullman og í Sköp- uninni eftir Haydn. Kristinn hyggst heimsækja nokkra staði á næstu dögum og syngja. Eins og svo oft áður verður píanóleikarinn Jónas Ingimundarson með honum í för. Þeir félagar eiga að baki áralangt og farsælt samstarf, sem þjóðin þekkir og óþarft er að fjölyrða um. Efnisskrá þeirra er fjölbreytt, ís- lensk lög eftir Árna Thorsteinsson og Sigvalda Kaldalóns, söngvar eftir Schubert, amerísk lög og ítölsk en tónleikunum lýkur á þremur stórum atriðum úr óperum eftir Verdi, meðal annars Philipsarían fræga úr Don Carlos. Fyrstu tónleikar þeirra félaga verða í kirkjunni í Reykholti í Borg- arfirði á fimmtudaginn, uppstign- ingardag, kl. 20.30 og þeir næstu dag- inn eftir, föstudag, að Laugalandi í Holtum í Rangárvallasýslu, 21.00. Borgfirðingar og sunnlendingar geta því farið að hlakka til. ■ FÉLAGAR Á FERÐ Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimund- arson hafa unnið mikið saman og ætla nú að leggja land undir fót og halda tónleika í Reykholti í Borgarfirði og Laugalandi í Holtum. Litli prinsinn snýr aftur: Að sjá með hjartanu bækur „Viltu gera svo vel...að teikna gaman og djúp alvara sem vekur les- fyrir mig kind.“ Þeir eru ófáir sem fá andann stöðugt til umhugsunar. sæluhroll bernskunnar þegar þeir ^ Litli prinsinn kom fyrst út í heyra þessa setningu. Hún er úr t \ New York árið 1943 og fór strax Litla prinsinum eftir Antoine 'Jsigurför um heiminn. Höfundur- Saint-Excupéry, bók sem heillað -\ ‘ inn fæddist í Lyon í frakklandi hefur margar kynslóðir. árið 1900 og var kunnur flug- Bókin er nýlega komin út Nfell maður og rithöfundur. í huga aftur hjá Máli og menningu, ' Vf ' hans var ekkert eins mikil- en rétt fjörutíu ár eru síðan Jj|\j á|8§§ vægt og vinátta og mann- hún kom fyrst út á íslensku í frá- i!Sf5/ skilningur og hann sá flug- bærri þýðingu Þórarins Björns- \ ið sem möguleika til að sonar, fyrrverandi skóla- jS / ib \ færa saman fólk og þjóðir. meistara Menntaskólans á i, Árið eftir að Litli prins- Akureyri. ém( 1 | inn kom út var í bókinni fléttast flugvél Saint- saman draumur og ■ _ Excupérys skotin veruleiki, einfald- 0^ niður á könnunarflugi og hann leiki og dul, létt ~ hvarf í djúp Miðjarðarhafsins. ■ í GVENDARBRUNNUM Hópur leikara í Þjóðleikhúsinu er nú að æfa verk Benónýs Ægissonar, Vatn lífs- ins, sem frumsýnt verður í haust. Vatns- veita Reykjavíkur bauð leikhópnum á föstudaginn í Gvendarbrunna þaðan sem Reykvíkingar fá vatn sitt. hús Ófelíu sem væntanlega verður frumsýnt í íslensku Óperunni á komandi hausti. Á mánudögum þarf ekki að greiða aðgangseyri í Hafnarborg. Anna Þ Guðjónsdóttir heldur sýningu á málverkum í Listasal Man, Skóíavörðu- stíg 14. Salurinn er í kjallara verslunar- innar Man. Sýningin stendur til 27. maí. Ropi er yfirskrift myndlistarsýningar sem opnuð hefur verið í Nýlistasafninu. í SÚM sal er Anna Líndal að velta fyrir sér gjaldföllnu gildismati, í Gryfju safns- ins sýnirólöf Nordal skúlptúr og gagn- virk myndverk og í Forsal safnsins sýnir Valka (Valborg S. Ingólfsdóttir) leirstyttur og vatnslitamyndir. Hlíf Ásgrímsdóttir hefur opnað sýning- una Innivera í Galleríi Sævars Karls. A sýningunni eru vatnslitamyndir, Ijós- myndir og skúlptúr. Þetta er fimmta einkasýning Hlífar. Sýningin stendur til 23. maí. Hrafnkell Sigurðsson hefur opnar sýn- ingu á verkum sínum í galleríi i8, Klapp- arstíg. Sýnd verða nýjustu verk Hrafnkels af tjöldum í íslensku vetrarumhverfi. Sýn- ingin er opin þriðjudaga til laugardaga kl. 13-17 og stendur til 16. júnf. I Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýning á Ijósmyndum eftir hinn þekkta franska Ijósmyndara Henri Cartier- Bresson, en líklega hefur enginn átt meiri þátt í því að gera Ijósmyndun að viðurkenndri listgrein. Opið 14-18. Sýn- ingin stendur til 3. júní. í gallerí@hlemmur.is stendur yfir sýning Erlu Haraldsdóttur og Bo Melin „Here, there and everywhere". Á sýningunni leika þau Erla og Bo sér að því að brey- ta Reykjavík í fjölþjóðlega borg með aðstoð stafrænt breyttra Ijósmynda. Opið 14-18. Sýningin stendur til 6. júní. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning norska listmálarans Odds Nerdrums, sem baðst nýverið afsökunar á því að hafa siglt undir fölsku flaggi með því að kalla sig listamann. Sýningin er opin 10- 17 en til kl. 19 miðvikudaga. Sýningin stendur til 27. maí. „Heimskautalöndin unaðslegu" er heiti sýningar sem lýsir með myndrænum hætti lífi, starfi og hugsjónum Vestur- íslendingsins Vilhjálms Stefánssonar. Sýningin er um leið kynning á umhverfi, menningarheimum og málefnum norðurslóða, en hún er í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu og er opin 10-17. Sýningin stendur til 4. júní. „Á meðan eitthvað er að gerast hér, er eitthvað annað að gerast þar" nefnist sýning á vekum Bandaríkjamannsins John Baldessari sem stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Hann er eitt af stóru nöfnunum í samtí- malistasögunni og hefur verið nefndur Ijóðskáld hinnar öfugsnúnu fagurfræði og húmoristi hversdagsleikans. Sýningin er opin 11-18 og fimmtudaga til kl. 19. Sýningin stendur til 17. júní. Norðmaðurinn Gisle Nataas hefur opnað sýningu á Mokka-kaffi við Skólavörðustíg. Sýninguna nefnir lista- maðurinn Eitt andartak og þrjár sam- ræður og fjallar hún um hreyfingu og rými. Ljós og skugga. Sambandið á milli mynda og samræðna og þau áhrif sem hiutirnir hafa á rýmið. I A GEISLANUM Hver er Jill Scott? Lítið veit ég um hana, en þessi fyrsta plata Jill Scott svarar því tónlistarlega: frábær söng- kona, flokkast undir R&B með miklum djassáhrifum og snert af hipp-hoppi. Ég féll strax fyrir henni. Ekki minnkaði hrifningin er ég sá Jill syngja í Divas live á VHl um daginn á þriðju árlegu Dívu-hljómleikunum til styrktar tónlistarkennslu í USA. Sálar- drottningin Aretha Franklin var miðpunkturinn en mér fannst Jill næstum stela senunni, er ég þó óforbetranlegur aðdáandi Arethu. Jill er fædd í fátækrahverfi í Fíladelfíu, fór snemma að yrkja, varð heimafyrir þekkt af ljóða- lestri með tónlist áður en hún gerðist söngkona og gerir á plöt- unni mun á ljóðum/poems og söng- textum/lyrics. Áður en diskurinn kom út hafði Jill til dæmis unnið með Roots/Erykuh Badu og Will Jill Scott: Who is Jill Scott? Smith, en fyrrum tónlistarfélagi hans, DJ Jazzy Jeff, er upptöku- stjóri disksins. Jill hefur verið líkt við Lauryn Hill, Macy Gray og Badu sem mér finnst rangt: Jill Scott er hún sjálf. AndreaJ Frábær ryþma- og blússöngur. Tælenskt kvöld í Listaklúbbnum: Dans, matur og fróðleikur FRAMflNDI MENNING í kvöld verður dagskrá helguð Tælandi og tælenskri menningu í Listaklúbbi leikhússkjallarans. Tæ- lendingar, sem sest hafa að hér á landi, sjá um að skemmta, fræða og kitla bragðlauka gesta klúbbs- ins. Á dagskránni er kynning á landafræði Tælands í máli og mynd- um í höndum Sonjai Sirimakha, blessunar- dans dansaður af Kanjana Loma-in, Junphen Sriyona, Kesorn Nopp- ronprasert, Sudarat Sawatdee, kynn- ing á lífsháttum í Tælandi sem Sonjai Sirimakha sér einnig um og gestum verður boðið að bragða á ljúffengum tælenskum réttum. Eftir hlé verður boðið upp á sól- hlífardans, sýningu á tælenskum þjóðbúningum og loks umræður. FRJÓSEMISHÁTÍÐ í Tælandi er það aldagömul hefð að halda hátíð í tilefni þess að farið er að plægja jörðina. Dagskráin hefst kl.20.30 en húsið verður opnað kl. 19.30. Þetta er kjörið tækifæri til að fá örlitla innsýn í líf og menningu Tæ- lendinga sem verða stöðugt fjöl- mennari hér á íslandi. ■ iiliiiilliiif IMIIMIIIIip tsmsumti HÁSKÓLI ÍSLANDS 1911 - 2001 Viltu stunda nám í sjúkraþjálfun eða læknisfræði? Kennarar og nemen- dur sitja fyrir svörum um nám í sjúkraþjál- fun og læknisfræði í húsnæði sjúkraþjálfu- nar að Skógarhlíð 10 í dag mánudaginn 21. maí kl. 15:00 - 18:00 Sjá nánar: www.hi.is Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Lausar stöður við grunnskóla Hafnarfjarðar frá og með 1. ágúst Lækjarskóli (s. 555 0585) Almenn kennsla, enska, íþróttir Öldutúnsskóli (s. 555 1546) Almenn kennsla(yngra stig) stærðfræði á unglingastigi Víðistaðaskóli (s. 555 2912) Sérkennsla Setbergsskóli (s. 565 1011) Myndmennt(50%), almenn kennsla á yngsta stigi Hvaleyrarskóli (s. 565 0200) Almenn kennsla, samféiagsfræði, raungreinar, sérkennsla. Námsráðgjafi (100%) Allar upplýsingar veita skólastjórar viðkomandi skóla. Umsóknarfrestur ertil 1. júní en umsóknareyðublöð liggja frammi á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31. Einnig er hægt að sækja um rafrænt undir hafnarfjordur.is Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.