Fréttablaðið - 21.05.2001, Síða 4

Fréttablaðið - 21.05.2001, Síða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 21. mal 2001 MÁNUDAGUR TÖLVUNOTKUN LEIKSKÓLABARNA heimila leikskólabarna eru með tölvu af þeim eru nettengdar leikskólabarna nota tölvur heima leikskólabarna eyða 1-2 tímum á viku i tölvunotkun leikskólabarna hafa farið á netið HEIMILD: UPPELDI, MAÍ 2001 ÚTSKRIFTARGJIÖF Átak gegn reykingum: 70% vilja niðurgreiða reykingalyf reykincar 70% þjóðarinnar er því fylgjandi að heilbrigðisyfirvöld hjálpi reykingafólki að hætta að reykja með því að niðurgreiða að hluta til þess gerð lyf. Tæplega helmingur reykingafólks telur að slíkar aðgerðir yrðu til þess að hvet- ja sig til að hætta að reykja, rétt rúmur helmingur telur þó að slík niðurgreiðsla hefði engin áhrif á af- stöðu sína. Þetta kemur fram í viðhorfskönn- un sem Gallup hefur gert fyrir Sam- tök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki. Alls eru 37,7% mjög hlynnt niðurgreiðslu lyfja gegn reyk- ingum og 32,7% eru því frekar hlyn- 37,7% Mjög hlynnt(ur) 32,7% Frekar hlynnt(ur) 3,4V( Hvorki né 11,4% 14,8% Frekar andvíg(ur Mjög andvíg(ur) nt. Hins vegar eru 11,4% því frekar andvíg og 14,8% mjög andvíg. í könnuninni kemur fram að rúm 70% reykingafólks hyggst hætta að reykja innan árs og að um helming- ur þeirra sem reykja hafa reynt að hætta þrisvar sinnum eða oftar. Spurning: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) þvi að heilbrigðisyfirvöld greiði að hluta lyf til að hjálpa fólki við að hætta að reykja? Félagið leggur áherslu á að heil- brigðisyfirvöld niðurgreiði lyf gegn reykingum því ljóst sé að kostnaður heilbrigðiskerfisins af reykinga- tengdum sjúkdómum hækki veru- lega á komandi árum ef ekkert verð- ur að gert. ■ | INNLENT | Vorsýningu myndlistardeildar Listaháskóla íslands lauk í gær. Sýningin stóð í rúma viku og munu á þriðja þúsund manns hafa sótt hana sem er aðsóknarmet að sögn Kristjáns Steinsgríms Jónssonar deildarforseta. —♦— Símskeytasendingum til og frá landinu var hætt 1. maí síðastlið- inn og telexþjónustu Símans var lok- að á föstudag. Vegna örrar þróunar í fjarskiptum hefur dregið mjög úr skeytasendingum til og frá Islandi á síðari árum. Það sem af er þessu ári voru send og móttekin símskeyti að- eins nokkrir tugir á mánuði. „ðnnur lönd hafa mjög skert þessa þjónustu og benda má á að víðast hvar erlend- is eru skeyti borin út með pósti sem skerðir að sjálfsögðu mjög gildi þeirra,“ segir í fréttatilkynningu. NAUÐSYNLEGT VIÐHALD Sjúklingurinn á myndinni var berskjaldaður eftir að hafa lent undir bíl fyrir nokkru en úr því hefur nú verið bætt. Bangkok: Ný og betri skel bangkok, TÆLANP. ap. Dr. Nantrika Chansue og aðstoðarmaður hennar björguðu sl. föstudag berskjaldaðri skjaldböku. Tókst þessum starfs- mönnum dýraspítala í Bangkok að líma á hana gerfiskel úr plasti. Skjald- bakan lenti undir bíl fyrir sjö mánuð- um þar sem hún var að skríða yfir götu en við það brotnaði skelin og hún hlaut að auki ýmsa áverka. Hefur hún síðan dvalist á spítalanum þar sem hún fékk bót meina sinna áður en að hinni mikilvægu lokaaðgerð kom. Límingin gekk vel að sögn lækna en eftir á að koma í ljós hvernig skelin nýja reynist úti í náttúrunni. ■ Sómalía: 80 drukknuðu mocadishu, ap. Rúmlega 150 manns voru í skipi sem varð vélarvana á leið frá norðurhluta Sómalíu til Jemen í síðustu viku. Er skipstjórinn sagður hafa þvingað farþegana til að stökk- va útbyrðis, annars myndi hann skjó- ta þá. Nærstaddur fiskibátur gat bjargað 70 manns, en af þeim létust 5 af næringarskorti þegar í land var komið. Alls er því talið að 85 manns hafi látist. Þúsundir manna hafa að undanförnu reynt að komast frá Sómalíu á misgóðum bátum til ým- issa landa við Persafóann í von um betra lífsviðurværi. ■ Safnar upplýsingum um viðskiptavini Upplýsingakerfi gefur rauntímaupplýsingar um fjölda viðskiptavina og viðskipti. Samhengi umferðar og viðskipta notað til að skipuleggja starfsmannahald og öryggisgæslu. verslqnarmiðstöð Upplýsingakerfi sem verið er að hanna fyrir verslun- armiðstöðina Smáralind verður eitt hið fullkomnasta í heimi. Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir þetta ákveðna þróunarvinnu sem miði að því að fullkomnar rauntíma upplýsingar liggi fyrir á hverjum tíma um um- ferð fólks um svæðið og hvar við- skipti eiga sér stað. í kerfinu verður ( .. hægt að fylgjast gegnum sjón- með samhengi á varpsskjái verð- mjlli umferðar) ur upplýsingum fólksfjölda og við- komið á fram- skipta í húsinu frá færi sem eiga einum tíma til ann- við viðskiptavin- ars Afgreiðsiu- ina þann dag- kassar verslana inn. Þannig verða tengdir við verður nákvæm upplýsingakerfið stýring á upp- og sýna hvar mesta lýsingagjöf verslunin fer fram möguleg og til- á hverjum tíma. boð taka mið Með því að keyra að því hverjir þessar upplýsingar eru að versla saman er hægt að hvaða vörur. sjá hvað margir eru ^ í húsinu og hvort og þá hvar þeir versla. Með því að safna þessum upplýs- ingum saman er hægt að skipu- leggja betur alla áætlanagerð, starfsmannahald og öryggisgæslu með tilliti til hvers konar álags- punktar myndast. Smáralind mun vera að tveimur þriðju verslanir og einum þriðja afþreyingarmiðstöð og því ekki sjálfgefið að allir sem eru inni í verslunarmiðstöðinni séu þar til að versla heldur sækir fólk líka alls konar viðburði sem þar verða. Nova Media er eitt þeirra fyrir- SVANUR G. ÞORKELSSON Eina lausn sinnar tegundar í heim- inum og býður upp á marga möguleika við að stýra upplýsinga- gjöf til viðskipta- tækja sem stendur að hönnun búnaðar- ins. Svanur Gísli Þorkelsson, verk- efnastjóri Nova Media, segir fyrir- tækið það fyrsta í heimi sem kemur með þessa lausn. í raun má segja að innan hússins séu reknar fjórar litlar sjónvarpsstöðvar, sem eru tengdar við allt sem er að gerast innan hússins og skráir í einn grunn. Inn í þennan grunn er hægt að setja viðbótarupplýsingar eins og veðurfar, hátíðir og uppákom- ur í nágrenninu sem síðan eiga að gefa raunhæfa mynd af samsetningu viðskiptavina í húsinu á þeim tíma. í gegnum sjónvarpsskjái verður upplýsingum komið á framfæri sem eiga við viðskiptavinina þann daginn. Þannig verður nákvæm stýring á upplýsingagjöf möguleg og tilboð taka mið að því hverjir eru að versla hvaða vörur. Pálmi leggur áherslu á að þetta er ekki til að fylgjast með einstakling- unum heldur flæði fólks og hegðun þess. Þær upplýsingar verða einung- is notaðar til að gera nákvæmari áætlanir sem miða að því að þjónusta FULLKOMIN VERSLUNARMIÐSTÖÐ Upplýsingakerfi Smáralindar um viðskipta- vini er nýjung og hægt að nota í flugstöðv- um og íþróttaleikvöngum. viðskiptavini sem best og gera rekst- ur verslana hagkvæmari. Til að kerfið virki sem best þurfa allar verslanir að vera með. Pálmi segir það inn í leigusamningum að leigutakar taki upp þetta kerfi og veiti aðgang að sínum verslunum, enda upplýsingarnar verðmætar fyr- ir rekstraraðila. Leigutakar hafa tek- ið misjafnlega í þetta en þó samþykkt þetta fyrir sitt leiti enda forsenda þess að þeir geti leigt pláss í Smára- lind. bjorgvin@frettabladid.is Félag eldri borgara: Krefst hækkunar á grunnlífeyri elulIfeyrisþecar Félag eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni hefur komist að þeirri niðurstöðu að ein- hleypur ellilífeyrisþegi fær minni hækkun samkvæmt frumvarpi til laga um breytingar á almannatrygg- ingum en hann hefði fengið ef ríkisstjórnin hefði farið að landslögum um að bætur fylgi launaþróun. Stjórn fé- lagisins krefst þess að grunnlífeyrir verði hækk- aður, lífeyrir fylgi launa- þróun, frítekjumark verði hækkað og að stjórnvöld fari að lögum. ÓLAFUR ÓLAFSSON, FORMAÐUR FÉLAGS ELDRI BORGARA Leggur áherslu á að Iffeyrir fylgi launaþróun. Sem dæmi bendir félagið á að um leið og lífeyristekj- ur hafa náð 21 þúsund krón- um fellur niður tekjutrygg- ingaraukinn. Það sama sé um hjón. Hjá þeim fellur tekjutryggingaraukinn nið- ur við 32 þúsund króna tekj- ur úr lífeyrissjóði. Félagið telur því að það sé óeðlilegt að ellilífeyrisþegi fái aðeins 4.249 krónur meira þrátt fyrir 21 þúsund krónur í líf- eyristekjur. Að mati félags- ins sé þetta skerðingará- kvæði með öllu óviðunandi og því sé nauðsynlegt að hækka grunnlífeyri. ■ FLAKIÐ Á ENGINU Flugvélin varð alelda og fórust allir um borð. Flugslys í Argentínu: Fimm farast BÚENOS AIRES, ARCENTfNU - AP Fimm lét- ust þegar flugvél argentínska flug- hersins hrapaði í flugtaki við flugvöll nærri landamærum Chile á föstudags- kvöld. Eldur kom upp í flugvélinni skömmu eftir flugtak og hrapaði hún á engi nærri flugvellinum. Sjónarvott- ar telja að flugmaðurinn hafi reynt að nauðlenda á enginu en ekki tekist það. Ástæður slyssins eru ókunnar en talið er að þær megi rekja til vélartruflana. Flugvélin var af gerðinni Fokker Friendship F 27, sömu gerðar og flug- vélarnar sem löngum voru notaðar í innanlandsflugi Flugleiða hérlendis. ■ SVONA ERUM VIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.