Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 3
•Ekki píramída heldur raforkuver Moskvu 27. maí (NTB-Reuter). KRÚSTOV, forsætisráðherra Sovétríkjann'a, sag-ði í sjónvarps- ræðu í Sovétríkjunum í dag, að einn og sami skilningur væri í Sovétríkjunum og Arabaríkjunum á hugtakinu arabisk eining. Kvað hann sig og Nasser forseta líta sömu augum á það hugtak. Ræðu HÖRFUÐU UNDAN Vientiane, 27. maí (NTB - Reuter). Hersveitir hlutlausra í Laos hörf- uðu enn í dag undan frá hinum hernaðarlega þýðingarmikla bæ Muong Kheung sem er um það bil 25 km. fyrir norðan Krukkusléttu. Höfðu þá Pathet-Lao hermenn náð á sitt vald hæðardrögum umhverf- is bæinn er hlutlausir höfðu áður notað sem aðsetur fyrir brynvagna deildir sínar. sína flutti hann í sjónvarp og út varp og skrýði frá 16 daga dvöl sinni í Egyptalandi. Krústjov kvaðst hafa skýrt hin um arabisku vinum sínum frá því, að pýramídarnir væru þeim til lít ils gagns, enda þótt bæði þeir og aðrar minjar fornaldar hefðu haft mikil áhrif á hann. Samt sem áð- ur hefðu hrifið hann meir nútíma byggingar sem hafa það hlutverk að færa mönnum vatn, ræktanlega jörð og raforku. Hann sagði einn ig, að heimsvaldasinnarnir hefðu haft áhyggur af för hans til Egyptalands og þeim hlýju viðtök um, • sem hann hefði fengið, svo og öllu sovézka þjóðin er væri vopnabróðir arabaríkjanna í bar átturgni gegn heimsvaldasinnun- um. Þá sagði Krústjov, að sú hefði verið tíð að kommúnistar hefðu verið ofsóttir í arabaríkjunum en nú hefði sér verið skrýt frá því, að lokið væri þeim illa leik. Gætu Sovétríkin trevst því, að það yrði ekki framar gert. LÁT NEHRUS HRYGGÐAREFNI Lundúnum 27. maí (NTB-AFP). STJÓRNMÁLAMENN um allan heim létu í dag í ljós hryggð sína vcgna fráfalls Jawabarlal Nehru mWMMIMMVMMMMMMMW Taugaveiki í Aberdeen Aberdeen, 27. maí (NTB - Reuter). FJÖLDI þeirra er sýkzt hafa af taugaveiki er nú kominn yfir eitt hundrað manns. Til kynntu borgaryfirvöldin þetta í dag. Smitberinn er stór kassi af söltuðu nautakjöti, sem er nýkominn til landsins. í dag voru skráð 16 ný sjúk- dómstilfelli og hafa þá 108 manns fengið veikina. Af þessum fjölda eru þó 14 manns með óviss einkenni. Heilbrigðisyfirvöld borgar- innar sögðu í dag að svo liti út sem fyrsta sjúkdómshryðj an væri að fara lijá. Hins vegar dró hann enga dul á að hætta væri alltaf fyrir fyrir licndi á fjölgun tilfella. Því yrði aö gæta þess vel að vera á verði gegn útbreiðslu sjúkdómsins. Kvaö liann á- standið vera alvarlegt. Ekki gat hann skýrt frá því hvað-. an kassi þessi liefði komið, en hann hefði hvorkl komiö frá N-Ameríku né Evrópu. iHMHtHHWHtHMHttHHtH forsætisráðherra Indlands. Elísabet Englandsdrottning seg ir í boðskap til indverska þingsins að hún finni til sárrar sorgar vegna fráfalls hans. Samveldið allt og friðelskandi fólk um allan heim harmi missi hins mikils metna stjórnvitrings.' Brezki for- sætisráðherrann Sir Alec Douglas Home segir í boðskap til ríkis- stjórnar Indlands að brezka stjórn in sé. harmi lostin vegna fráfalls byggingameistara hins nýja Ind- lands. Attlee jarl, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir um Nethru látinn, að hann hafi verið persónuleiki á heimsmæli- kvarða og verði vandi að finna mann í hans stað. Harold Wilson, núverandi forystumaður Verka- mannaflokksins, segir um Nehru, að heimurinn allur sjái nú hve þýðingarmikið sé að starf Nehru verði ekki látið niður falla. Meðal margra annarra, er látið hafa í ljós hryggð sína vegna fráfalls Nehru, er Johnson Banda- ríkjaforseti, er sagði m. a., að orð væru ófullnægjandi er, lýsa byrfti tilfinningum við fráfall hans. „Við vorum orðin svo vön hans góðu áhrífum, að við skilj- um varla hvernig við getum nú verið án hans“, sagði forsetinn. Krústjov forsætisráðherra sagði í sjónvarpsviðtali í Moskvu, að Nehru hefði verið mjög- áberandi fulltrúi okkar tíma og einlægur vinur Sovétríkjanna. í Peking lét enginn.í ljós afstöðu kínversku (Framliald á 4. síðu). \ Með 37 kraftbl akkir í athugun og viðgerð Reykjavík 27. maí — KG EINN liður í margháttuðum und irbúningi bátanna fyrir sumar síldveiðarnar er að láta yfir- fara kraftblakkirnar. Er það gert hjá Vélsmiðjunni Þrym við Borgartún 25, en vélsmiðj- an annast viðgerðir og athug anir á kraftblökkunum fyrir hina norsku framleiðendur. Smíðar vélsmiðjan tannlijól og öxla og skiptir um þegar þess þarf, enda hætt við skemmdum af sjónum. Er því nauðsynlegt að fylgjast vel með, að blakk- irnar séu í sem beztu lagi og til þess er nauðsynlegt að yfir fara þær helzt á hverju ári áff ur en sumarsíldveiði hefst. Komiff hefur fyrir aff skipstjór ar hafi látið hjá líða að yfir- fara kraftblökkina hjá sér og svo oröið fyrir því óláni aff blökkin bilaði. Hefur það m. a. komið fyrir hjá ágætum afla- manni, að blökkin bilaði þegar hann var með um 1600 mála kast. En sá sami skipstjóri var líka fyrstur með sína blökk til þess aff láta yfirfara liana næsta sumar. Þessa dagana er verið aff ljúka við athugun og viðgerff á 37 kraftblökkum en áður er búið af afgreiða fjölda blakka. Öll vinna í Þyrm er unnin í samráði við framleiðendur blakkanna, sem eru Rapp í Nor egi, en einkaleyfið er í hönd um bandarískrar verksmiðju og var sérfræðingur þaðan liér á ferð fyrir skömmu og var mjög ánægður með það starf sem liér er unnið. En það er fleira sem slitnar en vélaverkiff, einnig þarf að gúmmísóla blakkirnar og er það gert hjá Þorsteini Kristjánssyni, Efstasundi 22 og liefur liann nú tæki til þess aff sóla báðar þær stærðir sem nú eru hér í notkun, þ. e. 28 tommur fyrir minni skip og 31 tomma fyrir skip um 200 lestir og stærri. Miklar stjórnmála- deilur í Svíþjóö Stokliólmi 27. niaí (NTB). HÖRÐUSTU og langdregnustu stjórnmáladeildur í Svíþjóff í mörg herrans ár náðu liámarki sínu í dag í sænka ríkisþinginu. Er deilt um hina stjórnmálalegu á- byrgff á Wenncrström-málinu. Enn fremur er rættu um hvort ríkis- stjórn jafnaðarmanna hafi farið rétt að eftir að Sven Anderson landvarnaráðlierra varð kunnugt um aff Wennerström lá undir grun. Heldur stjórnin því fram, að ekki hafi verið unnt að fara öffru vísi aff en gert var, en borg araflokkarnir í stjórnarandstöff- unni segja hins vegar, að ríkis- stjórnin hafi ekki gætt þess nægi lega vel, að takmarka aðgang hans aö leyndarskjölum eftir aff lienni varð kunnugt um gruninn. Bæði í gær og í fyrradag fengu flokkarnir efni í umræður þess- ar. í fyrradag opinberaði stjórn- in hluta af hinni umfangsmiklu yfirheyrslufundargerð og þá gaf einnig að líta hluta af skýrslu lög fræðinganefndarinnar, en hún hef ur til þessa verið leyndarmál. Lög fræðinganefndin var skipuð átta lögmönnum er áttu að rannsaka hvernig Wennerström gat njósn- að í fimmtán ár án þess að upp kæmist. í dag opinberaði ríkis- stjórnin samtöl og yfirheyrslur er fram höfðu farið á vegum nefnd- arihnar við ráðherra, stjórnarráð starfsmenn, gagnnjósnara o. fl. Grundvöllur umræðnanna í rík isþinginu nú er samþykkt stjórn arskrárnefndar ríkisþingsins, er vítti Östen Unden fyrrverandi ut anríkisráðherra Svía. Gerðist það nýlega. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 28. maí 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.