Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 4
Minfiinga rorö: ANGANTYR GUÐMUNDSSON, SKIPSTJORI í DAG verður til moldar bor- 5inn Angantýr Guðmundsson, skip- Stjóri. Hann lézt 21. þessa mán- aðar mjög skyndilega, er hann var 'að skyldustörfum við útbúnað fskips síns (Rifsness) til síldveiða. Ahgantýr fæddist á Suðureyri Við Súgandafjörð 1. júlí 1916 og var yngstur tíu systkina. Hann fór að stunda sjóróðra ellefu ára og að staðaldri frá fjórtán ára aldri til dauðadags. Á unglingsárum sínum var liann með Agnari bróður sínum, sem þá var orðinn skipstjóri, og fcaldi hann sig þar, liafa fengið tíóðan lífsreysnsluskóla, bæði hvað varðaði siómennsku og skipstjórn. Jtíann minntist oft orða bróður wíns, er hann sagði eitt sinn við liann: „Drengur minn, lærðu að vera góður undirmaður, því án Jaess getur þú ekki orðið góður yfirmaður.” Þessi nrð festu rætur lijá unglingnum, því að Angantýr befur revnzt afhm-ða hæfileika- Vnaður sem skipstjóri. Hann var skipstjóri í 27 ár, sem er æðilangur txmi af rúmum 47 œviárum. Aldrei missti hann mann '«g ekki hen<u hann nein alvarieg •slys um borð í skipum sínum; — iiann skilaði ávallt skipi og áhöfn láeilu í höfn, og svnir það betur en unx verður skrifað, hversu far- næll hann var sem skiDstinri, hér istýrði meira en meðalmaður. Angantýr var afarmikill þrek- i.naður og kappsfullur sjósóknari, enda aflasæll með afbrigðum, og ekipaði hann sæti aflakóngsins um árabil hér suðvestan lands. Hann íiafði hvorki veraldlegan auð né . eérstaka framámenn.þjóðfélagsins sér til stuðnings í byrjun sinnar lífsbaráttu, en hann átti yfir miklu líkams- og andlegu þreki að eáða; hann varð að skapa sinn veg ■sjálfur með hörku og dugnaði, því íi þeim árum, sem hann tók við ekipsforráðum, var lítið um „ný- eköpunarskipastól” og oft reynd- ust skip, vélar og tæki af miklum vanbúaði, sem varð að uppfylla tneð gát og snilli skipstjórans, sem varð að gjörþekkja það, sem hann handlék, ásamt því að vera glögg skyggn á veður og sjólag. Það var einkennandi fyrir Ang- antý, hversu veðurglöggur hann var. Það var eigi sjaldan, þegar veðurspá var váleg, en veður ó- ráðið, að hann tók sína ákvörðun sem virtist vera andstæð spánni, og brást það ekki, að hann hafði ályktað rétt; þannig var áhuginn og eftlrtektin að aidrei brást róður. Andlegt atgjörvi hans var í fyllsta samræmi við dugnað og hæfileika; og með sanni mátti segja, að í brjósti þessa harðdug- Iega sjósóknara slæi liið saklausa og næma barnshjarta, því að ekk- ert mátti hann svo aumt sjá, að hann ekki vildi þar úr bæta, ef hokkur kostur var á, og enda þótt hann tæki á sig persónulega erf- iöleika í sambandi við sína að- stoð; sem dæmi um þetta er, að á fyrri skipstjórnarárum hans, um jólaleytið, var gamall og umkomu- laus sjómaður, sem átti í mikl- um erfiðleikum af völdum „Bakk- 1 usar” þannig á vegi staddur, að fyrir honum lá ekki annað en að leita á náðir samfélagsins. Þenn- an mann tók.hann til sín, þótt mannval væri nóg og hafði hann I hjá sér, bæði á skipi og á heimili, meðan hann rétti við; þarna var unnið mannkærleiksverk og þrek- virki einnig. Eg kynntist Angantý mjög ná- ið, þegar hann var skipstjóri með skip mitt, „Pétur Sigurðsson,” og hafði ég mikið yndi af að ræða við liann um sjó og sjómennsku fyrr og siðar. Tryggð hans og ráðhollusta var slík, að ég fann að ég hafði öðlazt góðan vin, þar sem hann var. Árið 1941, hinn 5. desember, kvæntist Angantýr Arínu Ibsen. Hjónaband þeirra var mjög ást- úðlegt og með afbrigðum farsælt. Eiginkonan var dóttir sjómanns og átti því auðvelt með að skilja starf manns síns, enda honum sam- hent í dugnaði og stjómsemi; allt sem viðkom heimilishaldinu var til fyrirmyndar. , Gestrisni og alúð þeirra hjóna var á þann veg, að orð fór af. Þau hjónin eignuðust níu börn og eru sex þeirra á lífi, mannkostabörn, vel af guði gefin. Ennfremur hafa þau alið upp eina bróðurdóttur Angantýs. Með fráfalli Angantýs, er fallinn í valinn einn af harðduglegustu og aflasælustu skipstjórum fiski- flotanSj og munu þau verðmæti seint verða framtalin, sem hann hefur aflað þjóð sinni og fóstur- jörð. bví að enn er það svo, að aflasælir skipstjórnarmenn eru meðal sterkustu máttarstólpa þjóð- félagsins. Hér var á ferðinni skip- stjóri og sjómaður í orðsins fyllstu merkingu. Um leið og ég kveð þig, góði vinur og félagi, er þú sigldir yfh’ landamærin miklu, þar sem við' höfnum seinna öll, þakka ég þér fyrir samleiðina, er við áttum, og fyrir gagnkvæman trúnað og trapst. Ennfremur fylgir hér kveðja frá syni mínum, sem var skiDverii þinn, og mat þig sem fyrii-mynd skipstjóra. Eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum sendum við hjónin og börn okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau £ sorg sinni. Sigurður Pétursson. ínter sigraði Framh. af bls. 11. brjótast í gegn um vörn ítalanna, Bcm var mjög sterk. Þegar 16 mín. voru liðnar af síðari hálfleik skor- aði Milani með hörkuskoti af 20 m. færi. Níu minútum síðar minnk ar Rcal muninn, er Felo skorar. Roal sækir ákaft, en tekst ekki að liafna og þegar þriðja mark Inter ikom, var eins og Spánverjarnir gæfust upp. Um 1000 austurrískir Xögreglumenn voru á verði við leik vanginn til að koma í veg fyrir ó- tíirðir. Pússningarsandur Heimkeyrður pússningasandur og vikursanduv, sigtaðixr eða ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda. 8ANDSALAN við EIHðavog s.f. Sími 41920. VEIÐIFERÐ TIL GRÆNLANDS FERDASKRIFSTOFAN SUNNA hefur tekið á leigu eina af miili- landaflugvélum Flugfélags íslands í tveggja daga veiði og kynnings- ferð til Grænlands um aðra helgi, 6. og 7. júní. Flogið verður héð- an klukkan sjö á laugardagsmorg un og farið vestur yfir megiqjök- ul Grænlands og lent eftir um það bil fjögurra stunda flug á flug vellinum við Eiríksfjörð á Yestur strönd Grænlands. Þar verður búið á hóteli dönsku Grænlandsverzlunarinnar. Þarna við Eiríksfjörð eru tvær frægar lax og si.ungsveiðiár og hefir ver ir aflað veiðdeyfa fyrir alla þátt- takendur að vild þar í ánum, en um þetta leyti árs er fiskigengd hvað mest í úrnar á vesturströnd Grænlands. Þcir sem ekki óska að eyða öll um tímanum við lax og silungs- veiðar eiga þess kost að fara með bát til hinna fomu íslendinga- byggða, að Bröttuhlíð þar sem Eiríkur Rauði bjó handan fjarðar ins og viðar þar um byggðirnar, m.a. til Garða. Auk þess gefst tækifæri til að ganga á fjöll og jökul en landslag er rómað fyrir náttúrufegurð á þessum slóðum og hrikaleg hin ósnerta náttúra, Grænlands. í fyrra var danskur ferðamanna hópur við veiðar í ánum við Eiríks fjörð og kom heim með 1800 fiska eftir tvo daga. Með þessari stuttu Grænlands ferð gefst fólki kostur á að héim sa^kja Grænland, kynnast ■ þar hinni stórbrotnu og fögru náttúvu skoða fomar byggðir íslcndinga g veiða í lax og silungsám. DÆMDAR BÆTUR VEGNA SLYSS HJÁ VEGAGERÐ Reykjavík 27. maí — NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í skaðabótamáli, sem einn starfsmaður vegagerðar innar höfðaði vegna meiðsla, sem liann lilaut við vinnu sína í áhalda húsi vegagrerðarinnar í janúar 1961. Féll dómur í Hæstarétti þannig, iað manninum voru dæmd ar bætur þannig að hann varð sjálfur að bera Vz af tjóninu en hitt ríkissjóður. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og vildu láta manninn bera lielming tjónsins sjálfan. Málavextir voru þeir að maður- inn, sem er lærður járnsmiður, var búinn að vera £ um eitt ár, sem ’ærlingur i bifvélavirkjun £ á- haldahúsi vegagerðarinnar. í jan úar 1961 var hann svo að vinna við viðgerð á Ijósvél, sem vega- gerðin áft.i. Var hann að stilla maenetu" vélarinnar þegar skrúf ’vkillinn. sem hann var að skrúfa með. rann af boltanum og lenti maðurinn þá með vinstri hend- 'na í viftu vélarinnar og sködduð "st þrír fingur handarinnar tölu- vert, en vélin var i gangi á með- an á stiiiingunni stóð. Skrúfbolti sá, sem maðurinn var að herða.. var miög nálægt vift- "nni os hröngt og erfitt að koma- ast áð lionum. Til var á staðnum örvggishl'f til þess að setia yfir viftuna og var vel mögulegt að stillá ,.magnetuna“ bó lilífin væri á, en ekki hafði verið hirt um að seta hlífina á í umrætt sinn. Maðurinn varð fyrir þó nokkru vinnutani vegna slysins og einnig hlaut hann nokkra örorku. í héraði fór málið svo að tjón- inu var skÍDt þannig að maðurinn skyldi siálfur bera Vs en % skyldu greiðast úr ríkissjóði. Málifl fór síðan fyrir Hæstarétt og varð nlð urstaða hans sú, að maðurinn skyldi sjálfur greiða V6 af tjóninú og ríkissjóður hitt. Voru mannih um dæmdar kr. 108.030 auk vaxta og málskostnaðar. Tveir dómar- anna skiluðu sératkvæði og töldu að skipta ætti tjóni þannig að maðurinn bæri sjálfur helming- inn. Lát Nehrus (Framhald af 3. srðu). stjórnarinnar vegna andláts Nethru en búist er samt við þvi að ríkisstjórnin hafi sig i að senda opinberan samhryggðarboðskap til Indlands. í Stokkhólmi sagði Erlander for sætisráðherra, að Nehru hafði ver ið einn þeirra manna, er sett hefðu mark sitt á nútímann. Hans mikla áhugamál hefði verið frið- ur og gagnkvæmur skilningur bjóða í milli. Danski forsætisráð- herrann Jens Otto Kragh sagði, að ekki aðeins Indland heldur heim urinn allur hefði misst einn sinn fremsta sHórnvih'ing. í New York lagði U Thant framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna áherzlu á á- hrif Nehru til friðar og skilnings milli bióða heims. Ennfremur benti hann á hið mikla fi’amlag hans til SÞ og starf hans við a'ð koma hugsjónum SÞ í fram- kvæmd. NÝLEGA var gengið frá sám komulagi í Osló milli íslands oe' Júgóslavíu um gagnkvæmt afnám vegabréfaáritana fyrir íslenzkt og júgóslavneskt ferðafólk, sem ferð ast milli landanna og velja þar í allt að 3 mánuði. Samkomulag þetta gengur í gildi hinn 1. júlí 1964. Vinningar fyrir Vi milljón ENGAR áhyggjur! Engin end- urnýjun! í Happdrætti Alþýðu- blaðsins gifdir hver miði í báð- um dráttunum 20. júní og 23. des. Aðalumboðið er í Alþýðu- húsinu og' símarnir eru 15020 og 16724. Látið ekki HAB úr hendi sleppa. 4 28. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.