Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 10
Warrennefndin... (Framhald af 5. síSu). hægt að skýra það, að hægt var að myrða Osivald í hönd- um lögreglunnar. Niðurstaða: Ekkert bendir til að neitt sé hæft í þessu. Það að Oswald mætti Tippit lög- reglumanni, sem hann drap, og’ það, að Ruby skyldi hafa myrt Oswald, var ekki hluti skipu- lagðrar ráðagerðar. ★ STAÐREYNDIR OG KENNINGAR. Þá niðurstöðu mun verða að finna í skýrslu nefndarinnar, NÆTURVINNA ASstoSarmaður óskast PRENTSMIÐJA ALÞÝÐUBLAÐSINS Sími 14905. Íslandsmótió - Laugardafsvöllur fimmtudag 'kl. 20.30. FRAM - ÍA Mótanefnd. NÝTT! í plast- brúsum. Fæst í hverri búð að Oswald hafi ekki verið í andlegu jafnvægi. Ekki er bú- izt við, að nefndin tilnefni ein- hverja eina ástæðu fyrir því að verknaðurinn var framinn, heldur er búizt við að niður- staða hennar verði almenns eðlis. Ein þeirra kenninga, sem fram munu koma er sú, að Os- waid hafi hatað öll yfirvöld og verið ' Kennedy sérstaklega reiður vegna stefnu forsetans gagnvart Kúbu. Þá er búizt við að ýmjs- legt verði að finna í skýrslunni um þær ráðstafanir, sem gerð ar voru til að vemda líf for- setans, og hvernig megi bæta þær ráðstafanir. Hlutverk Ieyn.þjónustunnar og ríkislög- reglunnar verða rædd ýtariega. Hér er um viðkvæm svið að ræða, og mun ekki allt koma fram í skýrsmnni, sem viðvíkur leyniþjónustunni og ríkislög- reglunni. Það voru meðal ann- árs þau atriði, sem Warren átti v.ð, er hann sagði, að verið gæti að ekki yrði allt látið upp- skátt næsta mannsaldur eða svo, af ótta við að stefna ör- yggi Bandaríkjanna í hættu. Skýrsla Warren nefndarinnar verður eitt lengsta stjórnar- plagg, sem gefið hefur verið- út. Þar verður að finna vitnis burði 400 manna, vitnisburði þeirra, sem næstir voru for- setanum, skýrslur skotfæra- sérfræðinga, iækna og sálfræð inga, sem komið hafa við sögu við rannsókn málsins. Búizt er við að 500 blaðsíðna yfirlit muni fylgja skýrslunni. Að baki þessari rannsókn, sem bæði hefur farið fram í Evrópu Suður-Ameríku óg Bandaríkjunum, er sá vilji Johnsons Bandarikjaforseta að allar staðreyndir málsins verði skráðar sem fyrst og sem ýtar legast. Reynzlan hefur sýnt, að er fram líða stundir, breyta vitni oft framburðum sínum og skapa þannig vafa. Johnson vill að allar staðreyndir verði eið- svarðar og komist á prent. ★ KENNINGAR í ÖDRUM LÖNDUM. Sú er líka ástæðan fyrir þess ari rannsókn, að opinberir að- ilar hafa gert sér ljóst, að marg ir, sérstaklega erlendis, eru þeirrar skoðunar að fleiri hafi verið í vitorði með Oswald. í Frakklandi hafa skoðanakann- anir gefið til kynna að 75-80% íbúanna kunni að lialda að hér hafi verið um samsæri að ræða. Nefndarmenn vona, að skýrsl an muni sannfæra þá sem háfa efazt, en þeir taka jafnframt fram að sum atriði muni aldrei verða upplýst þar sem Oswald einn heði getað greint frá þeim. Ragnar A. Magnússon Eyjólfur K. Siguriónsson Löggiltir endurskoðendur NEHRU (Framhald af S. síðu). stefna stjórnarinnar að stofna og reka ný fyrirtæki, en horfið var frá því ráði, að þjóðnýta fyrirtæki, sem þegar voru starfandi. Mark- mið Nehrus á þessum árum var að hækka lífsstaðalinn með iðnvæð- ingu og ráða þannig bót á atvinnu leysinu. Hann háði harða baráttu gegn verðbólgu, en ekki alltaf með góðum árangri. Einnig reyndi hann að útrýma trúarhleypidóm- um, en ekki reyndist auðvelt að ná verulegum árangri á þessu sviði fyrst í stað. Það sem éinkenndi stefnu Neh- ru í utanríkismálum á árunum eft- ir að Indland öðlaðist sjálfstæði var hlutleysisstefnan og óbeit hans á því að fylgja valdablökk- um að málum. Sjálfur kallaði hann þessa stefnu þróttmikið hlut- Ieysi. Margir voru liins vegar þeirrar skoðunar, að Nheru hefði oftar tekið svari Sovétríkjanna í kalda stríðinu. Á Vesturlöndum var hann eink- um gagnrýndur fyrir það, að hann tók ekki afstöðu gegn Rússum þegar þeir bældu niður ung- versku byltinguna 1956, en for- dæmdi hins vegar órás Breta á Egyptaland sama ár. Þótt mót- sagnarkennt sé, barðist Nehru hat rammri baráttu gegn indverskum kommúnistum, sem hann taldi ógna lýðræðinu á Indlandi. Erfiðleikar þeir, sem Nehru fékk við að glíma í innanríkismálum, komu á margan hátt í ljós í sam- skiptunum .við erlend ríki. Þegar Kínverska alþýðulýðv. tók upp utanríkisstefnu, sem leiddi til á- rásanna á norðurlandamærum Indlands í hitteðfyrra, vissu þeir mæta vel, að Indland var fullt af andstæðum og að kommúnistar kynnu að verða valdamiklir aðilar í landinu. Með fráfalli Nehrus hefur ind- verska þjóðin misst sameiningar- tákn, sem að miklu leyti tókst að brúa andstæðurnar. (NTB). Skoðum og stillum bílana Fljótt og vel. BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32. Sími 13-100. RYÐVÖRíT Grenasveg 18, símJ 1-99-48 Ryðverjum bíiana með Tectyl. GUNNAR Framhald úr opnu. stíl, til skreytinga utan liúss og innan, en það rgyndist ógjöming- ur þar sem vinnan var svo gífur- leg við að höggva steinana til. Hér- lendis vantar samvinnu iðnaðar- manna og listamanna í þessum efnum sem öðrum. Þeir í Mexikó hafa kunnað að notfæra sér slíka samvinnu, eins og sjá má á hin- um miklu veggskreytingum þeirra og þá ekki sízt mosaikveggskreyt- ingum. — Svo að við víkjum aftur að bókaskrevtingunum. Hvað kom til að erlend forlög íengu þig til að myndskreyta bækur sfnar? — Eg bvzt við, að myndirnar sem fylgdu Fjallkirkjunni á sinum tima hafi orðið þess valdandi að erlend bókaforlög íehgju mig til að teikna. og svo hefúf þetta leitt hvað af öðru. — Hvernig finnst þér myndlist- armálum islenzku þjóðarinnar kornið f dag? — Þessari spurníngu er erfitt að svara, en ég er viss' um að hér á landi er áhugi fyrir listum mun meiri og almennari en annars staðar. Þetta sannar meðal ann- ars sú. aðsókn sem er að mynd- listarsýningum og mun meira er um að ungt fólk skoði og kaupi listaverk. Sennilega er hvergi betra fyrir listamenn að vera, en einmitt á íslandi. ★ Við þökkum Gunnari samtalið og óskum honum tíl hamingju með daginn og vonumst eft.ir sýn- ingu frá hans hendi scm fyrst. lö 28. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.