Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 16
IWWWWWWWWWWWlWWMMWWaWMMMWWWMWWMWWWWWWWWW BJÖRN TH. BJÖRNSSON lenzka myndlist á 19. og 20. öld, en gefa síðan ASÍ upplag bókarinnar, 5000 eintök, í því skyni, að það léti síðan and- virði seldra eintaka renna til byggingar listasafns. Nú væri útgáfa verksins svo vel á veg komin, að fyrra bindi þess væri út komið. Upphaflega hefði verkið aðeins átt að vera eitt bindi, en brátt liefði komið í ljós, að þar með yrði því skor- inn of þröngur stakkur. Hefði því verið ákveðið að hafa það í tveimur bindum. Yrði ekki ann- að sagt en Ragnar Jónsson liefði staðið stórmannlega við heit sín. Fleiri hefðu þó komið þar nærri, þó að Ragnar hefði borið hita og þunga verksins. Bæri það vott um mikla fórn- fýsi í sögu íslenzkrar bókagerð- ar, ap í prentsm. liefði ver- ið unnið að verkinu í ólaunaðri eftirvinnu, og prentmyndagerð- in gefið sína vinnu. Væri engin ástæða til að láta þessar stað- reyndir liggja í láginni. Hann kvaðst ekki ætla að gera sjálfa bókina að umræðu- efni, enda væri liöfundurinn viðstaddur, en Tómas kvaðst sánnfærður um, að íslenzkum bókmenntum hefði bætzt mjög gott rit, sem fyllti stóra eyðu í íslenzkri menningarsögu. Að lokum bar hann fram þá ósk, að gjöfin mætti ná þeim tvíþætta tilgangi sínum að hjálpa ASÍ að koma listinni á framfæri við fólkið í landinu og hjálpa al- menningi til að gera hana að lif andi staðreynd og aflvaka í Framhald á 13. síðu. MYNDLISIARBOK RAGNARS IHENT ALÞÝÐUSAMBANDINU VAR AF- ÍGÆR Reykjavík, 27. inaí - HP í DAG afhenti Tómas Guð'- mundsson, skáld, Alþýðusam- bandi íslands að gjöf 5000 ein- tök af bókinni „íslenzk mynd- list á 19. og 20. öld” eftir Björn Th. Björnsson, listfræðing, en gjöfina gefur Ragnar Jónsson, forstjóri, Alþýðusambandinu í því skyni, að það sjái síðan um sölu hennar og láti andvirði seldra eintaka renna til bygg- ingar listasafns, þar sem geymt verði Listasafn ASÍ, sem að stofni til er safn málverka eftir marga fremstu listamenn þjóð- arinnar, sem Ragnar Jónsson gaf „heildarsamtökum ís- lenzkra erfiðismanna” með bréfi þann 17. júní 1961. Tóm- as afhenti gjöfina fyrir hönd Ragnars, en Hannibai Valdi- marsson, forseti ASÍ, veitti henni viðtöku, Á fundi, sem haldinn var i dag í fundarsal miðstjórnar ASÍ á Laugavegi 18, að við- stöddum fulltrúum gefanda og Listasafns ASÍ, höfundi bók- arinnar og fréttamönnum, bauð ■Hannibal Valdimarsson gesti velkomna og gaf Tómasi Guð- mundssyni orðið. Tómas kvað það hafa atvikazt svo, þegar Ragnar Jónsson gaf Alþýðusam bandinu listaverkin, sem nú eru í safni þess, að hann hefði haft heiðurinn af að koma þeirri gjöf á framfæri. Ragnar hafði þá þegar liug á að fylgja gjöfinni eftir með einhverjum. hætti, og varð það úr, að hann ákvað að efna til rits um ís- i Gunnlaugur Blöndal: Málarinn óg stúlka við myndtrön- : urnar, 1929. Listasafn íslands. HMM MEIDDUST AtVARLEGA ISLVSIVID SKlÐASKÁLAN N Reýkjavík, 27. maí, ÁG FJÖRIR ungir menn, tveir þeirra ^rtikió slasaðir, liggjja nú á sjúkra- •lúsum eftir að bíll, sem þeir voru 4, ienti í árekstri skammt fyrir meðan Skíðaskálann í Hveradöl- um um klukkan 11 í gærkvöldi. I fyrir neðan Skíðaskálann. Þar Ökumgðurinn var sá eini, ,sem voru á ferðinni tveir bílar. Kaizer ekki þurfti á sjúkrahús. Hann R-4089 og Volksvvagen X-1465 fi’á handleggsbrotnaði og meiftdist bílaleigu. Var sá síðarnefndi á leið eitthvað í andliti. , austur yfir fjall. Eftir stöðu bíl- Slys þetta varð á beygju rétt! Framhald á 13 síðu. Aíþýðubíaðið kost- ar aðeins kr. 8Ó.00 á mánuði. Gerizt á- skrifendur. Barst 100 þús. krónur að gjöf HEIMILISSJÓÐI taugaveikl- aðra barna barst rétt fyrir hvíta- sunnuna 100 þúsund króna gjöf frá hjónum sem óska að láta nafna sinna ekki getið. Stjórn Heimilis sjóðs þakkar þessa stórmannlegu gjöf. Einnig siðastliðið ár bárust Heimilissjóði margar stórar gjafir og eru nú í sjóði 555 þúsund krónur. Heitir sjóðsstjórn á góð- viljað fólk að leggja saman og fylla milljónina fyrir áramót, en milljón telst nú sú lágmarksupp hæð, að fært sé að byrja bygg- ingu. Dropinn fyllir mælinn. Ef margir leggja fram skerf sinn eft ir efnum og ástæðum, næst mark ið fljótt. Sjóður þessi var stofnaður fyrir 3 árum. Forseti íslands staðfesti skipulagsskrá hans 28. febr. 1961. Ríkisendurskoðandi annast endur skoðun sjóðsreikninga. Markmið sjóðsins er að reisa lækningarstöð fyrir taugaveikluð börn, sem þarfn. ast sérfræðilegar meðferðar. Gjaldkeri sióðsins er séra Ingólf ur Ástmarsson biskupsritari. Auk hans eru í sjóðstjórn dr. Matthías Jónasson, form., Jónas B. Jóns- son, fræðslustjóri og Sigurjón Björnsson sálfræðingur. Sjómenn á Akranesi svara Vísisskrifum BLAÐINU barst í gær eftirfar- andi: Sjómenn á Akranesi vilja mótmæia rammagrein í Vísi 23. þ. m. með fyrirsögninni, „Nenna ekki að slíta humarinn”. Þetta er rætin fyrirsögn í garð sjómanna, sem eru ekki reiðubún- ir að láta útgerðarmenn og frysti- húseigendur sem eru sömu aðil- arnir, breyta eftir eigin höfði ráðn ingarkjörum sjómanna frá því sem áður hefur tíðkazt, á þann hátt, að ef humarinn er slitinn um borð, verður að taka fleiri menn á bátana, svo skiptakjörin ver'ða sjómönnum mun óhagstæðari en verið hefur á undanförnum liumar vertíðum, auk þess sem vinnan mundi aukast óhæfilega mikið. Þá segir í greininni, að ekki sé til fólk í frystihúsin til þess að slíta humarinn. Þetta eru algjör ósannindi. Unglingar hæjarins hafa á undanförnum sumrum unn- ið þessa vinnu og bíða nú sem fyrr eftir því að fá að hefja hana og vinna sér eitthvað inn í skóla- fríinu. IFundur í Blaða-1 mannafélaginu | ALMENNUR fundur verð- i I ur haldinn í Blaðamannafé- ; ( lagi íslands næstkomandi (!, miðvikudag klukkan 2,30 í j( Nausti, uppi. Á dagskrá fund (! larins er ,Codex ethicus* kosn í; ing laganefnda, kosning J! pressuballsnefndar og önn- !; ur mál. Biaðamenn eru hvatt (! ir til að mæta vel og stund- <; víslega. 1 j; mVHHVtWHHVHUUMMMV Það er ósmekklegt í meira lagi, að drótta því að sjómönnum, sein sjálfsagt vinna lengstan og erfið- astan vinnudag allra stétta á ís- landi, að þeir nenni ekki að vinna. Það er eindregin ósk sjómanna að margítrekuðum árásum útgerð- armanna og samtaka þeirra á kjör sjómanna megi nú linna, svo betri skilningur og meiri samúð geti tek- izt milli þessara aðila. DRUKKNAÐI I MÓGRÖF Keykjavík, ,27. maí, ÁG. i ALDRAÐUR maður, Sigurjóa Ólafsson drnkknaði í morgun í mógröf í svokallaðri Elliðakots- mýri í landi Elliðakots í Mosfells sveit. Sigurjén var 65 ára gamall og átti heirna að Elliðavatni. Hann hefur lengi starfað hjá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur sem eftirlits maður í Heiðmörk. Sigurjón fór að heiman frá sér klukkan sex í morgun. Þegar hann var ekki kominn á vinnustað á venjulegum tíma var búizt við að hann hefði farið að líta eftir hest- um, s.em voru í girðingu í Elliða- kotsmýri. Síðar var farið að undr ast um hann og leit hafin. Leituðu bæði aðstendur Sigurjöns og urigl ingar, sem hjá honum unnu. BílL Sigurjóns fannst við áf- leggjarann að Elliðakoti, og síðan lík lians í mógröf þar skammt frá.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.