Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 13
FLUGFERÐIR Flugáætlun Loftleiða Fimmtudagur: Flugvél Loftleiða er væntanleg frá NY kl. 07,30. Fer til Luxemborgar kl. 09,00. Kemur til baka fráLuxemborg kl. 24,00. Fer til NY ki. 01.30. Önnur vél væntanleg frá NY kl. 09,00. Fer til Glasgow og Amsterdam kl. 11.00. Flugfélag íslands. MillilandaflugvéLn Skýfaxi fer til Glasgow og K.hafnar kl. 8.00 í dag. Vélin er væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 23,00 í kvöld. MiUilandaf.ugvélin Skýfaxi fer til London í fyrramálið ki. 10.00 í dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (3 ferðir), ísafjarðar, Vest mannaeyja (2 ferðir), Kópaskers, Fórshafnar og Eg.lsstaða. — Á morgun er áætlað að fljúga 'til; Akureyrar (3 ferðir), Egi.sstaða, Vestmannaeyja (2 ferðir), Sauð- árkróks, Húsavíkur, ísafjarðar, Fagurhólsmýrar og Hornafjarðar. SKIPAFRÉTTIR Hafskip. Laxá fór frá Rotterdam 27- 5 tii Hull og Reykjavíkur Rangá lestar á nox'ður og austurlandshöfn um. Selá fer fra Vescmannaeyjum 28- 5 til Hull og HamDorgar. Effy fór frá Hamborg 20-5 til Seyðis- fjarðar. Axe. öif er væntanlegur til Reykjavíkur 31-5. Tjerehiddes er í Stettin. Skipaútgerð ríkisins. Hekla er í Reykjavík. Esja er í Reykjavík Herjólfur fór frá Reykjávík kl. 21,00 í gær til Hornafjarðar og Vestmannaeyja. Þyrill er á leið til Karlstad. Skjaldbreið er í Reykjavík. Herðubreið er í Reykja vík. Jöklar. Drangajökull kom til Reykjavíkur i gær frá Hamborg. Langjökull lestar á Vestfjarða- og Norðurlandshöfnum. Vatnajökull fer frá Rotterdam í dag til Reykja víkur, Eimskipafélag Reykjavíkur Katla er í Cagiiari. Askja er að lesta saltfisk í Faxaflóahöfnum. Elfiangrunargler Framleitt etnungis úr úrvill trleri. — S ára ábyrgð. Pantið tinianleea KorkiíSiafi h.f. Myndlistarbók Frh. af 16 síðu. lífi sínu. Því aðeins fengi ís- lenzk menning staðizt, að hún ætti jafnan bakhjall í sál og samvizku þjóðarinnar alli*ar. Síðan afhenti hann Hannibal Valdimarssyni eintak af bók- inni og tiJkynnti, að þar með væri upplag bókarinnar Alþýðu sambandi íslands tiltækt til ráð- stöfunar. Hannibal hóf mál sitt á því að þakka Tómasi komuna. 17. júní 1961 hefði Ragnar Jónsson rit- að ASÍ sitt höfðinglega gjafa- bréf. Við opnun sýningar á gjöf inni 1. júlí sama ár liefði hann tilkynnt- Alþýðuasmbandinu, að' hann ætlaði að auðvelda því að* koma upp listasafni og bygg-“ ingu fyrir það með þeim hætti, sem nú væri orðinn öllum kunri" ur, — að fá Björn Th. Björns-" son til að semja rit um íslenzka'’ myndlist og gcfa ASÍ. Nú væri það fyrirheit orðið að veru-:’ leika, þar eð eiúhdi Tómasai*' Guðmundssonar í dag væri að afhenda sambandinu 5000 ein-1* tök af bókinni. í sjálfu sér væi*i það einstætt, að þessi bók skyldi vera komin út með þess- um hætti, en þó væri sú hug- mynd Ragnars einstæðust alls að láta bókina standa undir byggingu listasafns. Sú hug- mynd væri í senn fögur, snjöll og stórbrotin og í ætt við það, sem Ib«e*i kallaði „Kongs- tanke”. Nú væri hins vegar eft- ir að kanna, hvort menningar- áhugi íslenzkrar alþýðu nægði til að láta dráuminn rætast að fullu. Þá prófraun kvaðst liann vona, að islenzk alþýðumenn- ing stæðist með sæmd. Nú yrði senn hafizt handa um að velja listasafninu stað og hefja bygg- ingu húss, sem hæfði þeim listaverkum, sem í þvi ættu að geymast. Óslcaði hann síðan liöfundinum, Birni Th. Björns- syni til hamingju með fyrsta yf- irlitsritið, sem samið hefði ver- ið um islenzka myndlist, en / framhaldsins yrði beðið með eft irvæntingu. Loks bað bann Tómas Guðmundsson að færa Ragnari Jónssyni alúðarþakkir Alþýðusambandsins fyrir þessa höfðrngTegu gjöf, en sambandið gerði sér ljósa þá miklu ábyrgð^ sem nú hvíldi á því: að komá; myndlistinni á framfæri við al- þýðu þessa lands. Björn Th. Björnsson géx-aí síðan grein fyrir verki sínu 1 stórúm dráttum. Fyrra bindið.1 hefst á hugleiðingum hans um I aðdraganda íslenzkrar myncl^ listar allt frá siðaskiptum, og er stiklað á stóru fram umjdcU- mótin 1800. Aðalhluti hókar- innar nær svo yfir tímabiliíi, frá því að Þórarinn B. Þorláks- son, Ásgrímur Jónsson og Eipají. Jónsson halda utan til myndlist arnáms, því að þá verða þátta-. skil í sögu íslenzkpar myndlist- ar. Bókin nær síðan til allra þeirra listamanna, sem ha^ejót ið til sín taka og voru farnir aðr; hafa áhrif með verki sínu fyrir 1930. Annað bindi á svo að jþefj- ast með þeirri kynslóð, sem kemur fram um 1930, en í þeim hópi má m. a. nefna menn eins og Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason, Snorra Arinbjarnar og Jón Engilberts. Síðan tekur bindið yfir tímabil þeirra,-sem upp vaxa á striðsárunum og lýkur með yngstu listamönnun- um, sem nú eru starfandi. Björn sagði, að sér dyldist ekki, að bókin væri ekki tæmandi myndlistarsaga. Þess vegna liefði hann í undirtitli kallað hana „drög að sögulegu yfirliti”. Hann kvað það von sína, að bókin bætti a. m. k. í bráð úr mjög miklum skorti, sem verið hefði á slíku yfirliti. Myndirnar í bókihni munu vera eitthvað á fjórða hundrað, þ. á m. litmyndir af málverkum allflestra, sem um er rætt í bók- inni. Aðspurður um, hvenær vænta mætti síðara bindisins, sagðist liann fyrir sitt leyti stefna að því að Ijúka liandrit- inu fyrir jafnlengd næsta sum- ar, ef allt gengi að óskum. „íslenzk myndlist á 19. og 20. öld” er 260 blaðsíðna bók í stóru broti, mjög smekkleg og falleg á að líta. Hún er prent- uð í Vikingsprenti, en mynda- mótin gerði Prentmót. Kápu og titilsíðu teiknaði Gísli B. Björnsson. Þeir, sem þegar hafa gerzt á- skrifendur alls verksins eða gera það fyrir 1. nóvember n. k„ fá bæði bindin fyrir kr. 1500, þó að verðlag breytist. Verða 1000 eintök tölusett fyrir áskrifendur. Verð fyrra bindis- ins verður kr. 750 til áskrif- enda, en 'bókhlöðuverð rúmar 900 lcr. Verð síðara bindis verð- ur svipað, en það verður að iík- indum nokkru stærra en hið fyrra. Bókina er hægt að fá bæði í striga- og skinnbandi. Nehru látinn (Framliald af 1. síðu). Þegar það vitnaðist í morgun, að Nehru væri alvarlega véikur yfirgaf fólk vinnustaði sína og flykktist út á göturnar til að ræða tíðindin. í allan morgun streymdi þögull mannfjöldi til forsætisráðlierrabústaðarins. — Indverska útvarpið aflýsti aug- lýstum dagskráratriðum og flutti alvarlega tónlist í stað- inn. Systir Nehrus, frú Vijaya Lakshmi Pandit, kom með flug vél frá Bombay til Nýju Delhi í kvöld. Hún kom til forsætisráð- herrabústaðarins meðan þús- undir syrgjenda gengu fram hjá hinum látna. Hún settist grát- andi við lík bróður síns. Nanda tekur við Framhald af síðu 5. all og er þekktur fyrir góða hæfi- leika sína til að miðla málum. Landvamaráðherra Indlands, Y. B. Chavan, sem oft hefur verið nefndur sem hugsanlegur eftir- maður Nelirus, hætti í dag viðræð um í Washington um bandaríska hemaðaraðstoð og hélt til Nýju Delhi. SMURT BRAUÐ Snittur. Opið frá kl. 9—23,30. Vesturgötu 25_Síml 24540. Brauðstofan Sími 16012 Haiuiei á tiormnu. (Framliald af 2. síðu). Þeir, sem voru búnir að kaupa sér tæki sleppa við þetta gjald. Gjald ið á síðan að fara í sjóð til stofn- unar íslenzks sjónvarps, sem vitan lega hlýtur að koma hvað sem menn segja um sjónvarp almennt og sjálft Keflavíkursjónvarpið. Ég j er nefnilega einn af þeim mörgu, j sem er bæði sammála og ósammála hinum 60, sem undir ávarpið fræga rituðu. KUNNUGIR FULLYRÐA, að nú séu sjónvarpstækjaeigendur orðn- ir, að minnsta kosti, þrjú þúsund í Reykjavík og nágrenni og þeim fjölgar með hverjum degi, sem líð ur, það sér maður bezt á því hvað hrífuhausunum f jölgar á húsþökun um og þó æynir þetta á sér því að í nýjustu ! blokkunum og raunar fjölda mörg um öðrum húsum hefur verið kom ið fyrir loftnetum, sem ekki eru sjáanleg og auk þess, er mér sagt, að nú séu farin að flytjast inn tæki, sem ekki þarf að hafa við neinar stengur eða hrífuhausa. TILEFNI ÞESS að ég sendi þér þessar línur er það, að maður, sem er mjög kunnugur í borginni sagði mér, að mjög víða þar sem sjón- varpsstengur eru, sé fólk hætt að þurfa á þeim að halda. Þess vegna -sé nauðsynlegt að stengumar með' hrífuhausunum séu teknar niður hið bráðasta — „enda má það ekki henda okkur, aö stengurnar og hausarnir verði einhverskonar eftirlegukindur. Sj ónvarpsloftnet- in eru til óprýði. Það þarf að efna til lofthreinsunar í Reykjavík." ÍÞRÓTTIR... (Framhald at 11. si3u). Gr. nr. 7: Kastlengdarköst, 5/8 oz. 17.72 g. Ualldór Erlendss meðaltal 91.00 lengsta kast 96.52 1500.0 st. Analíus Hagvaag meðaltal 83.32 lengsta kast 85.38 1231.2 st. Jón Erlendsson meðaltal 78.32 lengsta kast 79.00 1070.8 st. Ilrafn Einarsson meðaltal 63.76 lengsta kast 64.12 662.4 st. Gr. nr. 8: Spinn lengdark. 3/8 oz. (10.63 g.) Halldór Erlendsson meðaltal 80.25 lengsta kast 85.04 15..0. st. Jón Erlendsson meðaltal 75.02 lengsta kast 85.04 1500.0 st. Jón Erlendsson meðaltal 75.02 lengsta kast 79.75 1292.0 st. Analíus Hagvaag meðaltal 74.03 lengsta kast 78.20 1250.4 st. Þorst. Þorsteinss. meðaltal 72.28 lengsta kast 76.37 1183.2 st. (Heimsm.: Fontaine. USA. 88.03 m) Gr. nr. 10. Spinn lengdarköst, 30 gramma: Halldór Erlendss. meðaltal' 129.48 lengsta kast 135.71 1500.0 st. Jón Erlendsson meðaltal 122.53 lengstakast 123,24 13.27,2 st. Analíus Hagvaag meðaltal 120.70 lengsta kast 126.42 1265.6 st. Hrafn Einarsson meðaltal 93.50 lengsta kast 102.72 712.8 st. (Heimsmet: Gregoi*y, USA. 160,31 m., sett í miklum meðvindi) Fimm meiddust (Framhald af 16. síBu). anna eftir áreksturinn hafði Volks wagenbíliinn verið hægra megin á veginum, en framendar bílanna skullu saman. Ökumaður R-4089 bar við yfir heyrslu, aö þegar hann hefði fyrst séð til X-1466 hetði hann verið réttu megin á veginum. Síðan hefði hann iarið yfir á hægri veg arhelming, og skipti það engum togum að bíiarnir rálcust saman. Þá hafði bifreiðastjórmn á R-4089 reynt að hem.a. Ökumaðurinn á X-1466. var rétt indalaus. Heitir hann Jóliann Víg- lundsson, og hcfur áður verið fjall að um liann i fréttum blaðanna. Jóhann kvadst hafa setið á Gilda skálanum í gærkvöldi þegar til hans kom maður, sem hann kann- aðist Við. Vai* hann drukkinn og vildi að Jóhann æki fyrir sig bö, sem hann var með á leigu. Jóhann sagðist hafa orðið við þessu eftir nokkra umhugsun. Síðan smgust þrír ungir menn í hópinn, sem þarna sátu Við næsta borð. Var nú ekið af stað og var ferðinni heitið í Hveragerði. Jóhann kvaðst ekki hafa ekið glannalega, á 60-70 km hraða. Á beygjunni' sagði hann að bíll inn hefði lent í lausamöl, og hefði hann þá beygt jnn á veginn. Hefði hann þá skyndiiega séð bílinn koma á móti, en þá hefði Volks- wagenbíhinn verið á miðjum veg inum. Kvaðst hann þá hafa ætlað að reyna að forða árekstri með því að sveigja aiveg yfir og út fyrir hægri vegarbrún. Þetta tókst þó ekki betur en svo, að næst mundi hann eftir sér þar sem hann sat á steini fyrir utan veginn og var aíltrr aumur og sár. Ökumaðurinn á R-4089 fann ekki til neinna meiðsla eftir árekst ui’iim, en í dag hafði hann þraut ir í öðru hnénu. Eftir áreksturinn reyndi liann eftir beztu getu að hjálpa piltunum út úr Volkswagen bílnum. Þegar hann kom að bíln- um lá Jóhann meðvitundarlaus undir stýrinu og tókst honum að ná honum út. Einhver hinna mim einnig hafa misst meðvitund. Pilt arnir, sem sátu í aftursætinu meiddust mest. Þeir voru allir und ir áhrifum áfengis, og einnig sá sem sat við hlið Jóhanns, en sá hafði bilinn á leigu. Sjálfur mun Jóhann ekki liafa verið undir á- hrifum. Fljótlega dreif þarna að raikinn mannfjölda, og var reynt að hlú að drengjunum. Þegar sjúkrabil- ar komu voru fjórir fluttir á slysa varðstofuna, en leigutakinn varð eftir. Hann var síðar fluttur í sjúkrahús. Einn piltanna er höfuð kúpubrotinn, einn kjálka- og néf- brotinn, einn rifbeinsbrotin og með áverka á brjósti. Jóhann var sá eini, sem ekki þurfti á sjúkra- hús. Báðir bílamir munu að mestu ónýtir. Því má bæta við, að enginn þessara manna var í lífshættu í kvöld. Kaupum hreinar tuskur Prentsmiðja Alþýðublaðsins ALÞÝOUBLAÐIÐ — 28. maí 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.