Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 7
|>1IIIIIIMIUirmillMlllimillli:i I'IIIMMMMIIMIIMIIMMMIIIIMIIIMIMIIMIIMIIUMIIIIMMMMMMMMIIIIMMIMMIMMMMMMIUIMIIIMIIMIMMMIMIIMMIMMMMMIIIIIIMIMMIIMMMMIMIMMMMMMIMMIMMMMMMMMMIIMMIMIIMIMMMMMMI •IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMW 1 Skömmu eftir að forseti Bandaríkjanna, John F. Kenn- edy var myrtur, skipaði eftir- maður hans, Lyndon B. John- son nefnd til að kanna tiidrög morðsins svo rækilega, sem framast væri unnt. Forseti nefndarinnar var skipaður Earl Warren forseti hæstarétt- ar Bandaríkjanna. Búizt er við, að nefndin muni ski,a áliti sínu í næsta mánuði. Bandaríska vikuritið U. S. News and World Beport birti fyrir nokkru grein, þar sem taldar eru upp þær niður- stöður, sem blaðið segir að verði að finna í áliti nefndar- innar. Grein biaðsins fer hér á "eítír í lauslegri þýðingu. Eftir mjög umfangsmiklar rannsóknir og vitnaie,ðslur, ;sem staðið hafa i sex mánuði, mun Warren nefndin, sem rannsakar tildrögin að morði John F. Kennedys Bandaríkja forseta komast að eftirtöldum niðurstöðum: . .AJar líkur benda til, að Lee Harvey Oswald hafi einn og án aðstoðar annarra ráðið ■ forsetanum bana. Emnig benda likur til að Oswald hafi ekki verið í andlegu jafnvægi. ..Ekkert bendir til, að um neins konar „samsæri“ hafi ver ið að ræða livorki meðal ,,vin- stri“ eða „hægri“ afia, né Os- wald hafi átt neinn þátt í slíku. „Samsæriskenningin", sem mjög er útbreidd víða erlendis hefur ekki við minnstu rök að styðjast. Jaek Ruby, sem myrti Oswald gerði það á eigm spýtur. Hann var ekki í neínum tengsiuín við þá sem taldir voru vitorðsmenn í samsæri með Oswald. ..Oswald fékk hvorki hjálp eða hvatningu frá Sovétríkj- unum, Kúbu eða Rauða Kína, né heldur frá andstæðingum eða fylgismönnum kynþátta- jafnréttis og ekki heldur frá „hægn“ eða „vinstri“ sinnuð um hópum. Rannskónarnefndin, undir forsæti Earls Warren forseta bandaríska hæstaréttsarins, , rannsakaði gaumgæfilega alla 1 málavöxtu og kannaði öll rök og tillögur sem ncfndinni bár- ust. Nefndinni til aðstoðar var öll rannsóknarlögregla Banda- ríkjanna. ★ NIÐURSTAÐA RÍKIS- LÖGREGLUNNAR (FBI) J. Edgar Hoover, yfirmaö- ur bandarísku rikislögreglunn- ar FBI, og John McCone, yfir- maður leyniþjónustunnar CIA komu fyrir nefndina 14. maí sl. Hoover sagði fréttamönnum eftir þann fund, að FBI hefði rannsakað aila þræði málsins, einnig þá þræði, sem fram hefðu komið við rannsóknir nefndarinnar. En liann bætti því við, „að ekkert mikilsvert" hefði komið fram síðan FBI gaf út skýrslu sína tveim vikum eftir morð försetans, eða 5. desember. Gert er ráð fýrir því í starfs skrá nefndarinnar, að hún gefi skýrslii sína út fyrir lok júní- mánaðar. Hluta skýrslunnár verður várið til að telja upp og svara ýmsum ásökunum, sefti fram hafa kómið í bókum blaða greinum og fyrirlestrum, þar sem talið er að um einhvers* konar samsæri hafi verið að, ræða. Sýnt verður fram á að allar þessar ásakanir erujneð öllu til hæfulausar, að því er embætt- ismenn fullyrða. í skýrslu sinni mun nefndin taka ýmsar útbreiddár sögusagnir ög gera þeim eftirfarandi skil: Orðrómur: Hér var um að ræða samsæri kommúnista og var Oswald fenginn til að drýgja morðið. Niðurstaða: Oswald hefur ját að vera marxisti og stuðnin- ingsmaður kommúnistaistjórn- ar Castró á Kúbu. Ekkert hef- ur komið fram í öllum stað- reyndum málsins, sem sýni að erlent land eða stjórnmála- hreyfing hafi veitt aðstoð við árásina cða vitað um hana fyr- irfram. Þótt sovézkir embættismenn hafi ekki viljað leyfa starfs- mönnum nefndarinnar að fara til Sovétríkjanna, voru Banda- ríkjastjórn afhentar tvær skjala möppur með upplýsingum um feril Oswalds í Sovétríkjunum. Rannsóknarmenn nefndarinn- ar fundu hvergi í eftirtöldum Borgum: Miami, Dallas, Ncw Orleans, New York og Mexico City, nein merki þess að Os- wald væri við samsæri riðinn. Orðrómur: „Hægri manna“ samsæri stutt af olíumilljóna- mæringum í Texas og, sem einnig snertir lögregluna í Dallas, átti einhverja aðild að árásinni. Niðurstaða: Þessi illgirnis- lega ásökun á ekki við nein rök að styðjast. Orðrómur: Staðreyndum var leynt. Bandaríkjastjórn þagg- . aði niður í lögreglunni í Dallas og stakk undan gögnúm, sem sýndu að árásin var á einhvern hátt tengd alþjóðlegu samsæri. Niðurstaða: Það var ekki þaggað niður í lögreglunni í Dallas. Yfirvöld varðveittu ým- is sönnunargögn, þar til Warr en nefndin hóf störf sín. Þessi sönnunargögn varpa skýrara ljósi á Oswald sem einstakling . og á ferðir bæði Oswalds og Rubys á þeim tíma, sem árásin var framin. Þau sönnunargögn breyta engu um meginatriði málsins. - Orðrómur: Skotið var fjórum skotum, en ekki þremur á for- setann. Niðurstaða: Hin opinbera krufnmg á líki forsetans að kvöldi 22. nóvembers sýndi, að fyrst var skotið í öxl forsetans. Kúla númer tvö hitti Jolin Con ally fylkisstjóra Texas. Þriðja kú:an lenti í höfði forsetans. Fleiri kúlum var ekki skofið. Orðrómur: Það var líka skot ið á forsetann af járnbrautar- brú, þar sem enginn vörður var. Brúin var beint fyrir fram an bíl forsetans. Árásarmenn- irnir hljóta því að hafa verið tveir. Niðm'staða: Árásarmaðurinn var aðeins einn, og hann skaut öllum þxem. kúlunum úr glugga á sjöttu hæð bákageymsluhúss skólayfirvalda í Texas, fyrir aftan bíl forsetans. Sár, Sem var á hálsi forset- ans orsakaðist af broti úr kúl- unni, sem lenti í hnakka hans. Læknarnir á sjúkrahúsinu í Dallas töldu fyrst að sárið á hálsinum væri eftir kúlu, sem hefði farið þar inn, og hefði sú Þessi mynd var tekin sekúndubroti eftir að Kennedy forseti var skotinn, og hefur henni verið lýst sem „umdeildustu Ijósmynd þessa áratugs" í bandaríska stórblaðinu New York Herald Tribune. — Á myndinni á að' sjást, að Kennedy grípur um háls sér og fellur fram. í bakgrunni myndarinnar sést einnig maður, sem líh ist mjög LeeMarvey Oswald. Hann stendur í dyrum bókagleymslu- hússins. Margir hafa haldið því fram, að þar af leiðandi gæti Oswald ekki verið sá, sem skaut úr glugganum á sjöttu hæð. Bandariska ríkislögreglan hefur fært sönnur á, að þessi maður sé ekki Oswald. Ríkislögreglan veit hver maðurinn er og hefur yfirheyrt hann ítarlega. kúla því hlotið að koma úr byssu fyrir framan bílmn. Þess ir læknar rannsökuðu iík for- setans aldrei nákvæmlega. Með an forsetinn var í höndum þeirra einbeittu þeir sér að því að endurvekja andardrátt- inn. Búizt er við að í skýrslu nefndarinnar verði ' að finna krufningarskýrslu. Brot úr kúlu lenti einnig í framrúðunni á bíl forsetans. Tveir blaðamenn sáu gatið eft ir kúlubrotið, en þeim var ekki leyft að skoða það ná- kvæmleg. Skrif þeirra um þetta urðu síðan grundvöllur þeirra kenninga, að einu skoti hefði verið skotið frá járnbraut arbrúnni fyrir framan bílinn. Orðrómur: Jack Ruby myrti Oswald til.að koma í veg fyrir að hann leysti frá skjóðunni. Niðurstaða: Þetta styðst cklci við neinar staðreyndir. Þótt ýmislegt hafi virzt benda til sambands milli Ruby og Os walds, er ekkert, sem sannar að um slíkt hafi verið að ræða. Orðrómur: Einhver í Dállas vildi, að komið yrði í veg fyr- ir, að Oswald leysti frá skjóð- unni. Á þann liátt einan er Framhald á srðu 10. Hiiiiiiiiifiltnlilitniiiiiitiiiiiiiniiiiiiiiiitiiifiiiiiiiiiiiniiitiiiiiimniiiiiiiinnriiiniiiiiiiiiiiininiittiuiiiiiiiiiiitiiiiiiitinlnuiiimi 1111111m11111m111111t.nliiiiiiiiiiiimiitiitiitiimtmiituiiiii|{|iii|uiiiiiiii,iiitniiiMiiiiíliiiil|l|lUMMIiin|lpIIII(l|IMM1ní.II>Itll,l iiiiimit ihii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiii^ ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 28. maí 1964 J i:i!Mll!!3!!!!!M!!:!!i:!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.