Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 2
JSitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður GuSnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — ASsetur: Alþýðuhúsið við Mverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins. — Áskriftargjald kr. 80.00. — X lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Krafa um bætta bjónústu ÍBÚAR Reykjavíkurborgar búa nú ivið verri verzlunarþjónustu en verið hefur um árabil. Er svo komið, að ómögulegt er að fá keyptar algengar mat- eða hreinlætisvörur að tovöldi til, en hins veg- ar auðyelt að nálgast tóbak, gosdrykkií og sælgæti. Til þess að gegna verzlunarerindum eftir venju- legan lotounartíma verður fól'k að norpa fyrir utan söluop í misjöfnum veðrum. Hér hefur orðið á mikil breyting til ihins verra fyrir neytendur, sem eiga kröfu á fullkomnari þjón ustu en nu er kostur. Óskar Haligrímsson, fulltrúi Alþýðuflokksins :í borgarstjórn, hefur iagt á það áherzlu, að þessi mál verði á ný tekin til endurskoðunar, og þjón- ustu við neytendur komið í sama ihorf og áður var. Meirihluti borgarstjórnar ætti ivissuiega að athuga sinn gang 'betur í þessu máli, því hið nýja fyrir- komulag er mjög óvinsælt meðai alls þorra fólks i borgihni. Störf AJþingis TIMINN fullyrðir í forystugrein í gær, að það Alþingi, sem nýlega iauk störfum, hafi „ekki af- greitt nein meiriháttar stórmái“. Þó játar blaðið, að þingið hafi afgreitt „fáein mál, sem horfðu til nokkurra bóta“, eins og komizt er að orði og til- nefnir þar aukin framlög til vegamála og aukna aðstoð við litlu búin. Nú værí ekkiJ úr ivegi að líta nánar á noikkur mál, sem Alþingi afgreiddi í vetur, og Framsókn- armenn flokka líklega sem smámál. Almannatryggingar hafa verið hækkaðar um 32,25% meö tveim stjórnarfrumvörpum. Fram- sóknarmenn hafa aldrei iverið sérlega hlynntir al- mannatryggingum og finnst því vafalaust lítið til um þótt' hfeyrisgreiðslur tryggingakerfisins hætoki um nær þriðjung á skemmri tíma en einu ári. Með tveiim stjórnarfrumvörpum hafa verið tryggðar 40—50 milljónir króna á ári til íbúðalána. Gerðar hafa iverið stórfelldar breytiingar á skatta- og útsvarslögum, sem sérstaklega létta sköttum af barnmörgu fjölskyldufólki með meðal- tekjur. Stuðningur við landbúnaðinn hefur verið auk- inn verulega. Þá hafa verið gerðar breytingar á tollalöggjöf til hagsbóta fyrir álmenning, isett hafa verið skipuiagslög, lög um ferðamál, lög um kísil- gúrverksmiðju, lög um breytingu lausaskulda iðn- aðarins í fost lán og loftferðalög. Það er síður svo; að allt sé hér talið, en allt framangreiínt eru að dómi r’ramsóknarmanna „etoki nein meiriháttar stórmál'1, svo viðhöfð séu orðrétt ummaeli Tímans. MJZH Ik HELGIINGVARSSON, yfirlækn ir á Vífilsstöðum ritaði nýlegra í MorgTinblaðið grein um alka- hól og afleiðingar neyzlu þess. Þetta var einhver hin rökfast- asta grein um áfengismálin, sem ég hef lesið. Læknirinn sann- aði mönnum- það, að áfengisneyzla er skaðieg fyrir líkamann og sál- ina, að hún vcrður undirrót tauga veiklunar, geðveiki og fjölda ann- arra sjúkdóma. HANN SANNAÐI það einnig, að áfengisneyzlan er mjög oft sprottin of sjálfslýgi. Hún er blekk ing og skaðvaldur fyrir þann, sem er háður henni og alla sem um- gangast þá. Dæmi þarf ekki að nefna því að þau blasa alls staðar við í einkalífi manna og opinberu lífi. Hann talaði að vísu ekki um + Yfirlæknir lýsir áhrifum áfengisneyziunnar. Mesti skaðvaidur ísiendinga. Kokkteiiarnir og kvennadrykkja. Um hrífuhausa og lofthreinsanir. IIIIIII .'IIIIIITail llIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllAllllllllllllIIIIlllllllSIIIIHll^^B kokkteilseltranir, en hann heldur því -fram, að kokkteilveizlurnar séu undirrót drykjuskapar meðal kvenna. ÞAÐ ER GOTT þegar menn eins og yfirlæknirinn láta til sín heyra um þetta geigvænlega vanda mál. Hann hefur nú áratugum sam an, háð þrotlaust stríð við berkl- ana — þjóðarpiáguna miklu. Fyrir hans atbeina og margra ágætra manna, er nú að vinnast sigur á henni. Holdsveikin, er úr sögunni. i Næst er að snúa sér að öðrum • sjúkdómum — og þar á meðal á- fengisfýsninni, .sem er tvímæla- I laust mesti skaðvaldur íslenzkvs. þjóðarinnar, eyðileggur andlega • og líkamlega heilsu, leggur ham- j ingju hennar í rúst og veldur henni óbætanlegu fjártjóni, REYKVÍKINGUR SKRIFARl I „Nú hefur alþingi samþykkt að taka gjald af hverju sjónvarps- tæki, sem til landsins verður flutt. I Framh. á bls. 13. Ódýr skófatnaður Seljum næstu viku m.a. eftirtaldar skótegundir: Karlmannaskó úr leðri með gúmmí og leðursóla. Vandaðar gerðir fyrir kr. 232,00 og kr. 296,00. Karlmannasandala Verð kr. 118,25 og 209,00. úr leðri og vinil. Vandaðar gerðir. Inniskó (tátiljur) fyrir kvenfólk fyrir kr. 65,00. Mokkasínur fyrir kvenfólk fyrir kr. 110,00. Sléttbotnaðar töfflur fyrir kvenfólk fyrir kr. 98,00. Sléttbotnaöa kvenskó úr leðri fyrir kr. 198,00. Telpnaskó úr leðri, stærðir 27 — 34 fyrir kr. 165,00. Hvítbotnaöa gúmmískó drengja, allar stærðir fyrir kr. 72,00 — 83,00. SKÖBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. 2 28. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.