Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 6
Hákarlafæla Hákarlafæla, sem gengur fyrir rafmagni hefur nýlega gengið í gegnum og staðizt prófraun vest- ur í Bandaríkjunum. Þetta tæki fær orku frá raf- hlöðu og vegur innan við tvö kíló. Því er komið fyrir í vatns- þéttum kassa, en utan á honum eru tveir mjög litlir angar, sem eru í sambandi við tækið. Þegar kveikt er á fælunni, útvarpar hún rafbylgjum út í vatnið. Fælan hef ur áhrif á hákarla, sem hætta sér í innan við 23 metra fjarlægð frá henni. Áhrifin á hákarlinn eru líkust raflosti og svo sterk, að hann flýr í dauðans ofboði með miklum sporðaköstum. Rafbylgj- urnar hafa engin áhrif á aðra fiska eða menn. Uppfinnandi þessa tækis er 37 □ Slanga nokkur olli miklu upp- þoti í Allra heilagra kirkju í Ab- akaliki í Austur-Nigeríu í síðustu viku. Presturinn var í miðri helgiat- höfn þegar honum varð af ein- hverjuw ástæðum litið útundan sér. Þá sá hann hvar heljarmik- il pýþonslanga vatt sig til rétt við fætur hans. Hann tók þegar viðbragð og þaut úr kirkjunni og iauk við bænina á hlaupunum. Á hæla honum kom söfnuðurinn . Enginn fékkst til að stíga fæti í kirkjuna að nýju fyrr en veiði- menn voru búnir að vinna á frið- spillinum. ára gamall dýrafræðingur, sem vinnur við háskólann í Miami í Florida, .Tohn Hicks að nafni. — Honum til aðstoðar var Norman Bean, rafmagnsfræðingur. Tækið byggist á þeirri staðreynd, að taugakerfi sérhverrar fiskategund- ar er móttækilegt fyrir rafmagns áhrif af ákveðinni bylgjulengd. Þegar tækið er stillt á bylgju- lengd þá, sem hákarlataugakerfi er viðkvæmt fyrir, er galdurinn leystur og aðrar skepnur, sem kunna að vera í sjónum vita ekki af bylgjunum. Fyrri tilraunir til að halda há- körlum frá baðströndum hafa ekki verið mjög árangursríkar, efni sem sett hafa verið í vatnið hafa eyðzt á skömmum tíma og há- karladráp með sveðjum eða skot- vounum kailar einungis fleiri há- karla á vettvang. Fyrrnefnt raf- b.vlgjutæki drepur hins vegar ekki hákarlana, heldur hrekur þá aðeins á brott og skýtur þeim svo rækilega skelk í bringu, að þeir hætta naumast á árás fyrst á eft- ir. Sumir hákarlar, sem notaðir voru við tilraunina, smökkuðu ekki matarbita næstu fjóra daga eftir að þeir komust í kynni við tækið. Hákarlafæluna geta bæði sund- menn notað og fest við sig og veiðimenn geta fest hana við net sín, sérstaklega túnfiskaveiðarar, en veiði þeirra er alloft tolluð af hákörlum. Hér gefur á að líta. Myndin er tekin aðallega hárgreiðsl- unnar vegna, en hún var gerð af monsieur Claude fyrir Eliza- beti Arden. Hárgreiðslan er kölluð „Espagnole“, eða „Spánar- síúlkan“. Því miður er oss ekki kunnugt nafn stúlkunnar. Q 28. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Stúlkan heitir Vivien Venture og er átján ára að aldri. Hún hefur lagt fyrir sig kvikmynda- leik og hefur orðið 'allvel ágengt. Hún er suðræn í útliti, enda upprunnin í Suður-Ameríku af spænsk-ensku foreldri. LITSJÖNVARPID 1EVRÖPU Evrópubúar fá brátt að kynnast dásemdum litsjónvarpsins. Ein á- ! kvörðun er þó ótekin. Evrópskir sjónvarpsmenn eru ekki á eitt sáttir um hvort upp skuli tekið það kerfi, sem notað hefur verið í Bandaríkjunum um nokkurt skeið, eða annað þeirra kerfa, sem farið er að gera tilraunir með í Evrópu. Talið er, að unnt verði að hefja | reglulegt litsjónvarp í ársbyrjun | 1967. Sendiráð Bandaríkjanna í Bonn hefur boðið t'l ráðstefnu 150 manna frá Bandaríkjunum og 11 ♦íkjum í Evrópu. Á ráðstefnunni var hluti af fyrirkomul. ameríska kerfisins sýndur, þannig að þeir sem sóttu hana, gátu kynnt sér hvernig það starfar. Ákvörðun um hvort kerfið skuli notað verður væntanlega tekin á fundi í Vín í febrúar að ári á fundi hjá alþjóðlegú útvarpsnefnd inni. Á þeim fundi verða fulltrúar hvaðanæva að úr heiminum, einn- ig Sovétríkjunum. Ef ákvörðun verður aftur slegið á frest, eins og raun varð á á fundi í London í fyrra, hefur Stóra-Brctland lvst því vfir. að það muni taka amer- íska kerfið upp án tillits til hinna Evróuulandanna. Vestur-Þýzka- land mun að öllum líkindum fylgja á eftir. Þegar svo verður komið, verður erfiðara fyrir albióðlegu útvarns- nefndina að taka upp annað kerfi, þar sem talið er mjög óæskilegt að hafa tvenns konar kerfi í notk- un samhliða á meginlandinu. Bandaríkjamenn hafa getað horft á litsjónvarp í fimm ár og þar eru nú í notkun um tvær milljónir litsjónvarpsviðtækja. Hingað til hefur eftirsókn í lit- sjónvarp verið lítil í Vestur-Evr- ópu, íbúarnir hafa keypt tæki af gamla taginu svo gráðugt, að fram leiðendur hafa ekki talið ástæð- ur til að leita nýrra bragða til að auka þénustuna. Upp á síðkastið hefur þó nokk- uð tekið að bera á því, að mark- j aður grásjónvarpsins væri að mett ast og sölufræðingar búast við því, að síðasta verulega söluhrot- an á þeim verði fyrir Qlympíu- leikana í Tókíó í haust. Eftir þá munu framleiðendur vera reiðu- búnir að. bjóða eitthvað nýtt og freistandi — það er litsjónvarp. Talið er, að salan á litsjón- varpstækjum verði ekki áköf til að byrja með, sakir þess, að þau verða mjög dýr fyrst í stað, yfir 30 þúsund krónur stykkið. í Bandaríkjunum er verðið á litsjón varpstækjum komið niður í sem svarar rúmum 16 þúsund krónum. En sérfræðingarnir deila enn þá um hvort kerfið skuli notað. Ameríska kerfið, sem kallað er NTS, hefur verið í notkun alls í meira en tíu ár og meira að segja Rússar hafa tekið það til fyrir- myndar, þótt ekki séu nema fáein þúsund litsjónvarpstækja í Mos- kvu. Fyrir um það bil fimm árum síðan, stuttu eftir valdatöku de Gaulle fóru Frakkar að gera til- raunir með kerfi, sem þeir nefna SECAM, og hafa eytt talsverðum fjármunum í tilraunir með það. Það hefur ýmsa kosti fram yfir hið ameríska, en einnig nokkra agnúa. Þeirra helztur er sá, að tæki af franskri gerð eru illa fallin til að veita viðtöku útsend- ingum á grámyndum. í mörg ár enn munu helztu dagskrár verða sendar út á grámyndum eins og verið hefur. Tiltölulcga mjög fá- ir munu fá sér tvö tæki, eitt fyrir litmyndir og annað fyrir grámynd- ir. Vestur-þýzka fyrirtækið Tele- funken hefur gert tilraunir með enn eitt kerfi, PAL. Ef til vill er helzti kostur þess hinn stjórnmála- legi, það er hugsanleg málamiðl- unarlausn að taka upp það kerfi til þess að Frakkar losni við að taka upp amerískt kerfi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.