Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 5
NEHRUS verður minnzt sem fyrsta leiðtoga hins sjálfstæða indverska ríkis og fremsta for- vígismanns hlutleysisstefnu í Asíu eftir heimsstyrjöldina. Ásamt Mah atma Gandhi átti hann heiðurinn af þvi, að sjálfstæðisbar- átta Indverja, sem háð var undir vígorðinu friðsamlegur mótþrói, var krýnd með sigri. Hann var að- alsmaðurinn, sem reyndi að gera Indland að sósíalistísku velferðar- ríki en harðist af fremsta megni gegn kommúnisma í landi sinu. Hann reyndi að gæta hlutleysis f deilum austurveldanna og vest- urveldanna. Hann reyndi að koma á góðum samskiptum við Kín- verska alþýðulýðveldið, en smám saman komst hann í eindregna andstöðu við Pekingstjórnina vegna landamæradeilunnar í Kas- mír. Jawaharlal Nehru fæddist í All- ahabad 1889 og var af einni fremstu fjölskyldu Indlands. Faðir Iians, Motilal Nehru, var frábær lögfræðingur og vellauðugur. — Hann dáðist lengi vel að öllu því eem brezkt var, en gekk í þjóð- ernishreyfingu Gandhis 1919. 16 ára gamall var Neliru send- ur til Bretlands og lærði hann við iskólana í Harrow og Cambridge, en þar lauk hann prófi í lögfræði. En einnig hafði hann áhuga á bók menntum, heimspeki og stjórn- rnálum og las allt, sem hann háði í um þessi fræði,- Á þessum árum komst hann í náin kynni við brezkar bióðfélaesaðstæður og hugsanavenjur. Einnig komst hann í samband við Fabian-sósíalism- ann svonefnda, sem hann fékk snikinn áhuga á. Nehru var siður en svo róttækur Jþjóðernissinni, þegar hann snéri aftur til Indlands 1912 eftir sjö ára dvöl í Bretlandi. Afstaða lians breyttist hins vegar eftir blóðbað- íð í Amritsar 1919. Blóðbaðið fékk snikið á hann. Fjöldi manna beið foana, þegar brezki hershöfðinginn Dyers skipaði hermönnum sínum að skjóta á mikinn mannfjölda. Upp frá þessu helgaði Nehru bar- íitfunni fyrir þjóðlegu frelsi alla kréfta sína. Kynni Nehrus af fíandhi áttu snikinn þátt í því ,að hann breytt- Ist í róttækan byltingarmann. Á snargan hátt var Gandhi andstæða hans. Gandhi vgr lieitttrúaður Hindúi og andvígur nútíma vis- indum og tækni. Nehru var hins vegar raunsær maður, sem var sannfærður um, að Indland fram tíðarinnar yrði að þróast í ný- tízku iðnaðarríki. Hann trúði á þjóðfélagslegar umbætur og taldi gamlar trúar- legar hugmyndir þránd í götu framfara. Greinilegt var, að hann féllst á friðsamlegan mótþróa Gandhis sem grundvallaratriði þjóðfrelsisbaráttunnar fremur af , pólitískum en trúarlegum og sið- | ferðilegum ástæðum. Þegar Gandlii hóf stjórnmála- ' baráttu sína fyrir alvöru upp úr 1920 gáfu Nehru og faðir hans Nehru. (Teikn. Rafnar Lár) Kongressflokknum mikinn hluta eigna sinna. Árið 1929 varð Nehru formaður flokksins. Hann átti í stöðugum -deilum við Breta og bæði honum og konu hans, Kam- ala, var oft varpað í fangelsi. Alls dvaldist Nehru í 13 ár í fangelsi, og fangelsisvistin var konu hans svo þungbær, að hún dró hana til dauða. Nehru náði sér aldrei eftir missi konu sinnar, sem hann unni heitt. Hann átti alltaf erfitt með að um- gangast fólk. Hann var ekki opin- skár og bærilegur í umgengni, en hann hafði til að bera eiginleika, sem voru traustvekjandi og báru vott um viljafestu og víðsýni. Nehru var eindreginn andstæð- ingur fasisma fyrir heimsstyjöld- ina síðari og á dögum hennar. — Þessi afstaða hans varð m.a. til þess, að hann notfærði sér ekki erfiða aðstöðu Breta á þessum ár- um. En liins vegar hafnaði hann brezku áætluninni um sjálfstæði Indlands, sem lögð var fram árið 1942. Hann vildi ekki standa fyrir ó- hlýðnisaðgerðum, þegar Bretar áttu um líf eða dauða að tefla. Hann sagði, að það væri Indverj- um ekki samboðið. 15. ágúst 1947 hlaut Indland sjálfstæði, en frelsið varð að gjalda dýru verði. Indland varð að láta af hendi stór landssvæði við hið nýja ríki Múhameðstrúar- manna, Pakistan. Þetta urðu upp- tök hræðilegra átaka. Á sex vik- um biðu yfir milljón manna bana í átökum í þjóðflutningunum, sem urðu að eiga sér stað vegna skipt- ingarinnar. Nokkrum mánuðum síðar var Gandhi myrtur af ofstækisfullum Hindúa, og ofstækisfullir andstæð- ingar skiptingarinnar hótuðu Neh- ru sífellt lífláti. Þegar lögum og reglu hafði verið komið á, tókst Nehru að skipuleggja hið nýja Indland. Furstaríkin hurfu í ind- verska sambandsríkið og komið var á mörgum umbótum, sem mið- uðu að því, að afnema öll merki lénsskipulags og gera landið að nútíma ríki, þar sem' allar þjóð- félagsstéttir væru jafnréttháar og konur nytu sömu réttinda og karl- ar. En hann stóð andspænis miklum erfiðleikum og neyddist til að hopa eftir að hafa í fyrstu hafizt handa um að framfylgja allrót- tækri umbótastefnu í þjóðfélags- málum. Smám saman varð það Framhald á 10 síðu. NEHRU. Nanda bráðabir Shastri líklegur eftirmaður Nýju Delhi, 27. maí (NTB - Reuter) GULSARILAL NANDA fyrrum innanrikisráðherra tók við emb- ætti forsætisráðherra Indlands í dag eftir fráfall Nehrus. Nanda mun veita stjórninni forslöðu unz Nehru heilsar Macmillan. þingflokkur Kongressflokksins kemur saman til fundar og kýs eft irmann Nehrus. Nanda, sem er fæddur 1898 og er hagfræðingur að menntun, girnist ekki stöðu eftirmanns Neh-rus. — Nanda gekk í Kongressflokkinn 1921. Innanríkisráðherra hefur hann verið síðan í september í fyrra. Líklegasti eftirmaður Nehrus er Bahadur Shastri, sem er ráðherra án ráðuneytis. Búist er við, að hann verði kjörinn hinn nýi leið- togi Kongressflokksins og að þann taki við forsætisráðherraembætt- inu af Nanda. Shastri er 59 ára og varð fyrst þjóðkunnur á Indlandi 1952 þeg- j ar hann stjórnaði velhcppnaðri kosningabaráftu Kongressflokks- ins. Síðan hefur hann verið sam- göngumálaráðherra, verzlunar- málaráðherra og innanríkisráð- herra. í ágúst í fyrra sagði hann sig úr stjórninni til að helga sig störfum í þágu flokksins. Er Nehru veiktist tók hann aftur sæti í stjórninni og varð ráðherra án ráðuneytis. Upp á síðkastið hefur hann tekið að sér æ fleirií störf forsætisráðherrans. Shastri er af miðstéttafólki konn inn. Hann hefur lítið ferðast er- lcndis og hefur ekki haft mikil af- skipti af utanríkismálum. Ilann hefur tekið virkan þátt í stjórn- málum siðan hann var 17 ára gam- Framh. á bls. 13. Shastri. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 28. maí 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.