Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 8
Myndin að ofan er af Gunnari Gunnarssyni, listmálara, en myndirnar til hægrri af tveim málverka hans. í DAG er Gunnar Gunnarsson, iistmálari, fimmtugur. Eins og flestir vita, er hann son- uv Gunnars rithöfundar Gunn- arssonar, og oftast nefndur Gunn- ar yngri. Þeir feðgar eiga það meðal ann- ars sameiginlegt, að vera hógvær- ir menn og hleypidómalausir, lítt gefnir fyrir að trana sér fram, og allra sízt vilja þeir auglýsa list sína með gaspri og gífuryrðum. Vissulega getur hógværðin orð- ið samtiðarmönnum þeirra til skaða, og víst er, að margir hafa saknað þess, að fá ekki að sjá fleiri myndir eftir Gunnar yngra. En látum nú þessu forspjalli lokið og snúum okkur að efni þessarar opnu, en hún er samtal við afmælisbarnið, sem við vorum svo heppnir að hitta einn daginn í vikunni, er hann var á ferð hér í borginni. ★ — Hvar hófst þú nám í mynd- list, Gunnar? — í Kaupmannahöfn, hjá Karl Larsens malerskole, en þar var ég tvö ár við nám. — Var það góður skóli? — Það má segja að hann væri strangur, en þarna voru nemend- um kennd undirstöðuatriði í mynd- li'st, svo sem uppbygging myndar, meðferð lita og síðast en ekki sízt voru nemendur látnir teikna mikið, en ég tel teiknikunnáttu aðaiundirstöðu fyrir allar tegund- ir myndlistar. í Þá daga var þess krafizt af þéim, sem sýndu myndir sín- ar opinberlega, að þeir kynnu undirstöðuatriðin, svo ekki sé meira sagt. Þá fékk maður skömm í hattinn, ef þeim var í ein- Hverju ábótavant, en nú finnst mér mun slælegar tekið á þeim hlut- um. — Þú telur þig hafa verið hepp- inn með skóla? —- Tvímæialaust, En bezti skól- inn er að skoða söfn og myndir, en til þess fékk ég tækifæri að skólagöngu minrii lokinni, og þá ferðaðist ég um Frakkland, Hol- land og Þýzkaland, en eins og allir vita, eru góð söfn í þessum löridum. Einnig gafst mér kostur á að sjá sýningar frægra lista- manna. — Þú byrjaðir ungur að teikna í dagblöð í Danmörku? — Eg mun hafa verið 10 ára, þegar fyrsta myndin birtist eftir mig í Extrabladet. Það komu m'argir listamenn á heimili for- eldra minna og meðal þeirra var ljóðskáld, sem orti m. a. fyrir dag- blöð. Þetta Ijóðskáld sá hjá mér teikningar og vildi fá að birta þær með kvæðum sínum. Ljóðskáldið birti einnig teikningar eftir mig í ljóðabókum sínum og sem kápu- téikningar. — Svo hefurðu haldið áfram að teikna fyrir blöðin? — Já, ég teiknaði talsvert fyr- ir Kaupmannahafnarblöðin á þess- um árum. Hvenær hélztu svo fyrstu mál- verkasýninguna? — Þegar ég var 18 ára gamall. — Eg hefi séð úrklippur frá þóim tíma. Dómarnir voru góðir. — Við skulum sém minnst tala um það, en þeir voru ekki sem vérstir. .— Þú héfur teiknað í margar bækur? — Síðan ég fluttist til íslands hefi ég myndskreytt 14 bækur, inn- Texti: Ragnar Lár. Myndir: Jóh. Vilberg. lendar og erlendar og þá er með- talin bók, sem ég er að ljúka við að myndskreyta núna, en það er ensk þýðing á íslenzkum þjóðsög- um, en sú bók kemur út hjá Ru- pert Hart — Davis í London í haust. Teikningarnar verða 30 talsins. — Þú munt hafa gert málverk við Aðventu föður þíns? — Já, auk þess sem ég hefi myndskreytt sumar bækur hans með svart-hvítum myndum, gerði ég fimm málverk þar sem efnið var sótt í Aðventu. Það var gert fyrir Ragnar í Smára. Meiningr in var að prenta þær með þýð- ingum á bókinni, eða gera eftir þeim sjálfstæðar eftirprentanir. - — Þú hefur haldið eina mál- verkasýningu hérlendis? — Árið 1950 hélt ég sýningu í Listamannaskálanum, en hefi ekki haldið sýningu síðan. Það gæti lit: ið svo út, að ég hefði málað lítið þennan tíma, fyrst ég hefi ekki sýnt, en sannleikurinn er sá, að mér hefur haldizt illa á málverk- um mfnum. Mörg þeirra eru mál- ið eftir pöntun og önnur hafa selzt fljótlega. Meiningin er, að reyna að halda yfirlitssýningu í haust og rcyna þá að ná saman þessum myndum, sem nú eru tvístraðar um allt land. Þær eru ekki svo fáar, mér telst til að ég hafi málað 12 myndir á ári að meðaltali fyrir utan teikningar og mosaikmyndir. — Hvernig voru dómarnir fyr- ir sýninguna 1950? — Við skulum ekki tala um þá, en vænst þótti mér um að fá það orð að gera rammíslenzkar mynd- ir, en það getur talizt kostulegt, þegar á allt er litið. — Þú fluttir hingað ungur? — Það var árið Í939, að for- eldrar mínir fluttust til landsins og ákvað ég að flytjast með þeim. Við bjuggum fyrstu árin á Skriðu- klaustri í Fljótsdal. — Svo kvæntist þú íslenzkri konu? — Konan mín heitir Signý Sveinsdóttir og er frá Þykkvabæ í Álftaveri. Við eigum þriú börn: Fransizku, Gunnar og Katrínu. — Og þú byggðir hús í Mos- fellssveit? — Já, ég hefi aldrei búið í borg og gæti'ekki hugsað mér það. Við byggðum aPkkur hús uppi í ‘Mos- fellssveit, árið 1950. — Þú minntist á mosaik; hefur þú gert margar slíkar myndir? — Þó nokkuð. Það mun hafa verið fyrir 14 árum síðan, að ég byrjaði að safna að mér íslenzkum steinum og leggja þá í mosaik. — Þessa steina tíndi ég hingað og þangað, til dæmis í vegabrúnum og uppi í hlíðum Esju. íslenzkir steinar hafa mjög fjölbreytt lita- val, og varla minna en málara- kassinn. Mér telst til að litirnir og litbrigðin í steinunum séu milli 40 og 50. En því miður er næst- um ógjörningur áð vinna að svona myndgerð að ráði, til þéss krefst hún of mikillar vinnu. Tií- gangur minn.með þessu í byrjun var sá, að nota mosaik í- stærri Framhald á síðu 10. lllllÍÉll! 8 28. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.