Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 1
SKÓLABLAÐIÐ ÁTTUNDI ÁRQANGUR 1914. | ' Reykjavík, I. apríl. j 4. tbl. ThorkiIHi-sjóðurimi. Auglýsing stjórnarráðsins. 1. í ráði er að verja vöxtunum af gjafasjóði Jóns þor- kelssonar (Thorkillii) til þess að ala upp fátæk börn úr Kjalarnesþingi samkvæmt erfðaskrá gefandans og konungs- úrskurði 5. október 1866. Er svo til ætlast, að byrja í ár með 2 börn, og bæta svo við einu barni árlega, uns þau eru orðin 12 alls. Skilyrði fyrir því, að geta orðið upp- fósturs aðnjótandi af sjóðnum, eru, að börnin séu fullra 6 ára, að börnin séu fædd í hinu forna Kjalarnesþingi, þ. e. Kjósar- og Gullbringusýslu og Reykjavík, og að for- eldrar þeirra séu bláfátæk, eða börnin munaðarlaus. Vottorð hlutaðeigandi sóknarprests og hreppsnefndar verður að fylgja þessu til sönnunar. Umsóknir um, að verða uppfósturs aðnjótandi, verða að vera komnar til stjórnarráðsins fyrir 30. apríi næstkom- andi. Stjórnarráð /slands, 2. febrúar 1914. 2. Samkvæmt konungsúrskurði 5. október 1866 verða á kostnað gjafasjóðs Jóns þorkelssonar (Thorkillii) tekin til uppfósturs frá næstu krossmessu tvö börn úr Kjalarnes- þingi hinu forna. Börnin verða tekin á 6—7 ára aldri, og eiga að alast upp á kostnað sjóðsins að öllu leyti til 18 ára aldurs, verða því þeir, sem uppeldi þeirra hafa á hendi, að veita þeim slíkt líkamlegt uppeldi til matar og fata,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.