Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 10
58 SKÖLABLAÐIÐ Fluttust þau þá um haustið til Hafnarfjarðar, þar hafði Valgerður kent undanfarin ár við baraskólann. Varð Jón skóla- stjóri við skóla þann um haustið. Hélt hann stöðu þeirri þang- að til 1912, að hann var ekki lengur fær um að gegna stöðu sinni vegna heilsuleysis. Jóni Iét kensla mætavel, var hann bæði skemtinn og skýr. Vann hann sér hylli nemenda sinna með blíðu og stillingu. Haustið 1908 keypti hann blaðið Fjallkonuna og stjórnaði henni nokkurn tíma. Lagði hann þá að sér meiri vinnu en hóflegt var, þar sem hann gegndi bæði fullkomnu skólastarfi og ritstjórn blaðsins. Varð hann þá að vaka á nóttum við ritstörf, þegar dagur entist ekld. Vinir hans réðu honum frá að kaupa blaðið, en skoðana- bræður hans í stjórnmálum höfðu betur og náðu fylgi hans. Vini hans óraði fyrir því, að blaðakaupin myndu ekki verða honum til happs. Endirinn varð líka sá, að þegar Jón lét af hendi blaðið aftur, var hann þrotinn að heilsu og félaus orðinn. Veturinn 1910 til 11 veiktist hann af tæringu. Fluttist hann þá á Vífilsstaðahælið og var þar árlangt. Fór hann heim heldur fyr en skyldi og tók þá við störfum. Gekk þá umgangsveiki í kaupstaðnum, og lagði bún hann í rúmið á ný, og náði hann sér aldrei eftir það. Var hann þá fluttur á hælið enn og var þar til dauðadags, 5. jan. þ. á. íslenska þjóðin stendur í óbættri sök við hann eins og alla aðra, sem vinna í sama vingarði og hann vann, vinna að fræðslu upprennandi kynslóðar; hún hefur notið kraftanna og hæfileik anna, skyldurækninnar og árvekninnar, — en goldiö með svelti, sársauka og dauða. Allan þann tima, sem Jón lá sjúkur kostuðu vinir hans og kunningjar hann, fórst þeim stór-drengilega við þau hjón á hörmungatíma þeirra. Jón og Vaigerður eignuðust 4 börn og lifa þrjú þeirra. Jón var gáfaður maður og víðsýnn. Hann var áhugasamur um landsmál. Hugsaði hann mikið og lét sig margt skifta í þjóðfélaginu. Bindindismálinu var hann hfyntur óg kennara-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.