Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 13
SKOLABLAÐID 61 Bækur. Norsk lærerkaiender 1914: 3, árg. J. W. Cappelens Forlag. Kria. Svo heitir nokkurskonar vasabók handa kennurum, sem stjórn styrktarsjóðs kennarafélags Moregs annast um að gefin sé út. Vasabókin kom út í 3. sinn nú um síðastl. nýár. — Fremst ar aimanak á annari blaðsíðu hverrar opnu, en hin síðan er auð, og er hún ætluð til að skrifa á „til minnis“. í þessum árg. (1914) koma næst ýmsar hagfræði- legar töfiur, en meiri hluti þeirra er aðeins um Noreg, en hinar eru fróðlegur samanburður milli annara landa. þá kem- ur ritgerð um norskan albýðukennara, Óla Vig, og fylgir mynd af honum. þá koma smápistlar um skólamálin; meðal þeirra er einn, þar sem talað er um nauðsyn þess, að kenn- araskólarnir taki upp kenslu í ensku eða þýsku. þá eru birt lög kennarafélags Noregs, og ýmiskonar frásagnir um störf þess, starfsmenn og áhugamál. Sömuleiðis er grein um fé- lag sænsku barnakennaranna, og samandregnar upplýsingar um samskonar félög í flestum löndum Evrópu. Næst koma fréttir og frásagnir um það í mentamálunum, sem athygli vekur, hvar sem er, og er einmitt nú að gerast í heiminum umhverfis okkur. Ýmsar hugvekjur og fróðleik má upp úr þeim lestri hafa þá eru upplýsingar um ýms námsskeið fyrir kennara, sem haldin eru bæði á Norðurlöndum og víðar. Auk þess eru ýmsar töflur til minnis, t. d. eðlisþunga hluta, stærð og fólksfjölda landa o. fl. þá eru eyðublöð undir stundaskrár, einkunnir, útlán bóka o. fl. Ennfremur gegnumstungin blöð til úrrifs og margt fl. Kort af Noregi og Kristjaníu er límt inn í bókina. Bókin er rúmar 200 bls. alls í venjulegu vasabókar- broti, en kostar þó aðeins kr. 1,25 í dágóðu bandi, en í vönduðu skinnbandi 2 kr. 25 aur. Eg álít bókina mjög eigulega í alla staði, og eigi spillir það fyrir, að styrktarsjóðurinn nýtur alls ágóða af útgáf- unni.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.