Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ 51 þess má hér telja krafist, að Thorchillii-börnin veröi hvorki látin vera svöng né köld með jafnaði; því það mun ekki tíðkast á góðu sveitaheimilunum. þau mega ekki alast upp við „sult og seyru“. En umfram það er ekkert heimtað að því er líkamlegt uppeldi þeirra snertir. Og um andlegt upp- eldi þeirra er þess eins krafist, að þau fái lögboðna andlega frœðslu. Allir vita, hve sáralítið það er, sem lögboðið er að kenna börnum til 14. árs og önnur andleg fræðsla er ekki lögboðin. það er svo lítið, að mörg „góð sveitaheimili* láta sér að vísu ekki nægja þá andlegu fræðslu handa börn- um sínum. En nú eiga Thorchillii-börnin að vera í fóstri til 18. árs eða þangað til þau eru 18 ára. Margan efnilegan ungling á aldrinum 14—18 ára langar til að ganga í unglingaskóla eða afla sér á annan hátt frekari fræðslu; en Thorchillii- börnin eiga enga heimting á því, ekki þó að unglingaskól- inn væri haldinn á heimili þeirra. Húsbóndinn segist þurfa að halda á þeim til annars í þarfir heimilisins og hann ræð- ur því. Gerum ráð fyrir að ársmeðgjöfin með hverju barni verði 100 kr. Minna er óhugsanlegt að boðið verði. Barnið er tekið 6 ára, og verður þá ómagi í 8 ár, eftir því sem venjulega er talið, þó að mörgum heimilum þyki borga sig að halda 12 — 14 ára unglinga fyrir föt og fæði. En hitt er víst að efnilegir unglingar fá hér kaup á aldrinum 14—18 ára. Minsta kosti mundi engum detta í hug að heimta með- gjöf með unglingi á þeim aldri. En sá sem heldur Thor- chillii-barnið, fær með því 100 kr. þau árin eins og hin, eða samtals 1200 kr. fyrir allan tímann. Væri þá til ofmikils ætlast, þó eitthvað meira væri gert fyrir þessa unglinga en hér er heimtað ? Tek til dæmis að drengjum væri kent eitthvert handvetk og stúlkum eitthvað frekara til handanna en alment gerist? Og væri til ofmikils mælst, þó að þessi börn ættu heimtingu á lítilsháttar meiri bókfræðslu en þeirri, sem fæst farskólum til sveita með 2—3 mánaða kenslu i 4 ár? En

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.