Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 8
56 SKOLABLAÐIÐ um sambandið milli skólanna. Ef það á að geta verið nota- sælt þá verður góð samvinna að takast með skólunum, sam- ræmi að vera í kenslu og sami andi og stefna að ríkja í þeim báðum, en það kynni nú að verða bið á því. En verði sambandið rofið, myndu Norðlingar fara fram á það, að skólinn norðlenski yrði gerður svo úr garði, að menn gætu tekið hér stúdentspróf eins og Guðm. Hannesson hreyfði hér á árunum. Mundi það vekja holla samkepni milli skól- anna, sem með tímanum kynni að bæta þá galla og lækna þau mein, sem nú standa þeim fyrir fullum þrifum. — En út í þá sálma verður eigi farið að sinni. Gagnfratðaskólanuni á Akureyri 15. mars 1914. Stefán Stefánsson. Jön Jónasson var fæddur að Skógum á Felisströud í D.ilasýslu 9. nóvember 1876. Foreldrar hans voru Jónas bóndi Jónsson og Kristín Ein- arsdóttir. Býr Kristín í Skógum ennþa, en maður hennar er látinn. Snemma bar á því að Jón var greíndur, athugull og nám- fús. Las hann allar þær bækur, sem hann náði í heima, sér- staklega þótti honum gaman að öllu sem snerti sögu íslands. Fram að tvítugsaldri var hann í föðurhúsum, stundaði hann þá ýmsa vinnu en hugur hans hneigðist meira að bóknámi. Fór hann því að heiman til að nema. Var hann kafla úr tveim vetrum hjá síra Kjartani Helgasyni í Hvammi í Dölum. Lærði hann þar ýms almenn fræði. Unni hann Kjartani mikið eftir þá viðkynningu. Kvað Jón svo að orði síðar, að fáir hefðu haft eins góð og mikil áhrif á sig eins og síra Kjartan, sem bæði hefði verið ágætís kennari og mannkostamaður.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.