Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 7
SKÖLABLAÐIÐ 55 Loks vil eg beina þeirri spurningu til greinarhöf. í hverju nemendum héðan sé ábótavant eða hvort það sé nokkurnveginn jafnt í öllum greinum? Eg legg mikla áherslu á að fá þessari spurningu svarað, því það getur verið oss hér hin besta leiðbeining. Eg hef aldrei látið mér detta í hug að nemendum héð- an væru eigi meira og minna ,,ábótavant“, en eg get ekki neitað því, að eg hef þóst hafa ástæðu til að ætla, að þeir væru yfirleitt ekki ver að sér, en gagnfræðanemendur í Reykjavík, eins og þeir gerast svona upp og ofan. — þessi ætlun mín hefur styrkst við það, að þeir norðanpiltar, sem þegar hafa útskrifast úr lærdómsdeildinni hafa fyllilega staðið sunnanpiltum á sporði og ekki fleiri af þeim týnst úr lest að tiltölu. Enn er eigi nema um þrjá árganga að ræða og af þeim hafa 13 norðanmenn tekið stúdentspróf. Hafa þeir allir fengið yfir meðaleinkunn, — einn ágætiseinkunn, — að einum einasta undanteknum, sem var bláfátækur og varð að vinna fyrir sér að vetrinum. — Auk þess hafa tveir lokið stúdentsprófi með góðri einkunn að tveim árum liðn- um eftir að þeir fóru héðan. þetta hefur glatt mig innilega, því mér er ant um að lærisveinar mínir reynist vel í hvívetna, hvort heldur er við nám eða annað, en auðvitað væri ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir reyndust allir jafnvel. þegar sambandið komst * á milli skólanna, bjóst eg við að þeir einir gengju í lær- dómsdeildina héðan,sem námfúsir væru og hefóu hér náð góðri einkunn, en út af þessu hefur því miður brugðið. Mundi eg ekkert hafa á móti því að eigi ættu aðrir aðgang að lærdómsdeildinni próflaust, en þeir sem útskrifast hefðu héðan með góðri einkunn og væru eigi afleitir í neinni námsgrein. þeir, sem hafa svo lítinn áhuga á námi eða eru svo treggáfaðir, að þeir hafa eigi náð sæmilegri einkunn hér við gagnfræðapróf, eiga ekkert erindi upp í lærdómsdeild- ina. Er eigi að búast við því, að þeir vinni sér þar mikið gagn né skólanum sóma. Hið sama gildir auðvitað um nem- endur gagnfræðadeildarinnar í Reykjavík. Að endingu skal eg geta þess, að mér er ekkert sárt

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.