Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 5
SKÖLABLAÐIÐ 53 fyrirkomulagi Mentaskólans og er einn sá:] „að kennararnir ráða nú síður en áður nemendum sínum, og er það meðal annars óánægjuefni, af því að þeim er láð að lokum ef illa tekst með nemendurna". þetta rökstyður hann með því að: „Nemendur þeir, sem þeir taka við í lærdómsdeildina séu mjög misjafnir að kunnáttu og dugnaði og ber tvent til þess aðallega: 1. Kennararnir geti eigi „af gagnfræðaprófinu einu ráðið meði fullri vissu hvort utanskólanemendur, sem þeir hafa aldrei fyrri augum litið séu fu//vaxnir að fara í lærdóms- deildina." 2. „Heill hópur nemenda frá gagnfræðaskólanum á Akureyri, sem kennarar hafa ekkert atkvæði um bætast við á ári hverju, skal þeim vera veitt viðtaka og hefur þó stuncium reynst ábótavant kunnáttu þeirra og þó einkum lipurð við nám2), hverju sem um er að kenna, hvort heldur kenslulagi eða öðrum ástæðum." það ætti ekki að þurfa hálærða háskóla kandidata til þess að lesa og skilja það, sem hér stendur milli línanna: Ef engir aðrir væru teknir í lærdómsdeildina, en þeir sem gengið hefðu í gegnum gagnfræðadeild Mentaskólans þá yrðu lærdómsdeildarnemendur mjög jafnir, „að kunnáttu og dugnaði" og „kunnáttu“ þeirra mundi sjaldnast reynast „ábótavant“ og þó enn síður „lipurð við nám“. — þetta má lesa milli línanna. Um utanskólasveinana skal eg ekki fjölyrða. En vanda- lítið virðist að ráóa bót á því að utanskólanemedur misliti lærdómsdeildarhjörðina. Ekki er annar vandinn, en að veita engum utanskólamanni leyfi til að taka gagnfræðapróf. það er miklu meiri ástæða til þess, en að fyrirmuna vel undir- búnum nemendum að ganga undir árspróf ekki síst 1. bekkjar árspróf í gagnfræðadeildinni. En vilji menn ekki fallast á þetta, þá væri ekki úr vegi aö herða á prófi utan- skólamanna. Skal eg eigi fara fleirum orðum um þetta að sinni, en snúa mér að því sem snertir mig eða skóla þann semegveiti forsöðu. !) Leturbreytingin getð af mér.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.