Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 12
60 SKÓLABLAÐIÐ gerist um þá, sem eigi njóta sér mentunar. Og hún fór þar nokkuð sínar eigin leiðir. Hún lagði ákaflega mikið upp úr uppeldi tilfinninganna; fanst það vera þungamiðja alls upp- eldisstarfsins að beina þeim rétta braut. Og það gæti eg skilið, að kunnugir væru nemendur hennar vísunni þeirri arna: Vendu þig í æsku á í sem flestu gott að sjá Farsœld innri færðu þá. (Br. j.) Svo mikið hugðarefni var henni þetta oft í samtali við mig. Nemendur hennar hafa sagt mér, að henni hafi verið mjög létt um að gera sig að „barni með börnunum“, — bæði í leiktímunum og kenslustundunum, og trúi eg því vel. Talsvert hafði þórg. sál. skrifað, bæði í sveitablöð og víðar. Mest þykir mér koma til dálítillar greinar, sem hún nefndi „Bjartsýni". Eg birti hér niðurlagið af því, að mér finst svo mikil mannlýsing í því, og eins hinu, að það kom svo eðlilega við það, sem á undan var gengið í grein hennar: „þótt það sé gott, að börnin og unglingarnir komi heirn frá okkur kennurunum með hiifuðið fult af fróð- leik og viti, þá álít eg þó enn betra, að þau komi með brjóstið fult af sólskini: öruggri von, og trú og kær- leika til guðs og manna“. þetta var einskonar „uppeldisleg tiúarjátning" hennar. Líklega hefur staðan flýtt fyrir dauða hennar með öll- um sýnum erfiðleikum. það er varla von, að stúlkur endist lengi, eftirlits- og farkennar, eins og alt er í haginn búið. þórg. sál var í Kennarafélagi þingeyjarsýslu, og átti þar sæti í ýmsum nefndum. Alls hafði hún kent nálægt tveim tugum vetra, að meiru eða minna leyti. V. Valv. f Kristín Cecilia Arasnn, kenslukona við barnaskólann í Reykjavík, lést úr lungnabólgu 26. febr. þ. á. Hennar verð- ur nánár g'etið sfþár. -r.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.