Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 6
Eins og eg þegar hef bent á, er óbeinlínis gefið í skyn í grein kennarans um nemendur héðan, að þeir standí gagnfræðingum Mentaskólans að baki „að kunnáttu og dugnaði", þar sem það er beinlínis sagt að „kunnáttu þeírra og þó einkum lipurð við nám“ hafi „reynst ábótavant“ og því hafi lærdómsdeildarnemendur orðið svo misjafnir, — „hvort heldur um er að kenna kenslulagi eða öðrum ástæð- um“. þetta verður eigi skilið á annan veg, en að hin hátt- virti höfundur telji kunnáttu og námfimi Reykjavíkur-gagn- fræðinga í engu ábótavant og þakkar það þá auðvitað betra „kenslulagi*. Sé þetta rétt, væri það sannarlegt gleðiefní öllum þeim, sem bera skólamál vor fyrir brjósti, og þá síst ástæða til að álasa Mentskólanum eins og gert hefur verið. En eg vildi leyfa mér að spyrja hinn háttvirta höfund hvað hann meinar sérstaklega með „lipurð við nám?“ þetta má skilja á fleiri en einn veg. Af því höf. talar sífelt um „kunnáttu" en eigi þekkingu eða þroska, dettur mér í hug að þennan námslipurðarskort norðansveina beri að skilja svo, að þeim sé styrðara um utanaðnám en þeim syðra. — Væri svo, gæti eg trúað því að höf. hefði rétt að mæla. Hér eru nemendur lítið æfðir í utanað lærdómi. í mín- urn námsgreinum legg eg ríkt á við nemendur að reyna ekki að læra utan að, heldur skilja svo það, sem með er farið, að þeir geti skýrt frá því rétt og skilmerkilega með eigin orðum. — Eg hef litið svo á að meiri stund beri að ieggja á þroskun nemandans í slíkum skóla sem þessum, en kunnáttu hans í hinum ýmsu fræðigreinum, sem kendar eru eða rettara sagt notaðar eru nemandanum til andlegrar þroskunar. En nú sé eg af grein annars kennarara við Mentaskólann Böðvars Kristjánsonar, að hann er á gagn- stæðri skoðun. Er eigi ólíklegt að embættisbróðir hans sé sömu skoðunar um þetta atriði og máske fleiri eða flestir kennarar Mentaskólans. Sé svo er engin furða, þó nemend- ur skólanna eigi örðugt með að verða samrekstra, fyrst í stað að minsta kosti.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.