Skólablaðið - 01.03.1916, Page 10

Skólablaðið - 01.03.1916, Page 10
42 SKÓLABLAÐIÐ vegna sýkingarhættu farskóla í einum hreppi,, aS ekkert hafi þar fyrst um sinn oröiö úr farskólahaldi. Var eigi rannsakaö, hvort hræösla þessi var ófyrirsynju eöa ekki? Hver átti aö sjá um aö sú rannsókn yröi gerö ? Var án hennar hægt aö fá trygg- ingu fyrir því, aö börnunum væri eigi stefnt í opinn dauöann? Eg benti landlækni á þá hættu, er hann var á ferö hér i vor, sem eg álít að alt af geti vofað yfir þvi farskólahaldi, sem ekkert lækniseftirlit er samfara. Bygði eg það álit mitt, ekki á hálfum sannleika né gerði úlfalda úr mýflugu, heldur á full- um rökum — reynslu minni og kynningu af farskólahaldi í sumum sveitum. Varð það til þess, að landlæknir skrifaði sýslunefnd, en hún vísaði málinu til hreppanna. Landlæknir brýndi fyrir sýslunefnd nauðsyn þá, er væri á því, að koma á stofn heilbrygðissamþyktum, sem bauna skyldu vanrækslu á algengustu heilbrigðisreglum. Hvað hafa hrepparnir gert ? Ekkert, nema það, að að eins einn hreppur hefur nú nýverið látið semja heilbrigðissamþykt og ráðfært sig um val far- kensluheimila við lækni eftir að afráðið var; mér er eigi kunnugt um, að aðrir hreppar hafi máliuu gaum gefið. Eg vona, að ritstjóra Skólablaðsins skiljist, að dylgjur hans um mig eru óverðskuldaðar, því eg vil i mínu héraði taka hönd- um saman við fræðslunefndir, taka í taumana til þess að draga úr eða fyrirbyggja með öllu ólag það í farskólahaldi, sem sumstaðar hefur orðið vart við, en get það eigi fyr en oft um seinan, meðan fræðslunefndir eða hrepparnir álíta sam- vinnuna ónauðsynlega, og því alls eigi innan handar að taka í taumana, eins og ritstjórinn virðist álíta, meðan svo er um hnútana búið sem nú er. Samvinna milli héraðsstjórna, hreppsnefnda og lækna er nauðsynleg, ef árangurinn á að koma að fullu liði. Ritstjóri Skólablaðsins kveður læknis-eftirlit nauðsynlegt í öllum skólum; það geri eg líka. Hefur ekki fræðslumála- stjórnin vald til þess að fyrirskipa nauðsynlegt lækniseftirlit með farkenslunni til sveita? Getur hún með öðru móti eða betra móti fengið tryggingu fyrir því, að yfirtroðslur á heil- brigðisreglum eigi sér þar ekki stað. Brekku í Fljótsdal 31. janúar 1916. Ó 1. Ó. Lárusson.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.