Skólablaðið - 01.03.1916, Page 13

Skólablaðið - 01.03.1916, Page 13
SKÓLABLAÐIÐ 4S ÞaS viröist eiga langt í land aö menn skilji þýöingu kenslu- starfsins, eöa geri sér ljósa grein fyrir þeirri þungu ábyrgö sem hvílir á kennarastéttinni. Sýnist, eins og mest sé um vert aö fylgja á yfirboröinu formi lagabókstafs. Hins síöur gætt, hvort maöurinn er starfinu vaxitin, eöa hvort honum er mögulegt aö framkvæma þaö, sem insti kjarni fræös'lulaganna Og uppeldismálanna ætlast til. Þetta er í rauninni engin ásökun á sveitaheimilin, sem skól- ann halda. Eg þekki ekki annaö en aö þau flest geri alt sem í þeirra valdi stendur, til þess að kenslan geti fariö sem best úr hendi. En víða í sveitum eru húsakynni svo litil og ill, aö óum- flýjanlegt er að sæta þessu. — Ekki verður, heldur hægt a'ö búast viö neinni verulegri „mótun“ á huga barnanna, á þessum stutta tima sem hvert þeirra dvelur í farskólunum. — — Viö þetta unir enginn til lengdar. Enda æ betra að sjá aö farskólarnir eiga enga framtið fyrir höndum, eins og þeir eru nú. — Og eg heyri rödd sem hvislar: Hættu! Þú fær engu áorkað. Þig vantar afliö, andlega og efnalega. Þú slitur kröft- um þínum til einskis. Þig er aö kala. — — Eg hrökk upp frá þessum hugsunum. Var búinn að gleyma Tómasi; en eg finn, aö mér er ekki til neins aö hugsa um hann i bili; ekki fyr en eg er búinn að fá sólskin i hugann. Og eg veit hvert gott er að fara til þess. : Léttir gleðihlátrar barnanna berast að eyrum mér. Eg stend á fætur, geng til stofunnar, þar sem börnin eru aö leika sér. „Gaman, gaman. Ó, hvaö þaö var gott aö þú komst. Ætlarðu nú aö leika þér meö okkur um stund?“ — — Eg er aftur barn í ijarnahóp. Við erum öll komin á rjúkandi ferö. Skapið mýkist, verður léttara og þjálla, eins og limirnir viö hreyfinguna. Jafnvægið er fengiö. —- Eg nem staðar að kasta mæðinni, og lít á klukkuna. Það er mál fyrir börnin að ganga til hvíldar. Leikurinn er úti. Eg lit yfir liópinn. Rjóðir vangar, óbæld æskugleði í svipn- um.-------

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.