Skólablaðið - 01.04.1916, Side 8

Skólablaðið - 01.04.1916, Side 8
SKÓLABLAÐIÐ 56 Kveriö er svo óvinsælt, sem allir vita, þó hef eg vitaö nokkra rifja þaS upp á fullorSinsárum. Mikill utanbókarlærdómur er óhafandi. En margar ritningar- greinar eru svo fagrar, dýrar perlur, aS mér finst ekki unt aö komast hjá, aö læra stöku setningar í barnabiblíunni orö- réttar, enda flestum verSa þaS næstum ósjálfrátt. Sjálfsagt er aS láta börnin læra eitthvaö af ljóöum. Nokkra valda sálma úr sálmabókinni, og vers úr passíusálmunum. Mætti t. d. nefna 44. sálminn í passíusálmunum. Hann er sérlega vel viö barnahæfi. SambandiS milli fööur og barna er svo ljóst og áhrifamikiö. Hvert barn viröist líka skilja þaS. Alt má aS vísu vanbrúka, en undir umsjón góSra kennara fæ eg ekki séS, aö barnabiblían og nokkrir auöskildir sálmar, sem aS nokkru leyti má kenna í sambandi viS söng, muni valda nokkru barni leiöa eöa ofreynslu. Og eg veit, bæSi af eigin reynslu og annara, aS sálmar og fleira í kristnum fræö- um, numiö á barnsaldri, hefur hjálpaS mörgum til aS komast í bænasamband viö guö. ÞaS þarf aö byrja aö sá góSa sæSinu meöan sálin er óspilt. Nám kristinfræöa á barnsaldri, áminningar kennenda og eftirdæmi, getur veriS, og er oft sá fjársjóöur, sem ekkert jafnast viS, tryggasta undirstaSa góSs siSferSis. Ekki hef eg rekiS mig á þaö, aö 7—8 ára börnum hafi veriö ætlaö aS læra biblíusögur eSa passiusálma utan bókar. Á 10. ári hafa vel læs börn byrjaö aS lesa biblíusögur, þar sem eg þekki til. Því varla getur talist skaSlegt, þó mæSur og fóstrur hafi lagt á tungu barna sinna stöku vers úr „dýpstu“ og „blíö- ustu“ trúarljóöunum okkar. Flestir munu vera sammála skáld- inu, sem segir: „Frá því barniö biSur fyrsta sinn blítt og rótt viS sinnar móöur kinn, til þess gamall sofnar síSstu stund, svala ljóS þau hverri hjartans und.“ Þá er ætlast til aö börn læri nokkur ættjarSarljóS og sögu- leg kvæöi. Ekki getur mér fundist þetta ofætlun. Flestum börnum þykir gaman aö læra kvæSi, þeim er námiö gagnlegt, engin hætta aö þaö valdi leiSindum. En af þeim ónæmu og

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.