Skólablaðið - 01.04.1916, Qupperneq 10

Skólablaðið - 01.04.1916, Qupperneq 10
58 SKÓLABLAÐIÐ ur, en þyrfti 3 mánaða kenslu 4. veturinn. Nokkurt viöhald heima, milli þess aö skólinn stendur. Og almenn lög má ekki eingöngu miöa viö óbókhneigö- ustu og treggáfuöustu börnin, þaö væri brot gagnvart velhæfu börnunum, sem vissulega eru í meiri hluta. Handavinnu og fimleika væri nauðsynlegt aö kenna í öllum skólum, þó sérstaklega í kaupstöðum og sjóþorpum. Sveita- börn stunda meira líkamlega vinnu og getur þaö nokkuð vegiö móti bóknáminu. Tími mundi verða til þess að auka þessu viö, ef vel er á haldið, þó bóknám væri eigi minkaö. Ef þetta yrði lögboðið, geri eg líka ráð fyrir að námstíminn yrði eitt- hvað lengdur. Þá er sjálfsagt að leitast við að vekja áhuga á nytsamri vinnu, reglusemi og hreinlæti; má það oft takast í bóklegu tímunum og umgengni í skólanum. Ekki hef eg orðið þess vör, að barnafræðslan kæfi náms- löngun unglinganna eða leStrarfýsn. íslendingasögurnar o. fl. bækur, sem eg hef minst á við börn í tímum, hafa mörg af eigin hvötum útvegað $ér til lesturs. Oft er unun að sjá áhug- ann, fjörið og gleðina, sem skín á litlu andlitunum, þegar þau eru að segja frá því, sem þau hafa lesið, einkum um forn- hetjur vorar, t. d. Gunnar á Hlíðarenda, Kára, Gretti, Hall- gerði, Bergþóru, Auði o. fl. Mikill meiri hluti þeirra barna, sem eg hef haft undir hendi, hafa gjarnan viljað halda náminu áfram, ef kostur væri. Sum hafa beðið mig að sjá um, að þau væru ekki látin taka fulln- aðarpróf, þó þau hefðu aldur til þess. Er þetta, meðal annars vottur þess, hver þörf er á framhaldsmentun handa ungling- um (unglingaskólum). En ekki líst mér á, að byrja ekki nám, eða uppeldi, undir kennarahendi fyr en um fermingaraldur, eins og sumir leggja til. Undirstaðan þarf að leggjast á barnsaldri. Á heimilin er ekki að treysta, lestrarkenslan sýnir sig; og ástæður þeirra spillast heldur sökum fólksfæðar. „Eldri börnin geta sagt þeim yngri til,“ segja sumir. En allir hugsandi menn hljóta að sjá, að fjarstæða er að ímynda sér, að unglingar verði kennarar, þó þeir fái dálitla tilsögn sjálfir. Mér er fremur ókunnugt um aðsókn að þeim fáu unglinga- skólum, sem til eru. Veit ekki heldur hvað þeir eru aðgengi- legir. Einn þeirra þekki eg þó nokkuð, og veit, að hann hefur

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.