Skólablaðið - 01.04.1916, Qupperneq 11

Skólablaðið - 01.04.1916, Qupperneq 11
SKÓLABLAÐIÐ 59 veriö allvel sóttur, er hann þó í því héraöi landsins, sem mun hafa einna mesta barnafræöslu (Mýrdal). Áreiöanlegt er þó, að skaftfelskir unglingar hlýja höndum sínum á ærlegu starfi í þarfir heimila sinna, en sjaldnast „í buxnavösunum". 1 kaupstööum og sjóþorpum kunna aö vera talsverS brögö aö iöjuleysi ungra manna, en sveitamenn hygg eg aö megi vera undanskildir, oftast aö minsta kosti. Aörir alþýöuskólar, t. d. búnaöarskólar og gagnfræöaskólar o. fl. virðast vera fremur vel sóttir. Ætli aösókn til þeirra hafi minkað síöan barnafræösla var lögboðin? Eigi er meining mín, aö bóknám barna sé hiö eina nauð- synlega, en eg held þvi fram, aö þaö sé nauðsynlegt, og ekki skaölegt, ef núgildandi lögum er eigi misbeitt. S. R. Athugasemdir við bréfkafla úr Tálknafirði. Heiöraöi ritstjóri! Eg vonast til aö þér ljáið eftirfarandi línum rúm í blaði yöar. Einhver náungi vestan úr Tálknafirði er dreginn fram á sjónarsviðið í síðasta tbl. Skólablaðsins. — Eg veit ekki hvort nauðugur eða viljugur. Sé hann nú dreginn þangað viljugur, — eins og eg hygg —- þá langar mig til aö gera nokkrar athuga- semdir viö þetta skrif hans. Maður þessi talar um þaö, að kvörtun kennaranna um lág laun geti naumast verið á rökum bygð, þvi hann álítur aö þeir fái fulla borgun fyrir starf sitt. Síðan telur hann upp ýmsar dygðir, sem góöur kennari veröi aö vera búinn, og segist ekki efast um, aö væru allir kennarar þannig, þá mundi þeim goldið hærra kaup en alment á sér stað. Út af þessari umsögn hans um kennarana, veröur ekki önnur ályktun dregin en sú, aö hann vilji telja, að kaupið sé alment svona lágt, vegna þess að kennarastéttin sé ekki starfi sinu vaxin. Kaupið sé svona lágt og eigi jafnvel aö vera svona lágt

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.