Skólablaðið - 01.04.1916, Qupperneq 13

Skólablaðið - 01.04.1916, Qupperneq 13
SKÓLABLAÐIÐ 61 Þess veröur líka aö gæta, aS hér er enn viS ramman reip að draga, og margt sem þarf að lagast í uppeldismálunum. En þ>aS er harla ósanngjarnt að heimta það af kennarastéttinni, að hún kippi öllu í lag undir eins, eins og margir virðast heimta af henni. Hins vegar játa eg það fúslega, að slíkt á meðal annars að vera fólgiS í verkahring hennar í framtíSinni, smátt og smátt. Eg hygg, aS enginn geti meS sanngirni haldiS þvi fram, aS kennaralaunin séu nógu há, eSa jafnvel ofhá. Slíkt hlýtur aS stafa af því, aS menn eru andlega rangeygSir, og geta þvi ekki séS, aS starf þaS, sem kennarastéttin hefur meS höndum, er þýSingarmesta og ábyrgSarmesta starfiS í landinu. En þaS starf er svo illa launaS, víSast hvar, aS kennararnir geta alls ekki lifaS af laununum meSan kenslan stendur yfir, hvaS þá aS þeir geti variS nokkrum eyri til aS auSga anda sinn á nokkurn hátt. En þaS þyrftu þeir aS gera ef vel væri. Til þess aS geta lifaS, meSan þeir eru bundnir viS starfiS, verSa þeir aS taka á sig ýms önnur störf, sem eySa miklum tíma, draga úr áhuga þeirra, þreyta þá og spilla fyrir árangri kenslunnar. Ofan á þetta bætist svo óverSskuldaS vanþakklæti og eftir- tölur um þessi smánarlegu laun. Það er því lítil ástæSa til, aS upp úr slíkum jarSvegi vaxi margir framúrskarandi menn. ÞaS, aS íslenska kennarastéttin er skipuS mörgum dugandi körlum og konum, er þvi aS þakka, aS þetta fó.lk hefur áhuga fyrir þessu starfi og vill fórna sínum bestu árum upp á slík- um öræfum, enda þótt um þaS næSi, oft á tíSum, úrkaldur andgustur heimskunnar og hleypidómanna. Sé nú þetta mikla starf — barnakenslan — vanrækt aS ein- hverju leyti, er mikiS í húfi og því nauSsynlegt aS kippa sliku í lag. En þaS er ekki rétt aSferS til aS laga slíkt, aS senda frá sér skrif, sem eru þannig úr garSi gerS, aS lesa má út úr þeim eftirtölur um laun kennaranna, er byggjast á þvi, aS þeir vinni ekki fyrir þeim og vanræki starfiS. Miklu réttari er sú aS- ferS, aS skólanefndirnar séu vakandi á verSi um þaS, hvernig kennararnir vinni verk sitt. Þær eiga aS vera starfinu vaxnar og kennurunum samhentar. Þær eiga aS gera sér far um aS fylgjast meS í störfum kennaranna og sjá hvernig þau eru leyst af hendi. Sjái nú skólanefnd, aS kennara sé ábótavant, á hún aS svifta hann

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.