Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 2
VTSIR - Laugardagur 13. ágúst 1966. Handknattleiksliö FH. Sigra þeir £11. sinn í útihandknattleik á morgun? FH EÐA FRAM? FH hefur unnið útihandknaftleikinn 10 ár i röð — Tekst Fram að sfóðva þessa miklu sigurgóngu FH? FH fær enn einu sinni aö verja íslandstitil sinn í hand- knattleik karla utanhúss. Það er á morgun, sem úr slitaleikurinn fer fram og mótherji FH að þessu sinni er vitanlega Fram. FH vann íslandsbikarinn í 10. sinn í röð í fyrra og nú er spurningin sú hvort þeir byrji að ganga sigurgöngu annars tugsins. Það er allavega víst að FH hefur lagt mikið að sér að undanförnu og leikmenn flestir hafa æft af kappi. ----------------------,---<$> Knutfspyrna um helginn Um helgina fara tveir leikir fram í bikarkeppni KSÍ og einn í 3. deild. Á Melavelli leika á morgun lið KR-b (það fræga lið) og íþrótta bandalag Suðumesja. Leikurinn hefst kl. 20. í Hafnarfirði leika á morgun í sömu keppni lið Hauka og Týs í Vestmannaeyjum. 1 3. deild fer fram kl. 16 á morgun leikur milli Ölfusinga og Skailagríms. Mótið, sem fer fram á félags- svæði Ármanns við Sigtún í Reykja vík heldur áfram í dag með leikj- um í 2. flokki kvenna og hefst fyrsti Ieikurinn kl. 16.30 í dag. Liðin sem leika eru Víkingur— Ármann, Þór—Völsungar og Valur —Týr, en auk þess Ieika Víkingar og Haukar í mfl. karla. Á morgun kl. 10 fyrir hádegi leika stúlkurnar £ 2. fl. aftur og leika þá Ármann—Þór, Völsungar —Víkingur, Valur—Fram og KR —Týr. Eftir hádegi á morgun eða kl. 16.30 hefjast úrslitaleikir keppn- innar í 3. flokki, 2. flokki kvenna, meistaraflokki kvenna, en þar eigast við Valur og Fram, og loks rúsfnan í pylsusendanum, FH og Fram, liðin, sem svo lengi hafa barizt um efstu sætin f handknatt- ieiknum Þrír fró íslcsndi á EIV& í Búdnpest Þrfr íslcndingar munu líklega fara á EM f frjálsum iþróttum, sem fer fram í Búdapest í Ung- verjalandi f byrjun næsta mán- aðar. Þeir sem valdir voru eru Valbjörn Þorláksson, KR, sem keppir í tugþraut, Jón Þ. Ólafs- son, ÍR, sem keppandi í há- stökki og Þuríður Jónsdóttir, HSK, sem keppir f langstökki. Þuríður mun vera meidd, hlaut slæma tognun, og leikur því vafi á hvort af þátttöku hennar getur orðið. Fararstjóri með íþróttafólkinu verður Sigurður Júlfusson, ritari FRÍ, en einnig verður Jóhannes Sæmundsson, þjálfari með í ferðinni. Verða þau eftir heima vegna heyanna? Fyrsta bikarkeppni FRI hefst í dag £ Bikarkeppni Frjáls- íþróttasambands íslands, — úrslitakeppni þeirra 6 aðila, sem hafa unnið sér rétt til að mæta, hefst í dag á Laugardalsvellinum í Reykjavík. Liðiu, sem þurftu að heyja undan- keppni voru KR, ÍR og Ár mann, og tvö þau fyrr- nefndu komust áfram, en fjögur utanbæjarsambönd koma hingað til keppni, þ. e. Héraðssambandið Skarp héðinn, Héraðssamband Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu, Héraðssam- band SuðurÞingeyinga og Ungmennasamband Eyja- fjarðar. Það kom fram á fundi með blaðamönnum í gærdag að þaö er ekki einungis síldin, sem glepur fyrir íþróttamönnum. Þurrkdagar á Norðurlandi eftir langvarandi ó- þurrkatíð, geta orðið til þess að einhverjir' af íþróttamönnunum verði eftir heima og reyni að bjarga heyi i hlöðu í stað þess að afla stiga fyrir héraðssamband sitt. Ekki var þó vitað með vissu um nein forföll f gær. Keppnin í dag og á morgun er nýstárleg og algjör nýjung í íslenzk um íþróttum. Keppendur eru einn frá hverjum aðila í hinum 27 greinum, sem skiptast svo, að karl- menn keppa í 18 greinum, en kon- ur í 9. Stig eru gefin og fær fyrsti maður 7 stig, annar 5, þriðji 4, fjórði 3, fimmti 2 og sá síðasti 1 stig. Er mjög líklegt aö í mörgum greinum verði 6 keppendur og er skemmtilegt að sjá slíkt, t.d. f hlaupunum. Keppt er um forkunnarfagran bikar, sem Samvinnutryggingar gáfu til keppninnar og vinnst þessi bikar ef sami aðili sigrar í keppn- inni þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Kepjpendur í dag verða 88 tals- ins, þannig að hér er um óvenju fjölmennt mót að ræða. 1 dag hefst keppnin kl. 15, en á morgun kl. 14. Verð aðgöngumiða: Sæti kr. 150.00 Stæði — 100.00 Barnamiðar — 25.00 KNATTSPYRNULANDSLEIKURINN ÍSLAND - WALES fer fram á íþróttaleikvanginum í Laugardal mánudaginn 15. ágúst og hefst klukkan 20. Dómari: Tage Sörensen frá Danmörku. Línuverðir: Magnús V. Pétursson og Carl Bergmann Lúðrasveit Reykjavíkur leikui frá kl. 7.15 Sala aðgöngumiða úr sölutjaldi við Útvegsbankann. Forðizt biðraðir við leikvanginn og kaupið miða tímanlega. Knattspyrnusamband íslands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.