Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 11
SíÐAN PRESTURINN SEM Á 70 LANGFERÐA- 6IFREIÐIR OG 9 FLUGVÉLAR — en situr alltaf heima sjálfur „Þessa 250 milljón króna Caravellþotu á ég“, getur mað- urlnn á myndinni sagt. Hann heitir Eilif Krogager en fáir þekkja hann undir þvi nafni. i heimalandi sínu, Danmörku, á Norðurlöndum öllum og víða utan þeirra er hann þekktur undir öðru heiti — Tjæreborgar presturinn. MICK OG CHRISSIE (sysfir „rækjunnar") es1 Iðnskólinn í Reykjavík Innritun fyrir skólaárið 1966—1967 og námskeið í september, fer fram í skrifstofu skólans dagana 16.—26. ágúst kl. 10—12 og 14—17, nema laugardaginn 20. ágúst. Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og öðrum haustprófum hefjast fimmtudaginn 1. september. Við innritun skal greiða skólagjald kr. 400.— og námskeiðsgjöld kr. 200.— fyrir hverja námsgrein. Nýir umsækjendur um skólavist skulu leggja fram prófvottorð frá fyrri skóla og námssamning. Skólastjóri Tjæreborgarpresturinn stund- ar ekki aðeins prestskap heldur hefur hann með höndum mjög umfangsmikla ferðamálastarf- semi og græðir á því milljónir. Ævintýrið byrjaöi fyrir 15 ár um með því að hann tók á leigu langferðabifreið og skipulagði ferðalag til Spánar. 1 dag á hann 70 langferöabifreiðir og 9 flugvélar og hundruð þúsunda feröamanna taka þátt í ferðum hans árlega. Sjálfur segir hann: „Ég er prestur og verð það eins lengi og ég lifi. Þessi ferðamál eru bara tómstundagaman." Presturinn rekur í rauninni fimm fyrirtæki og eru þekktust þeirra „Tjæreborgarferðir hf„ „Norrænar langferðir" og „Sterling Airways" En þegar ákvarðanir eru teknar í málum þessara fyrirtækja eru ekki haldnar hátíðlegar ráðstefnur umhverfis langborð í teppalögð um sal. Nei, allar ákvarðanir eru teknar i eldhúsinu á prests- setrinu. Þaðan er fjármálunum stjómað, en veltan er um þaö bil 850 milljón krónur á ári. Presturinn sjálfur feröast ekki mikiö. Hann og kona hans hafa fariö til Rhodos og Malaga — það er allt og sumt. Sóknarbömin þurfa þvi ekki áð kvarta yfir því aö prestur inn sé oft fjarverandi. Og gengur vel að vera hvort tveggja í senn prestur og kaup sýslumaður? — Já, segir presturinn. Ég sef alveg prýðilega — en reyki kannski einum of mikið. Kári skrifar: Dýrt að ferðast á íslandi. „Það er sem kunnugt er orð ið svo kostnaðarsamt að gista í gistihúsum hér á landi, í sumar leyfi, að alveg gengur fram áf mönnum“, segir í bréfi til þátt arins, — „það er líka fullyrt, að þeir sem gerst fylgjast meö málum, enda unnið lengi að því að hæna erlenda ferðamenn að landinu, hafa af þessar miklar áhyggjur. Hefur talsvert veriö um þetta rætt og ritað og mun ég ekki endurtaka það. Ég vil að eins láta í ljós þá ósk mína, sem ég veit, að margir taka undir að reynt veröi aö ráöa hér bót á. Verðbólgan. Hún er sú vofa, sem alltaf er talað um, þegar reynt er að verja hve allt er dýrt, gisting, matur og annað, en þarf allt að vera svona uppskrúfað þótt verðbólga sé í landinu? Spyr sá, sem ekki veit. Kunningi minn sagði mér á dögunum, en hann var vikutíma á Laugarvatni, og gisti í Hús- mæðraskólanum, ásamt konu sinni, að þar hefði verið 200 kr. ódýrara á sólarhring fyrir þau hjónin, en á „hótelinu‘‘ eins og hann orðaði það, og ekki gat hann nógsamlega lofað allan viö urgerning þar sem þau hjónin gistu, mat og góða þjónustu í alla staði. Ég hef enga ástæöu til að rengja þennan kunningja minn, því að hann er hinn vandaðisti maöur, en vil samt biðja Vísi aö birta athugasemd frá dýrari staðnum, ef slík skyldi koma. En eitthvað er skrýtið við það, að svona mismunur þurfi aö vera á tveimur gistihúsum starf andi á sama stað og viö sömu skilyrði. Skyldi það annars vera svona víðar? — L. K.“. Hér kemur hann M5ck Jagger, einn aðalmaðurinn í „Rolling Ston- með vinkonu sína upp á arminn, en hún heitir Chrissie og systir hennar er engin önnur en frægasta ljósmyndafyrirsæta heims, Jean Shrimpton, sem oft er nefnd „Rækjan". Fré Brauðskál- anum Lang- holtsvegi 126 SMURT BRAUÐ og SNITTUR BRAUÐSKÁLINN Sími 37940. ÞVOTTASTÖÐIN SUÐURLANDSBRAUT r?? < SIMI 38123 OPIÐ 8-22,30 SUNNUD.:9-22,30 Framkvæmdastjórastaða Framkvæmdanefnd hægrihandar umferðar óskar að ráða framkvæmdastjóra. Umsækjendur þurfa að hafa þekkingu eða reynslu í skipulagningu framkvæmda, t. d. verkfræði eða tæknimenntun. Frekari upplýsingar veitir formaður nefnd- arinnar Valgarð Briem hdl., c/o Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 8. Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 24. þ. m. Framkvæmdanefnd hægrihandar umferðar. Blaðburöarbarn vantar i AUSTURBÆ í KÓPAVOGI strax. — Uppl. í síma 41168, Kópavogi. VÍSIR AUGLÝSIÐ í VÍSI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.