Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 16
Laugardagur 13. ágúst 1966. Lögbannið enn ekki úrskurðað Vísir hafði í gær samband við Jón Óskarsson, fulltrúa bæjarfó- getans í Vestmannaeyjum, en Jón gegnir störfum fógeta í fjarveru hans, og spurðist fyrir um aðgerðir í sjónvarpsmálinu. Eins og kunn- ugt er var málið sent til bæjarfó- Frh. á bls. 6. FJOGUR NY HOTEL MEÐ GISTI- RÝMI FYRIR 170 MANNS Á Hornafirði, Húsavík, Kerlingarfjöllum og Vatnsfirði Framkvæmdir standa nú yfir eða eru í þann veginn að hefj- ast við fjögur ný hótel úti á landi og verður þar gistirými fyrir um 170 manns, auk þess sem svefnpokapláss verður fyr- ir mlkinn fjölda manns á einu hóteiinu. Visir spuröist fyrir um þess- ar hótelbyggingar hjá Lúðvig Hjálmtýssyni framkvæmdastj. Ferðamálaráðs I gær. Bygging hótels á Hornafirði er nú vel á veg komin og er gert ráð fyrir að fyrri áfangi Þórir Jónsson, forstjóri hjá Sveini Egilssyni h.f., í hinu nýja húsi í gær. Ef myndin prentast skýrt má sjá lyftarana í má þá sjá gryfjuna eftir endilöngum salnum, sem á að blása út útblásturslofti bifreiðanna. , og einnig Fyrsta húsið í Iðngörðum tekið í notkun — Sve/nn Egilsson h.f. fær jW oðsföðu fyrir bifreiðaverkstæði, verzlun og fleira í gær var tekið f notkun fyrsta húsið, i iðnaðarhverfi því, sem risið hefur á undanfömum 4—5 ámm við Grensásveg í Reykjavik. >að em Iðngarðar h.f. sem hús þessi reisa. í þessu húsi mun í framtfðinni hafa aðsetur Ford- umboðið, Sveinn Egiisson h.f. I tiiefni af opnun hússins bauð fyrir- tækið blaðamönnum á fund sinn í gær. Húsið er um 1200 fermetrar að stærð, og er í því aðstaða fyrir bifreiðaverzlun og bifreiðaverk- stæði, sem er mjög vistlegt og bjart. I verkstæðinu em 9 bíllyft- arar, þar af einn sem er sá fyrsti sinnar tegundar á landinu. Er hann mjög stór, og þegar bifreiðmni hef- ur verið lyft, er bæði hægt að vinna að undirvagni hennar og ‘í mótor, því að vinnupallar eru á lyftaranum. Þá er sérstök renna eftir endilöngum vinnusalnum f verkstæðinu, og á að leiða þangað útblástursloftið úr bifreiðunum, sem er verið að vinna við. Á þessi útbúnaður að skapa hreint loft inni í salnum. Sérstök gryfja er fyrir ljósa- og hjólastillingar bifreiða, sem gerir mjög þægilegt fvrir bif- vélavirkjana að vinna að þeim. Þá er og sérstök gryfja, sem er til að þurrka undirvagna bifreiðanna, áður en viðgerð á þeim hefst. Sér- stakur salur, afmarkaður og hljóð- einangraður er til að stilla vélar bifreiðanna, og kemur það í veg fyrir óþarfa hávaða á verkstæð- inu. Þá er og í húsinu aðstaða fyrir verkstjóra, skrifstofuherbergi og fleira. Öll aðstaða á verkstæð- inu og í húsinu öllu er fyrsta flokks, og húsnæðið hið vistleg- asta. Árið 1958 leitaði Félag ísl. iðn- rekenda samstarfs við landsam- band iðnaðarmanna um að beita sér fyrir stofnun félags, er hefði að markmiði að vinna að lausn hús- Framh. á bls. 6. verði tilbúinn um næstu mán- aðamót, en þar verða veitinga- salir og eldhús. í síðari áfanga verða rúmlega 30 gistiherbergi með rúmum fyrir nær 60 manns og verða gistiherbergin væntanlega tilbúin áður en ferða mannastraumur hefst næsta vor. Kemur hið nýja hótel til með aö bæta úr hinni miklu þörf sem verið hefur á hótel- plássi á Höfn, en hótelið sem fyrir er getur ekki tekið á móti nema 12 gestum. Framkvérmdir munu hefjast innan skamms við byggingu nýs hótels á Húsavík og verða þar 22 tveggia manna herbergi og 2 eins manns herbergi auk veitingasala. Verður hægt að Framh á bls 6 Veiði treg í Laxú í Aðaldal vegna kulda Laxveiöin í Laxá í Aðaldal hefur verig með tregasta móti f sumar. Höfðu aðeins á 4. hundrað iaxar veiðzt í gær þegar Vísir hafði sam band við veiðihúsið við ána. Nægur lax virðist þó vera í ánni, en hann tekur ekki vegna kuld- anna, sem hafa verið undanfarið fyrir norðan. Veiðin hefur aðallega verið á neðsta veiðisvæðinu, eða fyrir neðan Bjarg. Eins og oftast veiðist aðallega stór lax í ánni. Er megnið af laxinum í sumar frá 12-17 pund, en stærsti laxinn, sem hefur veiðzt var 22 pund. í gær og í fyrradag hlýnaði heldur fyrir norðan og bjuggust veiöimenn við aukinni veiði. Borgarráð úthlutar 8 lóðum Á fundi borgarráðs Reykjavík- ur sl. þriðjudag voru eftirtaldar tillögur frá lóðanefnd Reykjavík- urborgar samþykktar: 1) Að Baldur Tryggvason, Sogavegi 54, fái lóðina Bjarma- land 20 í stað Haðalands 16, og að Guðni Gunnarsson, c/o Árni Guðjónsson hrl., fái lóðina Grund arland 16 í stað Haðalands 13, enda gildi áður ^ettir skilmálar. 2) Að Birni Jónssyni, Máva- hlfð 38, verði gefinn kostur á lóð inni Bjarmaland 6 í stað Tungu- bakka 22 með kjörum og skil- málum skv. bréfi lóðanefndar, dags. 5. þ.m. 3) Að Herði Guðmundssyni, Selásbletti XIV, verði gefinn Framh. á bls. 6. ÞRIR ENSKIR L0GREGLU MENN SK0TNIR Viðtækasta leit, sem gerð hefur verið i Englandi, að glæpam'ónnum Hafin er viðtækasta leit að glæpamönnum sem um getur fyrr og sfðar í brezkri afbrota- sögu, eftir að þrfr lögreglumenn voru skotnir til bana i gær í London. Þeir voru ekki klæddir einkennisbúningum og vita menn ekki deili á mönnum þcim, scm skutu þá. Þetta gerðist í úthverfinu Shepherd’s Bush síödegis í gær. Banamanna lögreglumannanna er nú leitað um allt af fjölmennara liði en dæmi eru til áður. N Skotið var á lögreglumennina er þeir komu til þess að hand- taka tvo grunsamlega menn f hliðargötu við fangelsi. Einn var skotinn, er hann var 20 metra frá bílnum, annar er hann var að stíga út úr bílnum og sá þriðji þar sem hann sat í bílnum. Brezkir lögreglumenn bera aldrei á sér skotvopn. Þetta er í fyrsta skipti á þessari öld, sem þrír brezkir lögreglumenn eru drepnir samtímis og á sama stað. í fyrstu var talið, að þetta hefði gerzt er flóttatilraun yrði reynd frá Wormwood Gerub- fangelsinu, en síðar, að svo væri ekki. Þær raða humarhölum Þær heita Ingibjörg og Guðrún og voru kallaðar út í gærmorgun klukkan 8 tll þess að vinna í humar f frystihúsi Sjófangs úti í Örfirisey. Humarbátar voru að tfnast inn í gærmorgun af Eldeyj- armiðum, þar sem þeir hafa verið að veiðum undanfama daga. Aflinn er sæmilcgur eitthvað um 1200 kg. af slitnum humar. Ungu stúlkurnar sögðust vera búnar að vinna við humarinn í allt sumar og verkefni þeirra er að raða humarhölunum á flokkunar- vél. Þetta var bara skemmtilegt fyrst sögðu þær, en það verð- ur það ekki til lengdar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.