Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 3
'J9STR . Laugardagur 13. ágúst 1966 Nælön er mjög óKentúgt í bamasokka. Eiga þeir helzt að vera úr baðmull eða úr baðm- ull og ull til helminga. Kemur þetta fram í grein í sænska neyt endablaðinu „Rád og Rön“, sem hefur látið gera athugun á því í hvers konar sokkum bömum sé hollast að vera. í gamla daga voru sokkarnir á litla bróður heimaprjónaðir ullarsokkar og þeir voru alls ekki svö slæmir þvi að ullar- sokkar hleypa áfranr löfti f gegn, þótt þeir blotni og þar sem allir svitna meira eða minna á fótunum voru þeir mjög góðir, segir blaðiö. Krepnælonsokkamir hafa aft ur á móti ýmsa ókosti. Þeir sjúga ekki í sig rakann frá fótunum og auk þess þrengja þeir að fótum bamanna. Þetta hljómar ef ti! vill undarlega þegar tillit er tekið til þess aö þeir eru mjög teygjanlegir. En — ef maður stingur hendinni í barnasokk finnur maöur að það þarf all mikið afl til þess að víkka þá út. Lítill bamsfótur hefur alls ekki þetta afl og því gerist það að sokkurinn klemm ir tæmar saman. Nú eru þdir krepnælonsokk- ar sem á markaðinum eru ekki aliir eins en samkvæmt athug un í Svíþjóö virðist meira þar á markaðinum af stifum og hörð um krepsokkum en verulega mjúkúm og teyþjanlegum. Það er alkunna aö þaö er mjög mikilsvert að börnin gangi í góðum skóm, en góðir skór mega sín lítils ef sokkam- ir eyðileggja barnsfætuma. I rannsókn sem nýlega var gerð i Englandi kom i ljós að fjögur böm af hverjum fimm hafa á einhvem hátt óeölilega fætur (yfirleitt ,,áunniö“) er þau kom ast af skólaskyldualdri. Krepnælonsokkar munu lík- lega vera þeir sokkar sem mest eru notaðir handa bömum og er þáð vegna þess hve sterkir þeir eru og hve auðvelt er að þvo þá. Ullarsokkamir þurfa fljótt viðgerðar með og þegar þeir eru þvegnir þarf að gera það af mikilli gætni. Sænska neytendablaðið segir að lokum að beztú sokkamir séu bómullarsokkar sem prjón aðir eru „slétt og brugðið" — og er allt í lagi að styrkja þá með nælongarni í tá og hæl. Sokkar úr 50% ull og 50% bóm ull séu einnig mjög góðir, þeir séu mýkri og hlýrri — og á veturna eru ullarsokkarnir að sjálfsögðu beztir. Þegar aðstæð ur leyfa er svo sjálfsagt að látr bömin ganga berfætt. Op-tízkuföt frá Austurríki Op-tízkan heldur enn velli og mun að líkindum gera það í náinni framtíð. Meira að segja f Austurrlki, þar sem menn segja að þeir séu all íhaldssamir í fataframleiðslu, sé mlðað vlð mörg önnur lönd, t. d. England, framleiða þeir op-tízku föt. Þessa mynd fékk Kvennasíðan nýlega senda frá Austurríki ásamt fleiri myndum af tízkufatnaðl þar í landi. Sama mynstrið er 1 peysunni, pils- inu og sokkunum og eru peysan og sokkarnir prjónaðir úr sams konar garni. Litimlr eru auðvitaö hvítt og svart. Ljúffengt ostasalat 100 g feitur ostur 2 tómatar 2 harðsoðin egg 1 salathöfuð 3 matskeiðar olia 1 matskeið edik hvítlaukssalt, salt og pipar. Afhýðið tómatana (setjið Tyrst í heitt vatn) og skerið þá siðan 'í báta. Skerið eggin niður og skerið ostinn í bita. Takið salat- höfuðið í sundur og þvoið blöðin vel. Blandið öllu saman í skál og hellið kryddaðri sósunni yfir. Ber ið fram sem forrétt — getur Hka verið aðalréttur á heitum degi, og þarf þá tvöfaldan skammt. ■B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.