Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 6
6 VÍSIR - Laugardagur 13. ágúst 1966. Veittur styrkur til útgúfu Sólurljóðu Stjóm Minningarsjóðs dr. Rögn- valds Péturssonar til eflingar Is- Ienzkum fræðum hefir veitt styrk að fjárhæð þrjátíu og fimm þúsund krónur til Njarðar P. Njarðvík cand. mag. Kandídatinn mun vinna að útgáfu á Sólarljóðum með ræki- legum skýringum og semja fræði- Iega ritgerð um kvæðið. ! stjóm Minningarsjóðs dr. Rögn valds Péturssonar eiga sæti pró- fessoramir dr. Halldór Halldörsson og dr. Steingrímur J. Þorsteinsson og háskólarektor, prófessor Ár- mann Snævarr. Stvrknum er úthlut að á 89. afmælisdegi dr. Rögnvalds Péturssonar og er þetta þriðja veit- ing úr sjóðnum. Kísilgúr — Framh, af bls. I. að mestu leyti hægt að fá vinnu afl þaðan I fyrsta áfanga verk- smiðjunnar, enda þyrfti ekki nema 12—15 manns. Seinna þegar verksmiðjan stækkaði, taldi hann, að auðvelt yrði að fá fólk til að flytjast til Mý- vatns. / Sjónvurp — Framh. af bls. 1. erfiðari verkefnum til upptöku fyrir sjónvarp. Fleiri slíkar upptökur munu væntanlegar hjá sjónvarpinu á næstunni, en svo sem kunnugt er verður ekki langt að biða þess, að það hefji útsendingar sínar til landsmanna. Lögbunn — Framhald af bls. 16 getans I Vestmannaeyjum og lög- banns beiðzt af hálfu Ríkisútvarps ins. Jón Óskarsson sagði, að það væri alveg óvíst, hvenær mastrið yrði tekið niður. Báðir lögfræðing ar sjónvarpsáhugamanna í Vest- mannaeyjum þeir Bragi Bjömsson og Jón Hjaltason væm fjarverandi úr bænum og ekki hægt að taka málið fyrir fyrr en lögfræðilegir full trúar beggja aðila væm mættir hjá fógeta. Það væri þvl alveg ó- víst hvenær það yrði. Leiðrétting Tölurnar, sem birtust í forsíðu- frétt Vísis f gær varðandi deilu SAS og Loftleiða voru heldur brenglaðar. Heildartap SAS vegna samkeppninnar við Loftlejðir nam á síðasta ári tæpum 200 millj. fsl. króna, að því er forráðamenn SAS í Kaupmannahöfn segja og f fram- haldi af þvf segja þeir, að tap þess á næsta ári muni nema allt að 400 millj. fsl. króna, fái Loftleiðir lendingarleyfi f Kaupmannahöfn fyrir RR 400 vélar sfnar. Aftur á móti eru tölurnar, sem nefndar era f fréttinni varðandi skattahækkan- irnar réttar. Em lesendur beðnir velvirðingar á þessum Ieiðu mis- tökum. Lóðaúthlutun — Framhald af bis. 16 kostur á lóðinni Heiðarbær 12 án greiðslu gatnagerðargjalds. 4) Að eftirtöldum aðilum verði gefinn kostur á eftirfarandi lóð- um f Árbæjarhverfi: Þykkvibær 1: Guðjón M. Pétursson, Höfða- vfk v/Borgartún. Vorsabær 13: Elsa Sigurðardóttir Lorange, Holtsgötu 19. 5) Að Kristjáni G. Gíslasyni & Co., Hverfisgötu 6, verði gef- inn kostur á u.þ.b. 2500 ferm. lóð sunnan Borgartúns og vestan Nóa túns. Samþykkt með kjöram og skilmálum, sbr. bréf nefndarinn ar, dags. 3. þ.m. Ennfremur voru á sama fundi borgarráðs samþykktar eftirfar- andi tillögur frá lóðanefnd, en tillögur þessar fjalla um úthlut- un nýrra lóða í' borgarlandinu: Bjarmaland 4: Egill Egilsson, Álftamýri 61, enda afsali hann sér rétti til erfðafestulanda sinna f Fossvogi. Haðaland 13: Guðjón Styrkárs- son, Snekkjuvogi 15. Brautarland 9: Oddur Jónsson, Fagradal v/Sogaveg, vegna upp- gjörs erfðafestu að Sogamýrar- bletti 5. Brautarland 11: Agnar Gunn- laugsson, Stóragerði 28. sem erfðafestuhafa Fossvogsbletts 44. Helluland 5: Valdimar Hrafns- son, Brautarholti 22. Giljaland 27: Ragnar Guð- mundsson, Meðalholti 19. Vfkurbakki 24: Guðmundur Dal mann Ólafsson, Sólheimum 32. Vfkurbakki 26: Helgi Felixson, Ránargötu 6A. Að sfðustu var á þessum sama fundi borgarráðs samþykkt til- laga f bréfi lóðanefndar Reykja- víkurborgar, þar sem lagt er til, að Félag ísl. stórkaupmanna fái lóð fyrir skrifstofuhús fyrir fé- lagsmenn sfna og verði hið nýja hús staðsett í hinum nýja miðbæ. Iðngurður — Framhald al bls. 16 næðisvandræða iðnaðarins, með byggingu fjöliðjuvers. Var af hálfu samtakanna skip- uð samstarfsnefnd til að vinna að framgangi þessa máls. í framhaldi af störfum þeirrar nefndar var hlutafélagið Iðngarðar stofháð 30. des 1964 oe öllum meðlimum Fé- lags íslenzkra iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna gef- inn kostur á þátttöku. Þegar Ijóst var, hve margir yrðu þátttakendur í fyrsta byggingaráfanga, var tekið að vinna að frekari undirbúningi málsins, geröar teikningar, áætlan- anir um framkvæmdir, fjármagns- þörf o. þ. h. Við byggingarframkvæmdimar hefur verið reynt að beita sem mestri hagkvæmni og hafa áætlan- anir um framkvæmdir staðizt, að svo miklu leyti sem fjármagn hefur leyft. Áherzla hefur verið lögð á að hafa spennvíddir milli buröar- súlna og veggja sem mestar til þess að húsnæðið hentaði sem flestum greinum iðnaðarins. Hús- veggir hafa verið steyptir upp með svokölluðum „Breiðfjörðsmótum", en burðarbitar verksmiðjufram- leiddir af Byggingariðjunni h.f. og sömuleiöis forspenntar strengja- steypuplötur f loft húsanna. Byggingarmeistari hefur verið Þórður Jasonarson og verkfræð- ingur Vilhjálmur Þorláksson. Stjómarformaður Iðngarða h.f. er Sveinn B. Valfells, forstjóri, en framkvæmdastjóri Sveinn K. Sveinsson, verkfræðingur. Hótel — Framhald at bL. 16 taka á móti helmingi fleiri næturgestum á nýja hótelinu, en hægt er nú á Húsavík á hótel inu sem starfrækt hefur verið þar lengi, en er í gömlum húsa- kynnum. Óvfst er hvenær nýja hótelið á Húsavík getur tekið til starfa. Inni í Kerlingarfjöllum stend ur yfir bygging fyrsta hótelsins í óbyggðum og er meiningin aö þar verði aðstaöa fyrir skföa fólk bæði sumar og vetur. 1 hótelinu verða 16 tveggja og fjögurra manna herbergi auk þess sem svefnpokapláss verður þar fyrir mikinn fjölda manna. Undirbúningur stendur nú yf- ir að byggingu veitingaskála i Vatnsfiröi og veröur hann flutt ur inn frá Noregi, tilhöggvinn. Verða þar góðir veitingasalir og gistiaðstaða verður þar fyrir 10 manns. Sem stendur er starf- ræktur lítill söluskáli í Vatns- firði en að öðru leyti er engin greiðasala á leiðinni frá Vatns- firði til Patreksfjarðar svo og til ísafjarðar — en úr því mun rætast með tilkomu nýja Vatns fjaröarskálans. Þá standa yfir endurbætur á ýmsum eldri hótelum, t.d. fara fram miklar endurbætur á hótel inu í Borgamesi. Lúðvig Hjálmtýsson sagði að áhugi væri mikill f mönnum víðast hvar á landinu á að koma upp góðum hótelum og veitinga stöðum og yrðu væntanlega teknar ákvarðanir um byggingu fleiri hótela innan skamms Tryggingur og fusteignir Útgerðarmenn athugiö! Höfum kaupendur aö öllum stærðum af góðum bátum. Vinsamlega hringið f síma 24850 og 13972 eftir kl. 5 á daginn. meeiNG&B r&STEIENlB Austurstræt) 10 a, 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsfmi 37272. ron - - fostn SVCINN [CIISS0N H.F. TILKYNNIR: ★ Viðgerðurverkstæði okkur er flutt uð Skeifun 17, Iðngörðunt við Grensúsveg Nýtt símunúnter — 38725 ★ Varahlutuþjónusta opnar ú sama stað n. k. miðvikudag 17. úgúst Nýtt símanúmer — 38766 UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON H.F.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.