Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 7
VtSIR . Laugardagur 13. ágúst 1966. / Yfir 50% af skólaæsku Oslóar lýkur stúdentsprófi V'isir ræðir við E. Fjellbirkeland um skipu- lagningu rannsóknarstarfa i Noregi og nauð- syn aukinna rannsókna i skólamálum Aðsóknin að háskóium í Noregi hefur aukizt um helming sl. 5 ár eða úr 7000 í 14000 stúdenta á ári. 20% af hverjum árgangi norskrar æsku lýkur nú stúdentsprófi, en á mörgum stöðum er þessi prósenttala mikið hærri. I Osló er hún t. d. yfir 50% og í ákveðnum hverfum Oslóar er talan um 60%. Á þessum tölum sést, að geysileg þensla hefur orðið í norsk- um skólamálum undanfarin ár, en hvað þýðir hún? Það er m. a. það, sem knýjandi er að fá svar við. Tjannig mæltist E. Fjellbirke- land framkvæmdastjóra hinnar nýju yfirnefndar rann- sóknarmála í Noregi (Hoved kommiteen for Norsk Forskn- ing) í viðtali vig Vísi, en hann er staddur hér á landi á veg- um Rannsóknarráðs ríkisins og tekur hér þátt í umræðum, sem Rannsóknarráðið efnir til um skipulag rannsókna á íslandi. — Hvernig stendur á hinni auknu aðsókn í menntaskól- ana, sem ekki er einstök fyrir Noreg heldur gerist alls staðar í Vesturálfu? spyr Fjellbirke- land. Er aðsóknin afleiðing auk- innar velmegunar eða er auk- in velmegun afleiðing aukinnar aðsóknar í skólana? Hvaða á- hrif hefúr þessi fjölgun á þjóð- félagið? Hvað þarf aö byggja mikið af skólum? Hvað þarf að mennta mikinn fjölda kenn- ara fyrir nánustu framtíð? Al- mennt: hver er árangur hinnar miklu fjárfestingar, sem lögö er í skólamál í Noregi? Við verjum 2300 milljónum norskra króna (13,8 milljörðum fsl. kr.) á ári í skólamál, en skólarnir eru langmesta fyrirtækið í Noregi. Það er því eðlilegt, að áhugi hafi vaknað f Noregi eins og víðar, að athuga þjóðfélagslega þýðingu langskólagöngú. Nú stendur fyrir dyrum ag lengja skólaskylduna úr 7 árum í 9 ár. Þar á ofan bætist að yfir 60% af hverjum árgangi heldur námi áfram eftir skólaskylduna. Jjað verða m. a. rannsóknir á þessu, sem hin nýstofn- aöa yfirnefnd tannsóknarmála á að stuðla að. Með því að verja t.d. y2 prósenti af heild- arfjárhæðinni, sem veitt er í skólamál, verður ef til vill hægt að auka nýtni skólanna um 10%. Ef það er hægt er greini- legt, að þetta er góð fjárfesting, en auk þess gæti slík athugun gefið svör við mörgum fræði- legum spumingum, sem kenn- arar og aðrir, sem vinna að skólamálum spyrja sjálfa sig að. — Það vantar allar vísinda- legar upplýsingar um þjóðfé- lagslega hlið skólamálanna. Þær upplýsingar, sem fyrir eru í dag eru aöeins það, sem hver skynsamur maður gæti látið sér TIL SÖLU detta í hug. — Svo virðist oft á tíðum, sem menntun ein út af fyrir sig nægi og skipti ekki máli, hvaða störf menn fari í eftir menntunina, heldur skipti sú mótun, sem menn fá við langskólanám mestu máli. Mað- ur sem nemur fornleifafræði getur verið mjög hæfur til að stjórna fyrirtækjum o. s. frv. í Noregi virðist svo vera, sem okkur skorti mikið tækni- menntaða menn og hefur verið rætt um það, hvort ekki sé rétt að hvetja fleiri unga menn í þá átt. — En það verður aö áætla þörfina með rannsóknum áður en hægt er að slá nokkru föstu um það. JJinni • nýju yfirnefnd rann- sóknarmála í Noregi er þó ætlað að gera meira en að örva þessar rannsóknir. Við verjum um það bil einu prósenti af brúttó heildarframleiðslu okkar í rannsóknir eins og OECD reiknar þag út, en tæpum 4 prósentum af niðurstöðum fjár- laga. Þetta er veruleg upphæð (rúml. 400 millj. norskra króna) og er því skiljanlegt að áhugi hafi vaknað að fá heildarmynd af þeim, rannsóknum sem gerð- ar eru í sambandi við háskóla og iðnaðinn. Yfirnefndin á að vera ráðgefandi fyrir norsku ríkisstjórnina um rannsóknar- mál, en einnig á hún að vera ráðgefandi fyrir þau þrjú rann- sóknarrág sem starfandi eru í Noregi. Er búizt við að skýrslur yfirnefndarinnar muni fyrst hafa áhrif á fjárveitingar í fjár- lögum til rannsóknarstarfa árið 1968. — Við vonumst til þess að nefndin geti orðið til þess, að norsku ríkisstjóminni verði fært aö reka heilsteyptari vís- indapólitík. Er það m. a. nauð- synlegt til að alþjóðasamvinna í rannsóknarstörfum, gegnum alþjóðasamtök og minni samtök eins og OECD geti verið sem áhrifaríkust. TVTokkuð hefur vilja bera á því undanfarin ár þegar kanna átti vísindastörf í landinu, að innbyrðis samkeppni myndaðist milli þeirra, sem stunduðu rannsóknir við háskóla og þá, sem unnu við rannsóknir fyrir iðnaðinn, þannig að erfitt var Kombinerað Radionette-tæki, sjónvarp, út- varp og Hifi stereo-fónn. Sími 12444 kl. 7-8 í dag. aö kanna hið raunverulega mik- iivægi hinna einstöku rann- sókna og því erfitt að meta hvernig átti að styrkja hinar ýmsu rannsóknir. Við vonum að komizt verði fyrir þetta í framtíðinni með starfsemi nefndarinnar, einnig er vonazt til þess að aukið sam ræmi fáist milli rannsóknar- starfa hinna ýmsu aðila. Upphaflega var ætlunin, að í nefndinni væru aðeins menn, sem ekki væru tengdir ákveðn- um stofnunum, en það reyndist óframkvæmanlegt. í nefndina voru þá valdir menn úr sem flestum greinum hugvísinda og raunvísinda, en raunvísinda- menn hafa þó heldur yfirhönd- 'É’g er ekki hingað kominn, segir Fjellbirkeland að lok- um, til að segja ykkur Islend- ingum, hvemig þið eigið að skipuleggja ykkar rannsóknir, hvert land hefur sitt skipulag, en ég held, að með því að skipt- ast á upplýsingum megi koma I veg fyrir margháttaða erfið- leika. — Ég er frekar kominn hingað til að athuga hvernig þið skipuleggið ykkar rannsóknar- störf. ísland er lítið land, jafn- E. Fjellbirkeland framkvæmdastjóri yfimefndar rannsóknarmála í Noregi. vel miðað við Noreg, og því er athyglisvert að kynna sér hvar skórinn kreppir hér á landi. Vegna takmarkaðs fjár, sem ís- land getur skiljanlega veitt í rannsóknir, ættu vandamálin eðlilega að koma augljósast fram hér. Athyglisvert er t.d. að fá vitneskju um, hvað nú- tímaþjóðfélag kemst af með minnst í fjárveitingar í rann- sóknir. L.S. 17 Danmörk - Ungverjaland. 17 daga ferð 27. 8. - 12. 9. Fararstjóri: Benedikt Jakobsson. Flogið til Kaupmanna- hafnar báðar leiðir sömu leiðis Kaupmannahöfn Budapest Dvalizt í Kaup mannahöfn IV2 + 4 daga í Budapest 1IV2 dag. Innifalið allt flug, matur, nema í Kaupmannahöfn morg- unmatur, hótel, leiðsögn, nokkrar ferðir um Budapest og nágrenni, miðar á EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ dagana 30/8—4/9. Hægt er fyrir þá sem ekki vilja sjá það að fara til Balafur í viku, bað- strönd. Athugið að ferðinni er lokað 18. ágúst. Örfá sæti laus. Ferðaáætlun fyrirliggjandi. Ferðaskrifstofan LANDSÝN Laugavegi 54. Símar: 22875 — 22890. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.