Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 15
intSIR . Laugárdagur 13. ágúst 1966. 15 Leonie skoðaði leiksviðið með gaumgæfni. — Vannstu að svona löguðu í Bandaríkjunum, Julian? Hann kinkaði kolli. — Það var með þessu, sem ég komst í sam- band við leikhúsmenn hér í landinu Það var gaman að sjá til hans. Fingur hans léku við þessar smá- myndir af mikilli lipurð. Ljós lokk- ur hékk niður á ennið og bros lék um varir honum. — Ég er alltaf að fást við líkö'n að leiksviðum; þá finnst mér ég vera að fást við sviðið sjálft. Hann leit til hennar um öxl sér. — Hvað ert þú að gera núna, Leonie? Hún settist á borðröndina og fór að tala um leikhús. Það var auðvelt að halda uppi samtali við hann, og henni varð ljóst, er þau töluðu betur saman, að ferill þeirra hafði að mörgu leyti verið líkur. Þau höfðu bæði verið alin upp af metn- aðargjömu fólki. Þau höfðu lært að meta það sem fallegt var, en höfðu aldrei upplifað hina raun- verulegu ást. Þau hefðu getað verið steypt í sama mótinu. Þegar Leonie hélt af stað til leik- hússins hálftíma síðar, var hún sannfærð um að sér félli mikið bet- ur við Julian en hún hafði getað búizt við. ,JÉG VEIT HVER DRAP MARCUS ...“ Leonie hafði gleymt hve langan ' tima hún þurfti að ætla sér til þess ' að komast frá Richmond í leikhúsið og hún var orðin sein fyrir, þegar hún kom f borgina. Hún æddi beint inn á leiksviðið, en þar vom leik- endumir að búa sig undir æfing- una. Þegar hún stóð á leiksviði var ekkert annað til í meðvitund henn- ar. Hún var önnum kafin við æf- ingamar allan daginn, og það var ekki fyrr en hún kom heim að húshliðinu á Richmond Hill um kvöldið, að hún vaknaði úr drauma heiminum og komst aftur niður á jörðina. Bertha, digra og brosandi negra- stúlkan hennar ömmu hennar, opn- aði dymar fyrir henni og sagði að Venetia væri háttuð og ætlaði að hlusta á útvarpið. — Ungfrú Claire er inni í herberginu hennar. Herra Julian er niðri í garðinum að vinna. Frú Hilda .. ..hún yppti breiðum öxlunum. — Ég veit ekki. .. — Farðu bara inn og horfðu a sjónvarpið, Bertha. Ég skal slökkva héma sjálf. Þegar Leonie var heima hjá sér var hún vön að fá sér tebolla á kvöldin, og henni fannst ástæðu- laust að bregða þeirri venju. Hún fór fram í eldhúsið og setti upp ketil með vatni. — Leonie ! Hvíslandi rödd heyrð- ist á bak við hana, svo að hún hrökk við og snerist á hæl. —Æ Hilda, þú gerðir mig hrædda Ég er að hita tevatn. Komdu og fáðu þér bolla með mér — eða hef- urðu ekki lært ensku venjuna enn þá? Hilda var í dökkrauðum innikjól. Hún trítlaði inn í eldhúsið á hæla- lausum inniskóm úr flaueli og hlammaði sér niður við borðið. — Ég er svo þreytt, sagði hún. — Hvað hefurðu verið að gera I dag ? spurði Leonie og setti bolla og undirskálar á borðið. — Ekkert. Það er líklega ástæð- an. Ég tók bíl Julians og ók dálítið hérna í kring. Ég geri það oft — það er skárra en að sitja ein. — Þú þarft nú varla að sitja ein ? — Þegar Venetia er ekki að tala um leiklist við Julian, situr hann öllum stundum í þessari Passamyndir Teknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. Ljósmyndast. Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. 7 sími 24410. vinnustofu, sem hann kallar. Hún hækkaði róminn. — Ég vildi óska að ég hefði aldrei komið hingað ! Ég hata þetta hús. En nú erum við hérna — við sitjum föst f gildrunni meðan Venetia lifir! Leonie sneri sér undan og fór að fást við teið. Henni varð órótt út af þessari roku, sem kom upp úr Hildu. Það var eitthvað meira bak við þetta en eintóm leiðindi. Hún virtist uppgefin á tilverunni. Og samt var hún ung og falleg. Hún hlaut að hafa verið þróttmeiri og fjörugri, þegar Julian varð ástfang- inn af henni og giftist henni. Hvað hafði komið fyrir hana og gert hana kvíðafulla og hrædda ? — Ef Julian heppnast vel með leiksviðin sín, þá eignizt þið ykkar eigið heimili, sagði Leonie og reyndi að tala í sem eðlilegustum tón. — Dettur þér f hug að Venetia sætti sig við það ? Hún hefur hann í bóndabeygju. Hún hefur okkur bæði í bóndabeygju! — En ekki getur hún haldið i ykkur, ef þið viljið bæði komast burt, sagði Leonie. — Julian er ekki öðru vísi en aðrir menn. Undir eins og hann finnur að hann getur staðið á eigin fótum, vill hann eignast sitt heimili sjálfur. Sannaðu til! En Hilda lét sem hún heyrði hana ekki. Hún dreypti við og við á bollanum sem Leonie rétti henni, en hugur hennar var einhvers stað ar langt í burtu. — Ég veit ekki hvað ég á til bragðs að taka, heyrði Leonie að hún muldraði. — Ég veit ekki hvað ég á að gera! Leonie rétti höndina yfir borðið og snerti við handleggnum á henni. — Ef ég gæti gert eitthvað til að hjálpa . . Hilda greip um höndina á henni og sperrti upp augun og starði á hana. — Ég verð að tala við ein- hvem. Ég verð brjáluð ef ég fæ ekki að tala við einhvern ! Leonie, ég er svo hrædd ! Þetta hús — her- bergið, sem Marcus dó f... Þú finnur það líka! Þú sagðir það í gærkvöldi, og þá ætluðu þau að ganga af göflunum. Jafnvel Philip — ég horfði á hann. Ég held að þau skilji öll, að eitthvað hlýtur að koma fyrir ! Þau vita að einhver er á höttunum og bíður ... Leonie fannst nærri þvf óhugnan legt að heyra grunsemdir sínar frá kvöldinu áður vera endurteknar svona. En þó var það broslegt. Á- vöxtur taugabilunar og of ríks hug- myndaflugs. Frá hennar sjónarmiði var það ofur eðlilegt, sem Philip hafði sagt, að henni mundi finnast óhugnanlegt að koma aftur f hús- ið, sem Marcus hafði verið myrtur í. En Hilda hafði aldrei séð Marcus. — Þú mátt ekki halda þessu á- fram, Hilda, sagði Leonie einbeitt. — Þú lætur ímyndunina hlaupa með þig í gönur. Vertu viss um að hér gerist ekki neitt. — En þú skilur þetta ekki! Það er hræðilega alvarlegt og það snert- ir þig líka, Leonie. Skilurðu — ég veit hver drap Marcus. Hún var grafalvarleg. Það var það óhugnanlegasta. En á vissan hátt var það léttir að heyra hana láta út úr sér jafnfráleita fullyrð- ingu, því að nú var Leonie ekki í neinum vafa um að Hilda var móð- ursjúk og hálfgeggjuð. Þá skoðun hefur Hilda lesið út úr henni, þvf að nú sagði hún, nokkru rólegri: — Gerðu það fyrir mig að trúa mér! Ég er ekki að ljúga þessu. Ég er ekki svo huguð að ég segði þetta að ástæðulausu. — En hvernig ættir þú að geta vitað þetta ? Þú varst í Ameríku þegar það gerðist! Og hvað áttu við með að segja að það snerti mig? — Þú ert í hættu, Leonie — ekki síður en ég. Ég hef verið að safna kjarki í allan dag, til þess að að- vara þig. — Nei, þetta er hugarburður, sagði Leonie hvasst. — Hvemig ætti ég að vera í hættu ? — Þú gerir þér það ekki ljóst sjálf, en þú veizt eitthvað, sem gæti orðið til þess að einhver yrði dreginn fyrir lög og dóm. Og ef þú ferð að spyrja og snuðra, getur þú — uppgötvað eitthvað. Það er ástæðan. Hún skalf. — Hilda, sagði Leonie eins ró- lega og hún gat. — Ég sagði lög- reglunni allt sem ég vissi. — Allt sem þú hélzt að þú vissir! En hér í húsinu er einhver sem er hræddur við þig — og ef þú verður of hnýsin .. . Hún þagn- aði og hélt báðum höndum um te- bollann, eins og hún væri að orna sér. — Þetta verður léttbærara, ef éi veit að einhver annar veit... — En ég veit alls ekki neitt, Hilda! Þú hefur ekki sagt mér neitt Þú hefur aðeins borið fram ótrú- lega fullyrðingu, en annað er í þoku. Hvernig gætir þú vitað hver myrti Marcus? Og hver er það ? Hvern grunar þú ? — Ég..., byrjaði Hilda, en herpti svo munninn saman, svo að hann varð eins og strik. — Ef þú vilt ekki segja mér það verður þú að segja lögreglunni það, sagði Leonie. — Ég fæ ekki tækifæri til þess. Ég lifi ekki nógu lengi til þess ... — Hvað gengur eiginlega að þér, sagði Leonie og varð óþolinmóð. — Þú ert að gera sorgarleik úr þessu. — Það getur orðið sorgarleikur T A R Z A N öll ættkvíslin þaut að staðnum þar sem lík eins stríðsmanna þeirra hafði fundizt. Ég stökk niður í mannlaust þorpið. ‘X THOUSHT l'V PUT SO/AE FEAP. INTO THESE CANNI5AUSTIC NAT1VES...X MAPE A PUMW/ FPOMTHETHINSSI FOUNR. THEN X HEARF THEM KETUKNINS’." úr þvf. Þeir eru fljótir að gerast. Þú lest um þá f blööunum á hverj- um degi. Og því skyldum vlð ekki geta orðið aðilar að sorgarleik? Það er einhver kominn hingað f húsið Leonie, sem... Hún þagnaði, leit upp og hvfslaði: — Hver var þetta? — Ég heyrði ekkert. Hilda sneri sér aftur að henni. — Leonie, gerðu það fyrir mig að spyrja mig ekki meir. Og talaðu ekki eins og þú gerðir f gærkvöldi! Mér datt í hug — að ef ég segði þér þetta —mundir þú skilja hve hættulegt þaö er, og minnast ekki á fortíðina. Auglýsing í Vísi eykur víðskiptin FRAMKÖLLUM FILMURNAR FLJÓTT OG VEL GEVAFOTO AUSTURSTR/tTI 6 ... og kom inn í kofa ... þar lágu vopn út um allt, skildir, verkfæri og hauskúpur. Mér fannst ég geta hrætt þessa villimenn ... ég bjó til líkamning úr hlutunum, sem ég fann svo heyrði ég, að þeir voru að koma til baka. BARÐINN# Árniúll 7 siml 30501 ALMENNA METZEIER umboíiS VERZLUNARFÉLAGIÐE | SKIPHOLT 15 SlÐUMÚLI 19 StMI 10199 slM! 35553

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.