Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 8
8 VÍSIR - Laugardagur 13. ágúst 1966. VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram ASstoSarrltstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1 Afgreiósla: Túngötu 7 Rltstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 tlnur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðia Vfsis — Edda h f Tvær stefnur ölafur Björnsson prófessor sagði í grein um efna* u hagsmálin, sem birtist í Morgunblaðinu 26. f.m. að // „raunverulega er aðeins um tvær stefnur í efnahags- // málum að ræða, að halda áfram þeirri stefnu, sem ) fylgt hefur verið eða hverfa aftur að gamla hafta- \ fyrirkomulaginu.“ Prófessorinn gerir réttilega ráð ( fyrir að þeir séu í miklum minnihluta sem vilja ( „hverfa aftur inn fyrir fangelsismúra haftanna“. En // allir sem ekki vilja hverfa inn fyrir þá múra, verða ) að gera sér þess grein, að sterk öfl í þjóðfélaginu ) vinna að því markvisst, að koma okkur öllum þang- \ að inn. I Það er eins og Ólafur Björnsson sagði, engan veg- y inn einhlítt að veita þeim brautargengi í kosningum, / sem frjálsræðisstefnunni fylgja. Hagsmunasamtökin / í þjóðfélaginu og allur almenningur verður að láta sér ) skiljast, að allt er hér komið undir þegnskap og skiln- 11 ingi þjóðarinnar við þær ráðstafanir, sem eru skil- / yrði fyrir frjálsræðinu. / Stjórnarandstaðan hefur einbeitt sér að því öll ) árin síðan viðreisnarstjórnin kom til valda, að villa \ um fyrir almenningi og fá hann til aðgerða, sem ( óhjákvæmilega hljóta að lokum að svipta hann því ( frelsi, sem hann vill ekki glata. Hinir pólitísku ævin-' / týramenn nota einkum þá aðferð að hvetja hin mörgu ) hagsmunasamtök innan þjóðfélagsins til síaukinna i kröfugerða á hendur ríki, sveitarfélögum og atvinnu- \ rekendum, ala á úlfúð og metingi milli stétta og ( starfshópa og grafa þannig undan öllu efnahagskerf- ) inu. Er furðulegt hve hægt er að teyma margt greint \ fólk langt á þessari braut. ( V ]\ú er aðeins tæpt ár til næstu, reglulegra alþingis- kosninga. Þá fær þjóðin tækifæri til að kveða upp ■ dóm sinn og velja um hinar tvær stefnur. Formaður Framsóknarflokksins hefur, sem kunnugt er, verið að reyna að telja þjóðinni trú um að hann kynni óbrigð- j ul ráð til lækningar á öllum meinsemdum í efnahags- lífinu. En hann hefur aldrei fengizt til að gefa full- nægjandi skýringu á því, hver þau ráð væru. Hann - nefndi þau .,hina leiðina“ og þar við sat. Nú er farið að kalla það „þriðju leiðina,“ og menn eru jafnnær. ef þeir eiga að taka nafnið alvarlega. En nú vill svo til, að Tíminn hefur annað hvort talað af sér eða tímabært þykir að Fiamsókn kasti grímunni. Blaðið er farið að lofsyngja aftur gömlu haftastefnuna og komst m. a. að þeirri niðurstöðu s.l. sunnudag, að sú stefna hefði verið til ómetan- legrar gæfu fyrir þjóðina. Menn þurfa því varla að fara í grafgötur um, hvað koma myndi, ef Framsókn- A arflokkurinn fengi völdin eftir næstu kosningar. 1( Hermönnum kommúnista í S- Vietnam fer fjölgandi Fréttaritari New York Times símar frá Saigon, að þaö sé mjög líklegt, að enn fleirl her- fylkl verði send frá Norður- Vietnam til Suður-Vietnam. Tel- ur fréttaritarinn sig hafa fyrir þessu áreiðanlegar heimildir. Samkvæmt siðustu eftirgrennsl- unum hafa kommúnistar sam- tals 282.000 menn undir vopn- um í Suður-Vletnam eða allt að 52—54.000 fleiri en um áramót- in. Það er því augljóst aö hvorki auknar sprengjuárásir á N. V. né auknar árásir á bækistöðvar skæruliða hafi dregið úr þrótti andst&ðinganna — og þeir geta aukið lið sitt samtímis sem Bandaríkjamenn auka liö sitt. Heimildir eru sagðar fyrir því, að Vietnamleiðtogar hafi hert baráttuna til þess að fá sjálf- boðaliða og er miðað við, að á tfmabili (um lengd þess er ekki getið) skuli stofna 15 bat- aljónir á mánuði. í hverri batal- ión eru 400 hermenn. Heilt herfylki. 1 júní og júlí var heilu her- fylki „laumað“ til Suöur-Viet- nam yfir „afvopnuðu spilduna" milli Norður- og Suður-Vietnam og inn í Quang Tri hérað, sem er hiö nyrzta í Suður-Vietnam. Þetta herfylki hefir síðan átt í hörðum bardögum við banda- rískt fallhllfa- og fótgönguliö. Samkvæmt heimildum er líklegt aö langtum fleiri herdeildir verði látnar fara sömu leið suð- ur á bóginn. Kunnugt er, að birgðastöðvar fyrir þessi her- fylki eru skammt norðan landa- mæranna. Herflutningar fara einnig vax- andi Ho-Chi-Minh leiðina (um Laos). Seinustu áætlanir herma, að um það bil 35.000 hermönnum frá N. V. hafi veriö laumað yfir landamærin fyrstu 7 mán- uöi ársins eða 5000 á mánuöi Ennfremur er sagt, að auk áö- urgreindra 35.000 hermanna hafi 19.000 komið suður yfir landamærin en ekki fengizt á þvf staðfesting. Það er þannig líklegt, að 52-54 þús. menn eða fleiri hafi komið frá 1/1 til 2/8. Sovézk hergögn. Fréttaritarinn segir sovézk hergögn og tæki meðal herfangs er tekið hafi verið, þ. e. smíö- uð í Sovétríkjunum, en áöur þeg ar talað hafi verið í fréttum um sovézk hergögn hafi verið átt við kínverskar eftirlikingar á sovézkum hergögnum og tækj- um. Annars segir fréttaritar- inn, þarf fleiri gögn, áður en sagt er frekar frá sovézkum hergögr.um, sem N. V. kann að fá eða hafa fengið eitthvaö af þegar. Herafli S. V. og bandamanna þess. Við áöurnefnda 282.000 her- menn kommúnista berjast 286. 000 bandarískir hermenn, 29.000 frá frjálsum þjóðum, flestir frá Suður-Kóreu og 614,000 manna stjómarher og eru þá hjálpar- sveitir hersins meötaldar. Samkvæmt opinberum skýrsl- um hefur fallið af liði kommún- ista frá 1/1—31/7 31.571 maö- ur. Því er siegið föstu að 35.000 h»rmenn frá Norður-Vietnam KY. hafi komið yfir landamærin á þessum tíma — ef til vill 54.000 ef allt er talið, en þrátt fyrir hið mikla manntjón sem þeir hafa beðið, hafa þeir aukiö lið sitt svo aö þeir hafa þar 54.000 menn, ef miöaö er við liærri ályktunartillöguna, Engar skýr ingar virðist vera að fá á þessu ósamræmi í skýrslunni. Sá möguleiki er fyrir hendi að áætlanir um manntjón kommúnista séu ýktar. Fleira mætti nefna, en þýðingarmesta niðurstaðan, sem menn komast aö við athuganir á skýrslunum um flutninga og manntjón, er sú, að það muni taka langan tíma að ráða niðurlögum kommúnista. Af 177 herfylkjum (divisions) kommúnista sem nú berjast á vígstöðvunum í Suður-Vietnam, eru 81 — eöa 46 af hundraöi — frá Noröur-Vietnam og bend- ir þetta til, að hermenn frá N-Vietnam gegni æ mikilvæg- ara og umfangsmeira hlutverki Strætisvagnar Kópavogs eru að reisa nýstárlegt hús fyrir viögeröarverkstæöi sitt við Hafnarbraut yzt á Kársnesinu. Þetta er stálgrindahús, 280 fer- metrar (rúmlega 1200 rúmmetr ar). Var húsiö flutt inn í pört- um frá Bandaríkjunum og kost- ar það hingað komið 1,1 milljón króna, fyrir utan grunn, upp- setningu og vatns- og raflagn- ir. Unnið hefur verið að upp- setningu hússins í sumar og mun því verki Ijúka í þessum mánuöi. — Uppsetningin mun verða 'öeðlilega mikill hluti kostnað- arins, tjáði Ólafur Jónsson, for- stjóri Strætisvagná Kópavogs, Vísi. — Mennimir sem vinna við að koma húsinu upp, eru óvanir slíku, en næsta sambærilegt hús ætti að verða ódýrara. Þó kostn í samstarfinu við skæruhóa. I stjórnarhernum f Suður- Vietnam e.. nú færri (275000) hermenn en kommúnistar hafa undir vopnum og það eru færri hermenn f her S. V. en eru í her Bandaríkjanna þar í landi og eru þá ekki hjálparsveitir og lögreglusveitir taldar með. Skoöanir Ky. Að þeim hefur áður verið vik ið hér í blaðinu, — hann vill helzt innrr- f Norður-Vietnam til þess að „stytta" styrjöldina“, en sá væri að minnsta kosti til- gangurinn með innrás. Ky er nú f opinberri heimsókn á Fil- ipseyjum og hefur gert þar grein fyrir skoöunum sínum og hvatt til þess að „allar Asíu- þjóðir sameinist til þess að stöðva kommúnismann", en vissar þjóðir sakaöi hann um að láta sig einu gilda hvernig allt færi í Vietnam. Hann ræddi nokkuð að þró- unin gæti orðið slík, aö Suöur- Vietnam fengi sterka aöstöðu til þess að binda enda á styrj- öldina og „tryggja friðinn", en sjónarmið Norður-Vietnam og Kína væri, að styrjöldin væri fyrsti þáttur, þar sem önnur lönd yrðu orrustuvöllur. Sam- staöa frjálsra Asfuþjóða ein dygði ekki — það þyrfti stuðn- ing vestrænna þjóða, tij þess að drepa f kommúnistum kjark- inn, svo að þeir áræddu ekki að framkvæma áform sfn um pólitíska upplausn og hemaðar- lega sigurvinninga. Hann sakaði Frakkland um aö hafa tekið skakka stefnu í Viet- namdeilunni, — franska stjóm- in liti á Vietnamstyrjöldina sömu augum og hún hafi litið á Alsfrstyrjöldina, en um hana hafi hún gert skakkar ályktan- ir. Þar að auki hafi Frakkar ekkert erindi að reka f Viet- nam. aðurinn viö uppsetninguna verði mikill, verður húsið þó ekki dýr- ara, en samsvarandi hús byggt hér. Veggimir eru geröir úr ein- ingum. Eru stálþynnur að utan og innan, en einangmn á milli. Öll suðurhliðin er gerð úr trefja plasti, sem hleypir 60% af ljós- magni f gegnum sig og skapast þannig þægileg birta inni 1 hús- inu á daginn. Heildverzlunin Strandberg h. f. flytur húsið inn, en fyrir- tækið hefur umboð fyrir Butler Mangufacturing Company. Það fyrirtæki framleiðir alls kyns til búin hús, verksmiðjuhús, verzl- unarhús og jafnvel kirkjur. Tveir aðilar munu flytja inn hús frá Butler Manufacturing Company. Verður annað reist að Egilsstöðum, en hitt hér í Reykjavík, Strœtisvagnar Kópavogs reisa innflutt hús ■a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.