Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 13.08.1966, Blaðsíða 9
vrir íl Konur á þingi — Rætt v/ð nokkra fulltrúa á fundi Alþjóðasambands háskólakvenna, sem haldinn er i Háskólanum þessa dagana í Háskólanum stendur nú yfir fulltrúafundur Alþjóðasambands háskólakvenna, sá fyrsti, sem haldinn er hér á landi. Þama mæt- ast um 70 erlendir og 35 íslenzkir þátttakendur fundarins, em sumar konurnar áheymarfulitrúar en aðrar eru fulltrúar lands síns. Til umræðu eru ýmis mál samtakanna, og er eitt aöalmáliö mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna og hvernig henni er framfylgt. Staða konunnar í heiminum er viðfangsefni alþjóðasamtakanna, sem hafa innan vébanda sinna ýmsar þær konur, sem vegna hæfi- leika sinna, og menntunar gegna ýmsum trúnaðarstörfum meðal þjóða sinna. Með starfi sínu i alþjóðasamtökunum vinna þær að ýmsum réttindamálum kvenna í heiminum í dag og leggja lið sltt fram í baráttunni fyrir bættum heimi. Hafa samtökin fasta- fulltrúa í ýmsum deildum S. Þ. sérstaklega þeim er lúta að efna- hags- og félagsmálum, menningar og friðarmálum. Menntun konunnar, lagaleg réttindi hennar og efnahagsleg aö- staða er á dagskrá samtakanna, sem telja 210 þúsund meðlimi í 50 löndum heims. Rétt áöur en fundahöldin hófust eftir hádegi þann 11. fyrsta dag fulltrúafundarins kom blaðamaöur við í Háskóianum til þess að ná tali af nokkrum fulltrúanna og spyrja þá almennt um stöðu konunnar í landi hvers um sig. Fyrir framan hátiðasalinn var fulltrúi Ítalíu, glaðleg á svip og bar ört á, þegar hún var byrjuð aö segja frá. ingur stúdenta, segir Simonetta að lokum, því að nú var allur hópurinn kallaður saman til myndatöku. Fyrir utan Háskólann skáru tvær konur sig úr hópnum vegna klæðaburðar og það voru fulltrúar Indlands. M. Simonetta — Konur njóta sömu rétt- inda og karlmenn á ítalíu, það er enginn mismunur þar á, nema þá í smáatriðum. Laga- legar hliðar málsins eru líka að breytast, mismunurinn er enginn og standa allar dyr kon- um opnar. Konan getur gert og fengið hvert starf sem hún er fær um og vill vinna. Konur njóta sömu réttinda og þegar ég var ung stúlka, segir Simon- etta, en þá var spurningin sú hvað foreldrarnir samþykktu og einnig hvers siðvenju'rnar kröfðust, einnig kom þar inn í gifting konunnar, en lagalega hliðin kom þar hvergi nærri. Við höfum konur á þingi, að vísu ekki margar, konur í sum- um æðstu stöðum þjóðarinnar og meira en helmingur kennara í framhaldsskólum eru konur. 1 háskólum Ítalíu er y3 hluti stúdenta konur en % karlmenn, en fjöldi kvennanna eykst og það er ekki um að ræða nema 4—5 ár þangað til konur, sem stunda háskólanám eru helm- R. P. Devadas Smávaxin, dökk yfirlitum i skrautlegum sari biður hún blaðamanninn að taka fyrir sig myndir af hópnum, sem hefur raðað sér upp til myndatökunn- ar á tröppunum í hvilftinni framan við Háskólann. Eftir það veitir hún fúslega viðtal, skólastjóri Sri Avinashilingam háskólans, þar sem eitt þúsund stúlkur nema og ljúka BA, B. Sc. og M. Sc. prófum í ýmsum greinum. — Margar konur í Indlandi gegna mikilvægum stöðum, segir Devadas, þær eru ráðherr- ar, yfirmenn stofnana, hæsta- réttardómarar, ambassadorar og ég er mjög hreykin af þeirri staðreynd að forsætisráðherra okkar skuli vera kona, segir Devadas og brosir. Það eru fleiri konur alþingismenn í Indlandi heldur en í mörgum öðrum löndum. Og mennirnir okkar eru mjög skilningsríkir, og eru alls ekki afbrýðisamir, þeir vilja að kon- umar séu athafnasamar og að þær sæki sig. Fleiri konur eiga eftir að vinna að þróuninni í Indlandi og að því mikilvægasta, að upp- ræta fátæktina, segir Devada að lokum um leið og hún flýtir sér inn á fundinn, sem þegar er hafinn. ' í í. E. Duhig Daginn áður hafði blaða- maður komið við á Stúdenta- görðunum þar sem margir hinna erlendu þátttakanda hafa að- setur meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi . Á Gamla Garði var fuiltrúi Ástralfu f herbergi sínu og tók vel í það, að segja frá aðstöðu kvenna í heimalandi sínu. — Það er allt auðvelt fyrir konur í Ástralíu. Landið er stórt, samanstendur af þrem ríkjum og Tasmaníu að auki. 1 hverju riki eru ríkisskólar og er skóla- skylda til fimmtán ára aldurs. Eftir skólaskyldu geta nem- endur valið á milli þess að halda áfram námi eða að hætta. Duhig, sem hefur gegnt prófess- orsembætti í tungumálum við háskólann í New South Wales, einu ríkja Ástralíu segir að í skóla sínum sé meirihluti nemenda karlmenn enn sem komið sé. Annars er heilmikið af konum starfandi læknar, segir hún, og nokkrar konur eru á þingi. Hingað til hafa konur ekki viljað taka þátt í atvinnu- lífinu en þær eru að vakna og að konur geti gegnt sömu störfum og karlmenn er einn þál.urinn í starfi alþjóðasam- takanna, sem hvetur konur til þess að taka þátt í atvinnu- og þjóðmálum í sfnu landi. uangi er siðan konur hlutu kosningarétt í Ástralíu, segir Duhig og það er lögboðið að kjósa, þegar kosningaaldri er náð árs aldri og mun Ástra- lía vera eina landið í heimin- um, sem þannig háttar málum. Það er nú einu sinni þannig, segir hún, að þegar þú hefur barizt fyrir einhverju og færð þvi framfylgt þá viltu það ekki lengur. Þetta er einn veikleik- inn félagasamtökum kvenna, vegna þess aö eðli konunnar er ekki í raun og veru það, að berjast fyrir hlutunum. Einnig er lögboðið í Ástra- líu að kjósa i bæjarstjórnar- kosningum og margar konur þar í landi sitja í bæjarstjórnum og þær eru bæjarstjórar, en ekki margar. I Ástralíu er þess farið að gæta, að konur hafi áhuga á æðri stööum í þjóðfélaginu. Ég hef aldrei kvenréttinda- kona verið segir Duhig að lok- um og brosir. Ég held að það sé eyðilegging að vissu marki og skaði framgang máls, ef þú gerir of mikið úr hlutunum. N. Griffiths Á Nýja Garði eru til húsa tveir aðstoðargjaldkerar al- þjóðasambandsins og hefur önnur þeirra, frú N. Griffiths, starfað fyrir alþjóðasambandið í _ex ár. — Það er jafnrétti kvenna og karla í Stóra-Bretlandi, segir hún, nema í Kauphöllinni og kirkjunni. Þær geta unnið í Kauphöllinni ýmis störf, en ekki verið meðlimir hennar. Konur taka þátt í flutningi guðsorðs í útvarpi en starfa ekki sem prestar. Að öðru leyti má segja, að sé jafnrétti og alla vega er Bretland kallað vélferðarríki nú á dögum. Það sem móðir þín þurfti að vinna sér fyrir með súrum sveita gef- ur ríki mitt núna. Griffiths, sem er viðskipta- fræðingur að mennt, segir að hún hafi opnað viðskiptadeild- ina við Birminghamháskóla á sínum tíma konum, en þá var fáheyrt að konur legðu stund á slíkt nám. Núna, segir hún, er stærsta atriðið það, að það er svo mikil eftirspurn eftir að komast að við háskóla, að það fá ekki allir inngöngu. Þegar ég stundaði nám, segir hún, þá beið skólaseta í háskóla eftir mér og var sjálfsagður hlutur. Hún segir aldrei hafi framlag konunnar, sem jafna mætti við afrek, komið eins skýrt í Ijós í Englandi og á stríðstímunum, sérstaklega í heimsstyrjöldinni síðari. — Að vera ein f loftárás er ekkert, segir hún, á móts við það að vera með ungbamið sitt í fanginu í loftvamarbyrg- inu! Allir eiga að berjast fyrir friði í heiminum, bæði karlar og konur. Við trúðum á frið í heiminum, en svo kom árið 1938 og öll friðarvon var eyði- lögð á skammri stundu. Ruth Irish Fulltrúi Bandaríkjanna er að undirbúa sig fyrir ferðalag í Hvalstöðina, þegar litið er inn á herbergi hennar. Ruth Irish er annar aðstoð- argjaldkeri alþjóðasamtakanna og var kosin sem fulltrúi Banda ríkjanna í alþjóðasambandinu á ráðstefnu alþjóðasambands- ins, sem haldin var í Brisbane í sept. s.l. — Fulltrúa i alþjóðasam- bandinu eiga 58 mismunandi lönd, yfirleitt em fulltrúarnir tengdir félagsskap ríkisháskól- anna í hverju landi. Fulltrú- amir koma frá ýmsum heims- hornum, t. d. Suður-Afríku, Ceylon, Burma, Grikklandi, Austurlöndum, Suður-Ameríku svo að einhver séu nefnd. Verkefni samtakanna eru margvísleg, þau standa fyrir út- gáfu á ýmsum ritum, sem at- hyglisverð eru fvrir konur, þau veita styrki til náms, þau eiga fulltrúa í Sameinuðu þjóðunum, sérstaklega þeim nefndum sam- takanna sem fjalla um efna- hags- félagslegar- og lagalegar hliðar málanna. Alþjóðasam- bandið fylgist með hversu menntun er komin vel á veg í hinum ýmsu löndum, það hjálpar konum í vanþróuðum löndum t. d. Afríku og styrkir til mennta bæði pilta og stúlk- ur. Alþjóðasambandið rannsak- ar nú offjölgun mannkynsins og er ætlunin að hvert Iand rannsaki ástandið hjá sér og verða skýrslur frá hverju landi lagðar fram á næstu ráðstefnu samtakanna, í Þýzkalandi árið 1968, en ráðstefnurnar eru haldnar á þriggja ára fresti. Fundurinn hérna fjallar meira um fjárhagsmálin, en þó fara fram umræður sem m. a. bein- ast í þá átt, að fylgja fram og örva konur með háskólamennt- un til þess að nota hana til velferðar landi sínu og þjóð. T anddyrinu eru tveir fulltrúar Norðurlandanna J. K. Lund- blad frá Svíþjóð og I. Troland áheymarfulltrúi frá Noregi. Þær vilja Iftið segja, við íslendingar vissum allt um Norðurlöndin. — Aðalmálið f Svíþjóð núna, segir Lundblad, er hlutverk kynjanna. Núna sitja eigin- mennimir heima og gæta bam- anna meðan konan stundar sitt nám. Þau skipta verkefnunum á milli sfn, að vísu er það að- eins lítill hópur, sem gengur ennþá þetta langt. Þetta er draumurinn, sem háskólakcmur dreymdi fyrir 25 árum, nú er hann orðinn að veruleika. En hafðu þetta bara í eftir- mála, það em aðrar konur, sem geta veitt athyglisverðari upp- lýsingar frá sínum löndum. wmsi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.