Alþýðublaðið - 30.03.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.03.1966, Blaðsíða 4
Bttatfórar: Gylfl Gröndíl (4b.) og Benedlkt Gröndel. — RltstJÍSmarfuU- trúl: ElOur GuSnason. — Símar: 14900-14903 — Auglýslngasíml: 1490«. ASsetur AlþýSubúalO vlO Hverflsgötu, Reykjavllc. — PrentsmlOJa AlþýOu blaOalna. — Aakrlftargjald kr. 85.00 — 1 laueasðlu kr, 5.00 elntaktt). Gtgefandl AlþýOuflokkurinn. Samningarnir... SAMNINGAR milli íslands og Swiss Aluminium lutd. um byggingu álbræðslu hér á landi voru und- irritaðir í fyrradag. Er þetta merkur atburður í at- irinnusögu þjóðarinnar, þáttur í framkvæmd gam- alla drauma um að virkja jökulfljót og nota orku ^eirra til stóriðju. Samningar þessir eiga sér langan aðdraganda. Í/Iörg erlend félög hafa á undanförnum árum athug- að möguleika á byggingu álverksmiðja hér á landi, en öll horfið frá — flest vegna ótryggra efnahags- rnála frekar en lélegra náttúruskilyrða. Lengi vel gekk hvorki né rak í viðræðum við Svisslendinga, .Jjar eð samningamenn íslands settu sem algert skil- yrði, að raforkuverð væri 2,5 mills. Þegar Swiss Aluminium loks gekk inn á það verð, var byrjað að semja. Auk íslenzkra sérfræðinga fékk ríkisstjórnin sér tll ráðuneytis bandarískt lögfræðifirma, sem hefur sérþekkingu á slíkum samningum. Að auki sátu f alltrúar Alþjóðabankans okkar megin við samn- i agaborðið, þv-' að þeir munu lána fé til Búrfellsvirkj -tbar og er þeirra hagur, að íslendingar nái góðum Siamningum. Allt ætti þetta að tryggja svo sem bezt verður, að vel hafi verið haldið á málstað íslend- i ága. ...og Alþingi ÞJÓÐVILJINN hefur gert harða árás á ríkis- , sljórnina fyrir það, <að samningarnir við Swiss Aluminium Ltd. skyldu vera undirritaðir af iðnað- armálaráðherra, áður en þeir voru lagðir fyrir AI- 4>ingi. Kallar blaðið þetta fyrirlitningu á Alþingi. 1 Þessi málflutningur er furðulegur. Samkvæmt 21. grein stjórnarskrárinnar á forseti lýðveldisins að tgera samninga við erlend ríki, en það þýðir í reynd, ríkisstjórn á að gera slíka samninga. Ef þeir hafa i sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða fcreytingu á stjórnarhögum ríkisins, skal samþykki i 'i í Alþingis koma til. Framkvæmd þeasara máía hefur ávallt verið svo, að framkvæmdavaldið gerir samninga við er lenda aðila. Fjölda þeirra samninga þarf ekki að leggja fyrir Alþingi, en margir hafa þó verið lagð- ií .þar fyrir til staðfestingar. Um þetta hafa ekki ver ið deilur, enda er þessi sami háttur fyrirskipaður í síjórnarskrám flestra ríkja og framkvæmd eins og •feér héfur verið. í sannleika sagt hefur ríkisstjórnin leyft nefnd þingmanna úr öllum flokkum. að fylgjast með gerð samninganna og hafa áhrif á þá undanfarið ár. Þetta ýr meira en gert hefur verið áður og meira en ríkis-, stjórn ber skylda til. Þess vegna er fráleitt að kalla meðferð þessa máls „fyrirlitningu“ á Alþingi. ó 4 30. rnarz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐ1Ð G£Æ$/l£6r mm c//ð mcm mr/ oooooooooooooooooooooooooooooooo* Y Minnkandi fylgi við bjórinn. ★ ★ ★ ★ Reynsla og staðreyndir mæta fullyrSingum. Bakkusarprestar hafa reynst lygalaupar. Drepið á nokkur atriði sögunnar. OOOOOOOOOOO'OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOi MÉR ER SAGT, að ölfrum- varpið mæti æ harðari mótspymu á Alþingi, fleiri og fleiri þinff- memi séu að verða því andvígir. Þetta mun ekki sízt stafa af því að mönnum er ljást hversu greig- vænlegt ástandið er í áfengismál unum. En það mun líka hafa sitt að segja, að bláköld reynslan sýnir1 og sannar, að andbanningar og aðrir Bakkusarprestar, hafa allt af reynzt lygarar fyrir dómi sög unnar. ALLAR FGLLYRÐINGAR þeirra frá uphafj hafa verið á þá lund, að auðveldari leið til á- fengisöflunar yrði til þess að minnka smygl og brugg og draga úr drykkjuskap. En reynslan hefur sýnt svo að ekki verður um deilt, að hver tilslökun hefur orðið til þess að auka smygl og auka brugg og leitt til enn skefjalausari drykkjuskapar þar til komið er eins og nú, og menn sjá þegar þeir litast um í kringum sig. — Ðagsbrún hefur samþykkt mót- mæli. — Hér er síðasta bréfið, sem ég hef fengið um þessi mál: HILMAR JÓNSSON SKRIFAR: „Frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi um heimild til brugg unar áfengs öls hér á landi gefur tilefni til margvíslegra hugleið- inga um áfengis- og æskulýðs- mál: — Ýmsar skrílsamkomur ungl inga á Hreðavatni, í Þórsmörk, á Þingvöllum, í Vaglaskógi og Hallormstaðaskógi og á fleiri stöð um hafa á undanförnum árum vakið athygli á sívaxandi neyzlu unglinga á áfengum drykkjum. Svo alvarlegt var ástandið orðið að nefnd á vegum dómsmálaráðu neytisins var sett á laggirnar til að finna ráð til úrbóta. SÉRSTAKLEGA var ein lielgi sumarsins orðin alræmd fyrir drykkjulæti, verzlunarmannahelg in. Með virðingu fyrir öllum vand læturum verður það að viður- kennast. sem rétt er að einungis einn aðili sýndi í verki viðleitni til að stemma stigu við þessari óheillaþróun, bindindissamtökin. Þau beittu sér sem sagt fyrir móti um verzlunarmannahelgina — móti, sem haldið hefur verið í 5 ár oftast á Húsafelli við vaxandi vinsældir. Þessi viðleitni templara hefur þann árangur borið að nú í sumar voru þrjú bindindis- mannamót haldin um verzlunar- mannahelgina. DÓMSVALDIÐ, sem fylgzt hef ur með þessum samkomum hefur lagt blessun sína yfir þær og næg ir að nefna í því sambandi bein an stuðning, sem Ásgeir Péturs son sýslumaður í Bargamesi, hef ur veitt forráðamönnum Húsafells mótsins og Axel Túliníus þeim Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.