Alþýðublaðið - 30.03.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.03.1966, Blaðsíða 7
Árið 1966 heftir nu> þegar krafizt mikiila fórna flugsiys hafa kcstað 696 mannslíf ... Flugvélarnar verða stöðugrt stærri slysin stöðugt hörmulegri. 'Á FYRSTU mánuðum ársins 1966 hefur alþjóðlegt flug beðið mik- inn hnekki. í ellefu niiklum flug- shjsum hafa 690 manns látið iífið. Fyrir skömmu birtist hér í blaðinu nálcvæmur listi yfir hin einstöku slys og fjölda þeirra farþega, sem týndi lífinu í hverju slysi. Svo virðist, sem ekkert orsaka- samband sé á milli þessara slysa. í>au hafa orðið hingað og þang- að í heimiuum, og hent mi'smun- andi flugvélategundir. Sumar þeirra hafa farizt yfir fjöllum, — sumar yfir sjó, nokkrar í lendingu og aðrar í flugtaki. Slæm auglýsing Það þai-f meira en litla forlaga- trú til að yppta öxlum yfir 690 mannfórnum á þremur mánuðum. Hin síauknu slys valda framá- mönnum flugmála víða um heim miklum áhyggjum. Hin tíðu slys eru slæm auglýsing fyrir starf- semina. í Japan afpöntuðu 18 000 farþegar miða sína eftir slysið i Tolcyo-flóanum. Það eitt kostaði flugfélögin um 18 milljónir krójia. Hvað bregzt? En hvað veldur svo þessum óttalegu slysum, sem eftir því sem flugvélarnar verða sífellt stærri munu krefjast fleiri og fleiri mannslífa? Er tæknin ekki það þróuð, að hægt sé að smíða hina öruggu flugvél? Hin örugga flugvél hefur nú þegar verið smíðuð, munu flestir flugmálaséi'fræðingar segja. En samt vehða slysin. Hvers vegna? Af því að bæði maður og tækni geta brugðizt. Oft má kenna um samtvinnuðum mistökum manns og tækni. En því miður reynist oft erfitt eftir á að finna orsökina. Það fólk, sem gæti gefið svarið, er á meðal fórnardýranna, og þau tæki, sem ef til vill gætu gefið einhvcrja vísbendingu, eru oftast nær gereyðilögð. Rannsóknin í hvert sinn, sem flugslys á sér stað, er þegar í stað hafin flókin og dýr, en því miður, einnig löng rannsókn. Sérhvei't ríki hefur sína eigin rannsóknarnefnd, sérhvert flugfélag sömuleiðis. Sé um að ræða nýja eða nýlega flugvélarteg- und, mun verksmiðjan, sem fram- leitt hefur flugvélina senda eigin sérfræðinga á vettvang. Hafi maður augum litið sundr- aðan flugvélarbúk, mætti álíta það verk, sem fram undan er, von- laust. En samt er það svo, að eftir margra mánaða rannsóknir á slys- stað og í rannsóknarstofum gefa sérfræðingarnir út yfirlýsingu um orsakir slyssins. Stundum auðvelt Það kemur fyrir, að orsök slyss er auðfundin. Finnsk farþegaflug- vél hrapaði árið 1961 með 25 far- þegum innanborðs. Annar flug- mannamia hafði 2,1 promille alkó- hól í blóðinu, hinn 1,6 promille. Sama ár hrapaði DC 3-flugvél til jarðar í nágrenni Búdapest. 30 fórust. Orsökin var augljós: Flug- maðurinn brá á listflug, sem flug- vélin hafði ekki eiginleika til. Hún sundraðist- í loftinu. Við hröpum Mun erfiðara var að finna orsök- ina, þegar svissnesk Caravelle- þota hrapaði til jarðar í septem- ber 1963. Skömmu eftir flugtak heyrðu menn flugmanninn segja í tal- stöðina: Vélin brennur — ég hef enga st.jórn á henni. Við hröpum. Hvað gat valdið því, að þessi vél, sem hvað öyggi snertir nálg- ast fullkomnun varð skyndilega alelda eftir flugtak í Ziirich? Nokkrum mínútum eftir að slys- ið hafði átt sér stað, voru sviss- neskir sérfræðingar komnir á slysstaðinn — seinna bættust við sérfræðingar frá Caravelle-verk- smiðjunum — og þar með var haf- in nákvæm rannsókn, sem tók um það bil-eitt ár. Höfuðáherzla var lögð á það, að ná samaii öllum hlutum flaksins. Þeir voru dreifðir um mjög stórt svæði, sumir voru í 12 kilómetra fjarlægð frá þeim stað, þar sem flugvélin skall niður. Bersýnilegt þótíi, að vélin hefði sundrast í loftinu: Samtal flúgstjói-ans við flug- stjórnina i Ziirich, sem var á seg- ulbandi, var hlustað aftur og aft- ur. Lítið hafðist upp úr því. Flug- takið hafði bersýniiegá verið eðli- legt, en slysið hafði orðið rétt eftir. Nákvæm rann- rókn Var einhver gaili á mótorun- um? — Þeir voru rannsakaðir, en leifar þeirra ■ gáfu ekki til kynna að svo væri. Tilkynningar flug- stjórans bentu heldur ekki til þess, að um vélarbilun væri að ræða. „Við missum stjórnina,” hafði hann sagt. Það var greinilega um bilun í stjórntækjum að ræða, en hvaða? Sérfræðmgarnir kgmust á þá skoðun, að sprengju liefði verið komið fyrir í flugvélinni. Mörg dæmi eru þess, að sprengju hafi verið komið fyrir í flugvél til að svíkja út tryggingarfé. En sii til- gáta var látin niður falla. Allt beuti til þess, að hér væri um tæknigalla að ræða. Hre.vfingar þotunnar fyrir flug- tak voi'u nú yfii'farnar aftur og aftur og þær ásamt þeim vís- bendingpm, sem leifar vélarinn- ar gáfu til kynna urðu grund- völlur f.yrir kenningu, sem virtist svo sannfærandi, að Caravelle- verksmiðjurnar töldu hana sann- aða og breyttu vélum sínum sam- kvæmt henni. Það var lágþoka yfir Zúrich,. Japan hefur verið vettvangur myndinni sést þegar veriff var a vélinni, sem steyptist í Tokyo-fló anborðs. Allir fórust. þegar Caravellan var að fara. — Flugmaðurinn vildi dreifa þok- unni með því að keyra fram og aftur eftir brautinni, eins og oft hafði verið' gert með árangri, þar sem hiff heita ixtblástursloft frá hreyflum þotunnar eyddi þokunni. Eldur í hjólhúsi Þetta heppnaðist. En vegna hinnar löngu keyrslu hljóta heml ar þotunnar að hafa hitnað mik- ið, eí til vill svo mikið, að þeir hafi verið glóandi, þegar loksins vélin ók í flugtaksstöðu. Enginn um borð í flugvélinni hefur hugs að út í það. Ekkert tæki hefur getað sýnt að svo væri. Á leiðinni í loftið sprakk á einu hjóianna, sem e.ru tvö og tvö sam- an, hitt hjólið féll saman og felga þess hlýtur að hafa eyðilagzt vegna núnings við brautina — stykld úr henni fundust á braut- ixini — og þegar vélin tiltölulega óskemmd hóf sig á loft gengu hjól- in með hinum glóandi hemlum og skemmdu felgu sjálfkrafa upp í flugvélabúkinn. Kannske hefur Stykki úr skemmdu felgunni sett gat á vökvaleiðslur sjórnkcrfisins, þriggja stórslysa á þessu ári. Á f ná upp flakinu af Boeing <21 x 4. febrúar meff 133 manns in» kannski hefvr hitinn frá hinum glóandi heinlum verið nægur. Sér- fræðingarnir telja það a.m.k. mjög líklegt, að eldur hafi komið upp í hjóihúsinu skömmu eftiv flugtak, vökvaleiðslurnar farið að leka, kviloiað hafi í vökvanum og þar með öllu lokið. Með þrautreyndum athugunuxn og rannsókn hvers smáatriðis kom- ust sérfræðingarnir að þessarl niðurstöðu. Framleiðendur. Caravelle-yéÞ anna höguðu sér samkvæmt þvii Eldfimur vökvi er ekki lengur not- aður í vökvakerfi Cai'avellunnar og allar vökvaleiðslur eru úr stáli. Grunuð ílugvél I Fjórar flugvélar af gerðinni Bo- eing 727 hafa sem kunnugt ei' far- izt síðan í júií, og með þeirn 264 menn og konur. Flugmálayfirvöld í Bandaríhj- unum hafa nú mánuðum saman, þaulreynt þessa flugvélategund, og komizt að þeirri niðurstöðu, , að hún sé „framúrskarandi og ör- ‘ ugg flugvél.” Byggingarlag héhn- _ Framhald á 10. síðji. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. marz 1966 Tp 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.