Alþýðublaðið - 30.03.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.03.1966, Blaðsíða 11
i Ritstióri Orn Eidsson Myndin er af þeirn feðg- um Þórði Jónssyni, sem hef ur æft vel að undanförnu. Yrði mikill styrkur fyrir Akranesliðið, ef hann léki með því á ný og Karli syni hans, sem vakti á sér ahygli í leikjum 5. flokks í fyrra, fyrir afburða góða knattmeð ferð. Myndin af þeim feðgum er tekin sl. sunnudag er þeir voru saman á æfingu. >ooooooo©<>oooooo<r — • • ^ ♦>*' Islandsmeistaratit- ilíinn blasir við KR íslandsmeistaratitillinn blasir við KR eftir sigur gegn Ármanni s.l. föstudag, en Ármann hafði yfir í hálfleik 38:33. ÍR sigraði ÍKF sama kvöld 68:42. KR — Ármann 71:53 Fyrstu mínúturnar fóru í könn un liðanna á styrkleika hvors ann- ars. KR skorar 3 stig áður en Ár- mann tekur við sér. KR-ingar liéldu þó ekki forustunni lengi, því hittni Ármenninga lagaðist og kom ust þeir yfir 12:11 og síðan 23:20. Sýndu Ármenningar á þessu tíma- bili einn bezta leik sem lengi hef- ur sézt. Hélzt það út hálfleikinn og leiddu Ármenningar 38:33 í hálfleik. KR-ingar jafna metin strax í síðari hálfleik og kvað nú við annan tón i leik Ármanns og hittni engin. Náðu KRingar yfir- höndinni er um 7 mín voru liðn- ar. Juku þeir smátt og smátt á, stigamuninn. Kastaði fyrst tólfun um er Ármann missti Birgir af leikvelli með 5 villur rétt eftir miðjan síðari hálfleik. Eftir það var einstefna KR alger og skoruðu þeir 19 stig gegn 7 stigum Ármenn inga síðustu. 5 mínúturnar. Lykt- aði seinni hálfleik með yfirburðar sigri KR 38:15 og endanlegri stiga- tölu 71:53. Ármenningar léku maður gegn manni en KR-ingar léku sína al- kunnu svæðispressu. Gekk Ármenn ingum ilia að venjast Einari Bolla- syni en KR-ingar áttu hins vegar í litlum erfiðleikum með Birgi Gerði þetta gæfumuninn. Ármenningar léku stórglæsilega VELHEPPNUÐ BIKAR GLÍMA BREIÐABLSKS fyrri hálfleikinn en taugarnar ; brustu er á reyndi og var engu líkara en um annað lið væri að ræða í seinni hálfleik. Vantar Ár- mennnga en öryggi og reynslu til að standa jafnfætis KR, þrátt fyrir mikla framför í vetur. Beztur þeirra var Hallgrímur með 15 stig og Birgir í fyrri hálf- leik. Víti: Tekin 16 hitt úr 9. ' KR-ingar geta þakkað Einari þennan sigur öðrum fremur. Skor- aði hann 28 stig og er með 29 stig að meðaltali í leik í þeim leikjum Framhald á 15. síðu •OOOOOOOOOOOOOOOO HIN árlega bikarglíma Ung- mennafélagsins Breiðabliks, Kópavogi var háð í íþróttahúsi Kópavogsskóla, sunnudaginn 27. marz kl. 1,30. Keppt var í fiórum flokkum og urðu helztu úrslit þessi: 1. flokkur: 1. Ármann J. Lárusson Hrafnhildur settl 2 met Hrafiiiiiidur Guffmunds- dóttir, IR seíti nýlega tvö Islandsmet í sundi. Á innan félagsmoti í Sundhöllinni í Reykjavík á iimmtudag setti liún met í 300 m. skriffsundi synti á 3,56,7 mín., sem er 1/10 úr sek. be'.ra en gamla metiff, sem hún átti sjálf. Á sundmóti Kaínarfjarðar á suimudag, þar sem Hrafnhild ur keppti sem gestur, setti hún met í 50 m. baksundi, synti á 34,9 sek. Gamla met iff var 36,4 sek. Á þessu móti náffi Davíff Valgarffsson, Keflavík mjög góffum ár- angri í 400 m. skriffsundi, synti á 4.38,6 mín., sem er affeins 3/10 úr sek. lakari tími en hiff frábæra met Guff mundar Gíslasonar. 2. Kristján H. Lárusson 3. Lárus Lárusson Ármann vann nú í annað sinn veglegan bikar sem Samvinnu- tr.vggingar gáfu í fyrra, en hann vinnst til eignar sé hann unninn þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Drengjaflokkur : 1. Ríkharður Jónsson 2. Gestur Kristinsson 3. Erlingur Jónsson Ríkharður vann til eignar bikar, sem Blikksmiðjan Vogur gaf til keppninnar í ár. Sveinaflokkur : 1. Hinrik Þórhallsson 2. Guðmundur Ingvason 3. Torfi Ólafsson Hinrik vann til eignar bikar sem Yngvi Guðmundsson gaf til keppninnar í ár. Ungsveinaflokkur : 1. Sturla Jónasson 2. Örn Orri Yngvason 3. Alexander R. Lórensson Þeir unnu allir bikar til eignai' sem Yngvi Guðmundsson gaf. Glímustjóri var Yngvi Guð- mundsson og yfirdómari Grétar ^ionrðsson. ÁRSÞING ÍBR. verður lialdið þriðjudaginn 5. apr- íl í húsi Slysavarnafélags íslands á Grandagarði. Aðalfundur K.R.R. verður haldinn í Félagsheimili Vals við Laufásveg fimmtudaginn 31. marz og hefst kl. 20,30. Landsleikur Dana og íslendinga í undanrásum heimsmeistarakeppn innar í handknattleik fer fram á ' laugardag í íþróttahöllinni og I hefst kl. 5. Húsið verður opnað kl. ' 4. Sala aðgöngumiða hefst í dag i í Bókaverzlun Lárusar Blöndal við Skólavörðustíg og Vesturveri. Dönsku leikmennirnir koma á föstudagskvöld og fara á sunnu- dagsmorgun. Þeir búa á Hótel Gunnlaugur Hjálmarsson. Sögu. Fjórir danskir biaðamenn verða viðstaddir leikinn og honum verður lýst í danska útvarpinu. íslenzka liðið hefur verið valið og það er skipað sem hér segir: Hjalti Einarsson, FH Þorsteinn Björnsson, Fram Auðunn Óskarsson, FH Geir Hallsteinsson, FH Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram (fyrirliði) Hermann Gunnarsson, Val Hörður Kristinsson, Ármanni Ingólfur Óskarsson, Fram. Karl Jóhannsson, KR Sigurður Einarsson, Fram Stefán Sandholt, Val Þetta er áreiðanlega sterkasta liðið, sem við getum teflt fram nú. Dómari verður Hans Carlsson, en hann dæmdi leikina við Sovét- menn hér í vetur. í vetur hafa Danir háð 13 lands- leiki, og hafa úrslit orðið þessi: Sviþjóð—Danmörk 13:12 Danmörk—Svíþjóð 13:12 Danmörk—Rússlandr 15:14 Danmörk—Rússland 16:16 Danmörk — Pólland 22:16 Noregur—Danmörk 9:19 Danmörk—ísland 17:12 S víþ j óð—Danmörk 11:14 Danmörk—Svíþjóð 9:14 PóIIand — Danmörk 18:14 A-Þýzkal.—Danmörk 27:20 Danmörk—Rúmenía 17:20 Að lokum skal þess getið, að ísland og Danmörk hafa leikið 5 landsleiki og hafa úrslit orðíð þessi: Árið 1950 í Kaupmannahöfn: Danmörk — ísland 20:6 Árið 1959 í Slagelse: Danmörk — ísland 23:16 Árið 1961 í Karlsruhe: Danmörk — ísland 24:13 Árið 1961 í Essen: Danmörk — ísland 14:13 Árið 1966 í Nyborg: Danmörk — ísland 17:12 Danir hafa unnið alla þessa leiki og hafa skorað 98:60 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. marz 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.