Alþýðublaðið - 30.03.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.03.1966, Blaðsíða 8
Myndirnar, sem þið sjáið hérna í Opnunni í dag, sýna kvennaskóla stúlkur í matreiðslu. Það er fyrsti bekkur Z, og nýlega komum við í heimsókn til þeirra, í skólaeld- húsið í Melaskólanum, þar sem þær fá að æfa sig í eldamennsk- unni. Strax og við komum inn fyr- ir dyr borðstofu skólaeldhússins var augljóst að mikið var að gera í eldhúsinu. Frammi við dyr, stóð ein stúlkan og strauk nýþvegna uppþvottaklúta með heitu járni. Hinum megin í borðstofunni voru tvær stúlkur, sem voru að enda við að hræra jólaköku og voru að láta deigið í formin. Þær voru ákaflega áhugasamar við bakstur- inn, enda kom í ljós við „skoð- anakönnun” um hvað væri skemmtilegast í matreiðslunni, að fjórar af sex aðspurðum, sögðu, að það væri mest gaman að baka. Einni þótti mest gaman að steikja kjöt og önnur sagði, að sér fynd- ist Iangmest gaman að matreiða fisk. Inni í sjálfu eldhúsinu var ver- ið að matreiða ítalskan kjötrétt með hrærðum kartöflum og saft- súpu með tvíbökum. Það snarkaði í kjötinu á pönnunum. Inni í bak- araofnunum voru tvíbökurnar, sem þær stúlkur, sem áttu að mat- búa súpuna, höfðu bakað áður en þær byrjuðu á súpugerðinni. Þeg- ar tvíbökurnar voru komnar inn í ofninn, gátu þær snúið sér að því a'ð byrja á súpunni, og sæt- súpan sú átti ekki að verða af verri endanum, það var auðséð. Kennarinn þeirra, Kristjana Steingrímsdóttir, húsmæðrakenn- ari, fylgdist með stúlkunum og sagði þeim til. — í hvaða bekkjum er mat- reiðsla skyldunámsgrein? spyrjum við Kristjönu, og truflum hana frá kennslunni. — Matreiðsla á að vera skyldu- fag í 1. og 2. bekk en vegna skorts á skólaeldhúsum eru þær stúlkur sáraíaar úr öðrum bekk, sem kom- ast að, og jafnvel í 1. bekk verð- ur að skipta niður, þannig að sum- ar eru ekki í matreiðslu nema hálfan veturinn. — Ei'u þá nokkrir drengir í mat- reiðslu! núna eins og var fyrir nokkrum árum? — Þáð væri mjög æskilegt,-að drengir gætu fengið kennslu í matreiðslu, en þar sem svo mik- ill skórtur er á skólaeldhúsum, Kristjana Steingrímsdóttir, kennari, aðstoðar stúlkurnar. í skóla eldliúsinu. verður náttúrlega að láta dreng- ina sitja á hakanum. — Hvenær kennduð þér drengjabekk síðast? — Ég kenndi síðast drengja- bekk fyrir fjórum árum. — Og fannst þeim ekki gaman að læra matreiðslu? — Jú, þeim fannst reglulega gaman, sérstaklega að búa til mat- inn. Þeim fannst ekki eins gaman að taka til á eftir. — Matreiðsla var skyldufag í 12 ára bekkjum barnaskóla. Hvað er langt síðan það' breyttist? — Ég held að það séu um átta ár, að minnsta kosti. Við þökkum Kristjönu fyrir samtalið og snúum okkur að náms meyjunum. — Hvað heitir þú? spyrjum við eina, sem hefur nýlokið við að koma tvíbökum í ofninn og er að hræra í súpupotti. — Kolbrún Guðjónsdóttir. — Að hverju finnst þér mest gaman í matreiðslu? — Ég held mér finnist mest gaman að baka. — Viltu nefna eitthvað, sem þú hefur bakað í vetur? — Ja, ég hef t. d. bakað brún- köku og smákökur. Og svo auðvitað tvibökurnar .. •••• wmM rnMmmi i&m íý-ív'••;•;> ■ //■v': œðcl ■5 : Hún var að ganga frá þvottinum. Kolbrún Guðjónsdóttir. — Það er gaman í matreiðslu. Kristín Pálsdóttir og Guðrún 1 ,8 30. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.