Alþýðublaðið - 30.03.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.03.1966, Blaðsíða 15
• Salt CEREBOS í IIANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM. HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA Fæst í næstu búð KastSJés Framh. af 5. síðu. ★ LANDAMÆRASTRÍB Eins og .víða annars staðar í Afríku voru landamæri Kenya dregin ón tillits til þess að þau bútuðu sundur svæði, sem vissir ættflokkar höfðu ráðið yfir frá öndverðu. Þrír fjórðu hlutar Ken- yahers, sem er ekki ýkja fiöl- mennur er stöðugt á varðbergi á landamærum Sómalíu, en Sómal- ir eru hirðingjar og flakka í sí- fellu fram og aftur yfir landamær- in og stunda skæruhernað gegn landamæravörðum Kenya og auk þess Eþíópíu. Kenya og Eþíópía hafa átt í óyfirlýstri styrjöld við Sómali og að undanförnu hafa löndin samræmt hernaðaraðgerðir sínar gegn þeim. Það sem gerir ástandið ugg- vænlegt er, að kommúnistaríkin, aðallega Sovétríkin, beina athygl inni að Sómalíu eftir missi bæki stöðva sinna í Ghana. Vestur- Afríku og víðar. Hernaðaraðstoð Rússa við Sómalíu hefur numið um 1500 milljónum ísl. króna á undanförnum tveimur árum og liafa Sómalir m.a. fengið 65 T-34 skriðdreka. 65 brvnvarða bila, lieila sveit af MIG 15 orrustuþot um og mikið maen af stórskota- liðsvopnum. Milli 250 og 300 sov- ézkir ,.hernaðarsérfræðingar*‘ starfa sem leiðbeinendur í Sómí alíuher. Fjölmargir sómalskir liðs foringiar eru sendir til þriggiá ára þjálfunar í Sovétríkiunum, og eins og stendur eru 600 þeirra í sovézkum herskólum. Vesturveldin hafa miklar áhyggj ur af vonnasendingum kommún- ista til Sómalíu, bví að frá Sóma- líu má hafa eftirlit með innsikl ingunni í Rauðahaf og siglinga- leiðinni til Indlands. Kenyamenn eru ekki síður kvíðafullir. því að fullvíst bvkir að „sérfræðing- ar” kommúnista í Sómalíu hafi samstarf með sluðningsmönnum Odinga. sem halda uppi áköfum áróðri fyrir hugsjónum kommún- ismans í Kenya. Hannes á horninu Framhald af 4. síðu. sem stóðu fyrir samkomunni á Hallormsstað í sumar. Hér hafa bindindissamtökin unnið merki- legt og þakkarvert starf, sem for ráðamenn þjóðarinnar ættu frem ur að gefa gaum en frumvarpi sem að flestra dómi mundi stór auka áfengisflóðið í landinu, ef það yrði að lögum. Augiýsið í Álþýðublaðinu MIG LANGAR að koma á fram færi þeirri ósk að ölfrumvarp þeirra Péturs Sigurðssonar, Björns á Löngumýri og Matthíasar ís- firðings verði ekki svæft í nefnd heldur komi til atkvæðagreiðslu. Mun þá sjást svart á hvítu hversu marga fylgjendur áfengisauðmagn ið hefur á Alþingi íslendinga: En áfengið taldi Albert Schwéitscr versta óvin mannkynsins. Um þenn an bölvald hefur einn flutnings manna ölfrumvarpsins farið þeim orðum að þessi angi hans, ölið, væri fyrirtaks meða] gegn sundr ungu mcðal hjóna. UM ALDAMÓTIN hófst hér á ltfndi alhliða vakníng bæði á hinu veraldlega og andlega sviði Sú vakning meðal annars hafði J það í för með sér að hér var kom | ið á um skeið a4|geru áf)mgis banni, mest fyrir tilstilli Björns Jónssonar ritstjóra, síðar ráð- herra. Eru flestir sammála þeir sem um íslandssögu hafa fjallað að bannið hafi verið mik'ið nauð synjaverk og muni standa sem bautasteinn um minningu Biörns Jónssonar samanber ummæli Ein ars Kvaran, Jónasar Jónsson- ar óg Magnúsar Jónssonar. NÚ ER ÖLDIN ÖNNUR. Mikil fjármálaspiiling ríkjandi með þjóð inni og á löggjafarsamkundu ís lendinga sitja skvaldrarar, sem hafa mesta bölvald mannkynsins að gamanmálum samanber orð spor baugsmanns ölsins. Við skulum vona og biðja að á þessu verði breyting hið skjótasta-. Við þurf- um á hugrökkum andófsmönnum gegn spillingu að halda, mönn um eins og Birni Jónssyni en ekki dáðlitlum sprellikörlum.” IþróttSr Framhald af 11. siðu. re KR liefur lokið í mótinu. Gutt- ormur átti einnig góðan leik, skor- aði 15 stig. Annars var leikur liðs- ins ekki eins góður nú og oft áður. Mikið var um rangar sendingar og leikfléttur sáust varla. Virðist fátt geta komið í veg fyrir sigur KR annað árið í röð, Eiga þeir nú aðeins eftir leiki gegn botnliðnu ÍKF og ÍR en hafa 4 stiga forustu. Víti: Tekin 18 hitt úr 7. Dómarar: Guðjón Magnússon og Jón Eysteinsson. ÍR - ÍKF 68:42 Tilþrifalítill leikur sem ein- einkenndist af hörku og lítilli hittni. Það tók ÍKF 7 mínútur að skora fyrsta stigið og höfðu þá ÍR tnear skorað 7 stig. Hafði ÍR yfir 29:14 í hálfleik. í síðari hálfleik sáu ÍKF-ingar smá glætu og kom- ust niður í 5 stiga mun 39:34. Þá datt botninn úr tunninni og skor- uðu ÍR-ingar 29 stig gegn 8 síð- ustu 10 mínúturnar. Léku bæði liðin maður gegn manni og gaf það tilefni til mikils þófs og hrind inga. ÍKF léku mjög vel fyrst í síðarl hálfleik og er þá allt talið. Lang- beztur þeirra var hinn bráðefni- legi Einar er skoraði 16 stig. Einn- ig átti Hilmar með 15 stig ágætan leik. Friðþjófur lék nú aftur með liðinu en meiðsli háðu honum og var hann því lítill styrkur. Víti: Tekin 18 hitt úr 8. ÍR-liðið náði sér fyrst á strik síðast í seinni hálfleik. Virtist muna mikið um Agnar sem lék ekki þennan leik. Mikið var um ótímabær skot og hittni léleg. Var meira en helm- ingur stiganna skoruð úr leiftur sóknum. Beztir voru ungu mennirnir í liðinu Arnar með 12 stig og Jón Jónass. með 8 stig. Víti: Tekin 12 hitt úr 7. Dómarar: Einar Oddsson og Finnur Finnsson, G. M. Meirihluti Framhald af 3. atOu. smiðjur taka svo við og fullmóta í markaðsvörur. Síðan árið 1958 hafa umsvif fyr itækisins þrefaldast, sagði Mey er og álframleiðslan á þessu ári mun verða 300 þús. tonn. Til að framleiða eitt tonn af áli þarf 2 tonn af áldufti, en hráefnið til verksmiðjunnar hér mun að lík indum koma frá Guineu lýðveld inu í Afríku eða frá Ástralíu. Ó hugsandi hefði verið fyrir 10 ár Um sagði Meyer, að flutningar 'svo langa vegalengd gætu borgað sig, en þeir eru það hinsvegar í dag og væri fyrir að þakka til komu stórra flutningaskipa. — Verk6miðjan sem fyrirhugað er að reisa í Straumsvík verður eins fullkomin og frekast er unnt sagði Meyer, og kvað hann fyrir tækið mundu stefna að því, að íslenzkt starfslið sjái að öllu leyti um starfrækslu hennar, en nauð syniegt væri þó, að fyrstu árin mundu útlendingar hafa þar yfir um sjón með höndum. Alþýðublaðið beindi spurningu til Meyers um hvort fyrirtæki hans hyggðist gerast aðili að íslenzkum atvinnurekendasamtökum, en Al- þýðuflokkurinn hefði gert það að skilyrði fyrir stuðningi slnum við málið, að svo yrði ekki. Meyer svaraði á þá lund, að engin á kvörðun hefði verið tekin í þess um efnum og mundj aðeins tekin að vandlega athuguðu máli og þá í samráði við íslenzk stjórnarvöld Hann gat þess í þessu sambandi áð í ísal, íslenzka álfélaginu muni íslendingar eiga fimm fulltrúa af siö í stjórninni og ættu þeir því að eiga auðvelt með að koma sín um sjónarmiðum þar á framfæri. Um rafmagnsverðið sagði hann, að þetta væri lægsta verð, sem fyrirtæki hans greiddi, fyrir raf magn, eða 2,5 millj. á kwstund. Han sagði að hægt væri að fá raf magn tþ dæmis á vesturströnd Bandaríkjanna í Oregon og Was hington, fyrir talsvert lægra verð en þetta, eða 2,0 — 2,2 millj. en hér er verðið 2,5 millj., en fyrir tækið hefði ekki hug á starfrækslu álbræðslu þar um slóðir. Þá var Meyer að því spurður hvort fyrirtæki hans mundi hafa á móti því að á íslandi yrði við höfð þjóðaratkvæðagraiðsl^ um þetta mál. Hann kvaðst að sjálf sögðu ekkert lvafa um það að segja, það væri mál, sem íslend ingum einum kæmi við, og hans fyrirtæki léti sig engu skipta. Alþýðublaðið beindi þeirri spúfn ingu til Meyers hve marga út- lenda sérfræðinga mundi þ.urfa við byggingu og rekstup álbræðsi ui’,nar. Hann kvaðst. ekki geta sagt nákvæmlega um það, það færi eftir því, hve mikið af fólki þeip fengju hér. Við sjálfan rekst ur bræðslunnar mundi til að byrja með þurfa 12—24 erlenda sérfræð inga, sagði hann, en síðar mundi sú tala lækka. Hann lét svo um- mælt að ef farið yrði fram á það að fyrirtækið flytti inn verkamenn til að byggja verksmiðiuna vegna þenslu á vinnumarkaðinum hér mundi að sjálfsögðu orðið við þeim tilmælum, og yrðu Það þá væntanlega norskir verkamenn, sem hingað kæmu en í Noregi væri einmitt nýbúið að byggja samskonar bræðslu á vegum fyr irtækisins. Um skattamálin sagði Meyer að í samanburði við Noreg, þá værl samkomulagið við ísland ó hagstæðara fyrirtæki hans að minnsta kosti fyrstu sjö til átta árin, en síðar mundi það að veru legu leyti fara eftir því hvert heimsmarkaðsverð yrði á áli, hvort samkomulagið mundi liagstæðara. Um framleiðslu úr áli sagði for stjórinn að fyrirtæki hans mundi ekki hafa frumkvæði um slíkt hér á landi, en mundi hinsvegar reiðu búið að veita margvíslega tækni lega aðstoð í því sambandi. Hann taldi að íslenzki markaðurinn leyfði það fullkomlega að hér væri komið á slíkum iðnaði og nefndi liann þar dæmi að framleiða mætti hér álbáruplötUp á húsþök, fisk kassa og pönnur í frystihús og fleira. í samningunum við ísland ér fram tekið að deilumálum megi vísa í alþjóðlegan gerðardóm, þar sem aðilar tilnefna hvor sinn man/i og ef þeir ekki koma sér saman um oddamann, þá tilnefni forseti alþjóðadómstólsins í Haag hann Meyer sagði, að ákvæði um þetta væru ekki í hliðstæðum samning um fyrirtækisins við önnur lönd en rétt hefði þótt að liafa þetta ákvæði vegna þess að hér væri því ekki fyrir að fara eins og víða erlendis, að dómstólar hefðu fjall að um mörg deilumál af þessu tagi, og hér væri engir dómar í þessum efnum til að styðjast við. Hann saeði jafnframt að það væri mjög dórt og umfangsmikið í framkvæmd að setja mál í a) þjóðlega gerð og" væri betts eins konar. nevðnrúrræði, sem aðoins mundi. beitt ef £ nauðir ræki. Meyer var spurður hvort hætta gæti stafað frá gástegundum frfi verksmiðjunni. Hann kvað svo alls ekki vera, en gastegundir gætu skapað vissa hættu, t.d. þar sem verksmiðjur væru srtaðsettar í þröngum döium bar sem lítii hreyf ing væri á loftinu, en hér bvrfti engar áhyggiur ag hafa af slíku. Ritstjóri Þjóðviljans sourði hvort það væri ekki rétt að íslending ar yrðu siálfir að setia upp loft hreinsunartæki, ef ástæða væri talin til. Mever og M-'illor tækni legur framkvæmdastióri fvrírtæk isins, sögðu siíkt aldrei hafa kom ið til mála. auðvitað rnundi fvrir tækið borga siík tæki og unpsetn ingu þeirra. ef með bvi-fti. en beir ítrekuðu, að aiis engin börf vperi á slíkum tækium í Rtranmsvík, og bar mundi ekld stafa mínnsta. hætta af st.arfrækslu verk°mið.i unnar, hvorki náiægt henni né lengra f bnrtu frá henni. Að lokum sagðist Meyei- vera þeirrar skoðunar, að eftir svo sem 10—15 ár yrði kjarnorka orðin betri og hagkvæmari orkugjafi til álframleiðsiu en v;|tnsorkan og þá mundj hægt að staðsetja ál bræðslur á siálfúm mörkuðunum en ekki elta uppi orkuna eins og nú er gert. Ef ísler.dingar vildu láta byggja álbræðslu hiá sér, sagði hann, var annað hvort" aB gera það nú eða alis ekki. Því skammt getur orðið þar til vaths orkan er ekki lengur samkeppnis fær. Viðstaddir þennan biaðamarma- fund vorn einnig:tveir iögfræðing ar Swiss Aluminium, John B: Rhinelander frá New York og' db: Willi Hhmmerli frá Sviss. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. marz 1966 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.