Alþýðublaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 4
Bttstjðrar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Rltstjómarfull- trúi: Eiöur Guönason. — Símar: 14800-14903 — Auglýslngasími: 14909. AOsetur AJþýöuhúslö viö Hverflsgötu, Reykjavflc. — Pr*ntsmIBja Alþýött blaöslns. — Askrlftargjald kr. 95.00 — 1 lausásölu kc. 7,00 elAtakii). Vtgefandl Alpýö uflokkurinri. Hugsjón æskunnar FRAMKVÆMDASTJÓRI Alþjóðasambands ungrn jafnaðarmanna, Jan Hækkerup, kom í þessari viku í heimsókn til Reykjavíkur í boði SUJ. í þessum sam tökum eru 115 sósíaldemókratísk félög og sambönd í 76 löndum og 'hefur starf þeirra verið mikið. Jafnaðarstefnan hefur framar öllu öðru verið hug- ■ tsjón æsku og bjartsýni. Þess vegha hafa samtök unga fólksins í Alþýðuflokkum víðs vegar um lönd ekki aðeins' verið öflug, heldur jafnan áhrifamikil í flokk •unum. Þetta á ekki síður við hér á íslándi en ann- ars staðar, og mun enginn stjórnmálaflokkanna ætla fesþulýðssamtökum sínum svo mikinn 'hlut sem Al- ,|?ý iuflokkurinn. l 'ndanfarin ár hafa ungir jafnaðarmenn um heim allm lagt sig mjög fram á sviði 'alþjóðamála, ekki síz; í þeim löndum, þar sem jafnaðarstefnan hefur -4>ej[ar haft víðtæk áhrif. Þeir takmarka ekki áhuga sinn við landamæri og vilja berjast fyrir meðbræðr urn sínum í öðrum löndum, þar sem skortur, fáfræði eða ófrelsi ríkja. Aðstoð við vanþróuð lönd er mikið ■foaráttumál ungra jafnaðarmanna. Þeir hamast gegn ófíelsi og kúgun, bæði í austri og vestri, og hafa lagt fiérstaka áherzlu á lönd eins og Suður-Afríku, Port- úgal og Spán. Loks halda þeir uppi háværum kröfum um frið x Vietnam og vilja, áð allir utanaðkomandi áðilar hverfi frá Suður-Vietnam og landið verði frið- að. Starf alþjóðasamtaka ungra jafnaðarmanna sannar, að hugsjón jafnaðarstefnunnar kveikir enn elda í forjóstum uppvaxandi kynslóðar — og það er vel. Óvissa i Höfn MIKIL óvissa ríkir í dönskum stjórnmálum eftir kosningarnar, og minnihlutastjórn situr enn að völd- nm. Samt sem áður er talið, að úrslitin beri vott um miklar breytingar, og muni áhrif þeirra koma fram í ríkari mæli, er frá líður. Jafnaðarmenn töpuðu nokkru fylgi til SF, senni- lega mest vegna húsnæðismála. Hins vegar fengu þessir tveir flokkar meirihluta, og tókst borgara- flokknum ekki að endurtaka atburðina í Nóregi. Þrátt fyrir nokkuð tap er staða jafnaðarmanna að ýmsu leyti sterkári hvað störf ríkisstjórnarinnar snertir. Þeir hafa gert tilraun til að mynda stjórn tneð SF, án þess að það tækis, og kann sú tilraun að .verða endurtekin á næsta ári. Hins vegar neita jafaðarmenn stjórnarsamstarfi við hægriflokkana, sem eru áfjáðir í að komast í stjórn. Krag forsætisráðherra getur nú haft samband til vinstri eða hægri um einstök mál, sem hann vill koma gegnum danska þingið, og sterkasti maður hans, Per Hækkerup, er þar nú talsmaður flokksins. En varla er við að búast, áð þetta ástand geti varað mjög lengi. KventöffBur og inniskór Frá Frakklandi og Þýzkalandi — Mikið og fallegt úrval. N Ý SENDING Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100 Skókaup, Kjörgarði Laugavegi 59. Skóval Austurstræti 18. (Eymundssonarkj.) Kuldaskór fyrir börn GLÆSILEGT ÚRVAL. Skóbúð Austurbæjar LAUGAVEGI 100. GLÆSILEGT ÚRVAL. karlmannaskóm frá ÞÝZKALANDI og ENGLANDT. Skóbúð Austurbæjar LAUGAVEGI 100. ★ VERZLUNIN í HLÍÐUNUM. Það hafa gerzt stórviðburðir í verzlunar málum Hlíðanna í Reykjavík undanfarið. KRON liefur opnað glæsilega kjörbúð við Stakkahlíð og nokkrir kaupmenn eru að opna verzlunarmiðstöð við Stigalilíð. Við þetta batnar aðstaða Hlíða- búa verulega. Get ég unnað KRON þess að eign ast góða búð sem þessa og vona að hún blessist Það er ein mesta synd íslenzkrar alþýðuhreyfing ar að liafa ekkí séð fyrir voldugu (flokkslausu) kaupfélagi í höfu'ðstaðnum. Einnig óska ég kaup mönnum við Stigahlíð alls góðs, þótt skipulagsyf irvöld liafi skammtað þeim bílastæðin heldur naum loga. En — þurítu Hlíðarnar á öllu þessu að halda? Er þetta þjóðhagslega skynsamleg fjárfesting (10— 20 milljónir) og er hún hagstæð fyrir verzlun ina? Þetta eru spurningar, sem vert er að íhuga. Að vísu eru íslenzkar húsmæður vanar því að hlaupa úi í búð eftir hverjum hlut í stað þess að kaupa sjaldan en þá mikið í einu. En þessi hugsunar hátlur er að breytast og verður að breytast. Þess vegna ættu a'ð vera í íbúðarhverfum stór verzl unarhverfi með miklum bílastæðum og barnaleik velli í stað þess að hafa smábúðir dreifðar um allt. Framiiald á 15. siffu. 4 16. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.