Alþýðublaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 7
e e K - ISLENZK AMVNNA Guðniundur Gíslason Hagalín: Danskurinn í Bæ. Adam Hoffritz segir frá. Skugg sjá. Alþýðuprentsmiðjan 1966. 186 blaðsíður. MÁÐUR heitir Adam Hoffritz, danskur að kyni og þýzkur í fram ættir. Hann ólst upp í Lyngby við Kaupmannahöfn, sem nú er kjör- dæmi Per Hæklcerup, en barst til íslands rösklega tvítugur, gerðist Adam Hoffritz Guðnmndur Hagalín vinnumaður hjá Degi heitnum Brynjúlfssyni í Gaulverjabæ, stundaði sjómennsku úr Baugs- staðasandi og úti í Vestmannaeyj um og settist svo að á Selfossi, giftist ágætri konu frá Stokkseyri og hefur lagt á margt gjörva hönd um ævina. Adam hefur átt hér heima fjóra áratugi og jafnan ver ið svo heppinn að dveljast á Suð urlandi, ef undan eru skildar kynn isferðir í önnur héruð og veiðar, Hann er garpur að afli og áræði, hamhleypa til verka, þúsund þjala smiður, gengur berhöfðaður í öll um veðrum og setur aldrei upp vettlinga. Hann blandar dönsku ó- spart saman við íslenzku í tali, enda fljóthugi, en er flestum hress ari í máli, fyndinn, skömmóttur og ýkinn. Adam þessi mun í hópi vinsælustu samtíðarmanna, og hann er harla athyglisverður og minnisstæður. Hann fremur kapp samlega laxadráp í tómstundum og hefur farið þeirra erinda allt noi'ður í Laxá í Aðaldal, og eru þó hæg heimatökin í Árnesþingi. Má af því marka veiðifíkn manns ins. Ekki þekkti ég Adam Hoffritz, nema af orðspori, fyrr en mér barst í hendur bókin „Danskurinn í Bæ“ eftir Guðmund Gíslason Hagalín. Af henni hafði ég mikla og góða skemmtun. Adam virðist ekki lygnari en gerist og gengur í frásögum þeim, er Hagalín grein ir éftir honum. Þvert á móti. Hér er skemmtilega en nákvæmt sagt frá mörgum og fjölbreytileg um atburðum. Lesandinn slæst í fylgd með sögumanni í slarksöm um Reykjavíkurferðum, þegar Ad am vann Degi bónda í Gaulverja bæ, og hygg ég öll þau ævintýri nærri lagi. Gaman er og að bregða sér með honum út í Vestmanna eyjar og rifja upp gamlan og góð an kunningsskap við karla eins og Pétur danska, Jón í Ólafshús um og Jónas í Skuld. Bókin er eins og sunnlenzk kvikmynd af ár UMT Ö1 Ll 1D BÓjC^ UMDEI 1 L .D 1 B Ó K Ingálfur Jónsson frá Prestsbakka: LÁTTU LOGÁ, DRENGUR DAGAR FJÁRMÁLAMANNS Teikningar eftir Atla Má. Þetta er sltóldsago. sem greinir frá dögum fjármólan\anns. Telja margir sig þekkja aðalpersónu sögunnar viS lestur bókar- innar. Þannig segir í ritdómum um bókina: Árni Bergmann segir í Þjóðviljanum: „ÞcS hlýtur því a'ð vera forvitnilegt að opna bók þá, sem ber unáirtitilinn „dagar fjármálamanns". . . . Það kemur hins vegar fljótt á dcginn, að viS höfum gert okkur rangar vonir. Ævidagar okrara þess, sem er aðalpersóna sögunnar, eru svo sérstœðir, að þeir eru í sjálfu sér hcepin heim- ild um það fyrirbœri sem að ofan greinir". Erlendur Jánsson segir i Morgunblaðinu: „Þannig þykja mér einna beztir fyrstu kaflar Láttu loga, drengur, þar setn greinir frá bernsku og œsku söguhetjunnar. Eru þeir kcflar þó langt frá að vera barnaiesefni. Beiskja söguhetju og söguþular logar þar heifar en svo, að talizt geti barnagaman. Og víst má segja hið sama um alia bókina". Eirikur Hreinn Finnbogason segir í Vísi: „Ytri frágangur bókarinnar er mjög góður og hefur Atli Már teiknað í hana nokkrar myndir af mestu prýði. Vaxni ég hann um að þekkga aSalpersónuna öllu betur en höfundur textans. Er drjúg persónu- lýsing í sumum þessara mynda, jafnvel þó að ekki sjáist anrtaS en baksvipurinn og kemur þar fleira fii en eintóm gœSin og sakíeysiS". Þetta er bókin sem forvitni vekur og um er rœtt. Ólcfur Jónsson segir í AlþýSublaðinu: „Sigurður Berndsen var orSinn hálfgildings þjóðsögupersóna þegar í lifanda lífi. Þessari bók virðist astlaS aS snúa þjóSsögunni upp í skáldskap, gera listrœna mannlýsingu úr efnivið hennar." i unum fjrrir heimsstj'rjöldina seinni Adam Hoffritz hefur frá ýmsu að segja, og sannarlega fer vel á með honum og Hagalín. Vafalaust hafa þeir haft drjúga skemmtun, hvor af öðrum. En ekki nóg með það. Fróðleikur bókarinnar er ærinn. Mér finnst ég þekkja blessaða átt hagana austan fjalls sýnu betur en áður, og þóttist ég þar þó sæmi lega kunnugur. Myndir þeirra manna, sem við sögu koma og ég man úr bernsku, eru stórar og skýrar. Kannski hafa þeir Hagalín og Hoffritz lagt sumum þeirra orð í munn á sína vísu, en .allt er það með felldu. Bókin speglar prýðisvel sunn- lenzkt aldarfar á sinni tíð, siði og hætti, stöi’f og örlög, menn og | | málefni. Hér getur mikinn annál ! og snjallan, og mun þó sögumaður aðeins liðlega þrítugur, þegar Ad am og Hagalín fella niður þetta tal sitt. Þá er Hoffritz setztur að á Selfossi og orðinn svínahirðir hjá Agli í Sigtúnum, en upp úr því staðfestir lxann - ráð sitt o'g „gerði allan skrattann, sem fyrir Framhald á 10. síðu. I í bókánni HÓFADYNUR eru 100 hestamyndir eftir Halldór Pétursson, listmálara, \ vi® IJéÓ og sögur sem Andrés Björnsson eg ICristJáh Eldjárn hafa vaiió eftir , marga helztu ritsnillinga þjóðarinnar. — 5 Petta er bók, sem ekki má vanta á nokkurt íslenzkt heimili. — LITBRÁ. 16. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.