Alþýðublaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 6
1 aflabrögð á í nóvember £ 16. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ í rezkur miðill kemur hingað (Sf j.ðalfunc'ar Sálarrannsóknarfé- lags íslanc's var haldinn að Sig- túiji 15. nóvember sl. I orseii íélagsins séra Sigurður Haukur Gi ðjónsson flutti skýrslu um störf félagsins sl. ár og gat þess um ieið að áskrifendafjöldi Yfirlýsing frá þjóðsögu Að marggefnu tilefni vill Bóka- útgáfan Þjóðsaga taka fram eftir- farandi: Á forlagi 'Þjóðsögu kom út nú í sumar bókin ,,Árið 1965. Stór- viðburðir þess í myndum og máli“. Þetta er verk, sem út kemur á níu þjóðtungum með úrvali mynda af öllum vfðiburðum heims, er markverðastir geta talizt ár hvert. Fjórðungur þessara mynda eru lit myndir, heilar síður eða opnur. Blaðsíðufjöldi síðasta árs er um 300 síður. Þetta er hið fyrsta ár íslenzku útgáfunnar. Á íslandi hafa undanfarin tvö ár verið útlendir menn að selja danska bók, sem fljótt á litið er ekki alveg óáþekk að efni, og standa sumir í þeirri trú að hér sé' um samá verk að ræða, og munu seljendur hafa viljað láta í veðri vaka, við þá er ekki þekkja til, að hér væri um hina sömu bók að ræða. „Árið 1965“ í útgáfu Bókaút- gáfunnar Þjóðsögu er allt annað verk, bæði hvað efnisvali við kem- ur ásamt ytra formi, auk þess sem bók þessi mun í framtíðinni flytja einnig íslenzkar öndveigisfréttir í myndum og máli, þar með er ís- land orðið hluttakandi í þessu al- þjóðlega verki. Úfgáfan vill hér með benda á þetta, er að framan greinir, svo að þeir, er eiga eftir að verða eig- Framhald á bls. 14. ,,Morguns“ hefði aukizt verulega á síðasta ári. Gjaldkeri félagsins, Magnús Guðbjörnsson, las upp endurskoð aða reikninga félagsins og voru þeir samþykktir einróma. Guðmundur Einarsson verkfræð ingur flutti erindi, sem hann nefndi „Rannsóknir í sambandi við endurholdgunarkenninguna." Skúli Halldórsson tónskáld lék einleik á píanó. Á þessum aðalfundi var gengið frá kosningu í Fulltrúaráð félags- ins ,sem skipað er tólf mönnum, og því falið að kjósa hina nýju stjórn félagsins. Kom fulltrúaráð ið saman á fund 9. desember sl. í húsnæði félagsins, Garðastræti 8 ,til að ganga endanlega frá stjórn I arkosningu. Forseti félagsins Sig. Ilaukur Guðjónsson, baðst undan endurkosningu vegna anna. í stað hans var Guðmundur Einarsson verkfræðingur kosinn forseti SR FÍ fyrir næsta félagsár. í aðal stjórn voru endurkjörnir Magnús Guðbjörnsson gjaldkeri og Guð- mundur Jörundsson útgerðarmað ur ritari. Varaforseti var kjörinn Gttó A. Michelsen forstjóri, vara ritari séra Páll Þorleifsson og varagjaldkeri Sveinn Ólafsson íendurkjörinn). Stjórn félagsins’ stefnir að auk inni starfsemi í framtíðinni. Einn ig er unnið að því að auka út- breiöslu tímaritsins Morguns, sem hóf göngu sína fyrir tæpri hálfri öld síðan. SRFÍ nýtur enn fram sýni og dugnaðar brautryðjend- anna, prófessors Haraldar Níels- sonar og Einars H. Kvaran rit- höfundar. Margir aðrir menn og konur hafa lagt sálarrannsóknar málinu iið, þó nöfn þeirra séu ekki talin upp að sinni. Fyrirhugað er að frægur miðill komi hingað á vegum félagsins í byrjun næsta árs. Til leiðbeiningar má geta þess, ! að þeir, sem hafa áhuga á að ger ast meðlimir í Sálarrannsóknarfé lagi íslands og, eða áskrifendur ð Morgni geta sent nafn og heim- [ ilisfang í pósthólf 433. ir. Aflahæsti báturinn í mánuðin- um er Einar Hálfdáns frá Bol- ungavík með 145 lestir í 21 róðri, en í fyrr var Dofri frá Patreks- firði aflahæstur með 226 lestir í 24 róðrum. Aflinn í einstökum verstöðvum: Patreksf jörður: Dofri 109,3 lestir í 15 róðr. Tálknafjörður: Sæfari 95,4 — 15 JBíldudalur: Andri 76,6 - 14 Þingeyri: Þorgrímur 47,5 — 10 Flateyri: Hinrik Guðm. 49,4 — 12 — Bragi j 47,7 — 10 — Þorsteinn » 45,0 — 11 — Suðureyri: j Sif 83,9 _ 14 _ Friðb. Guðm. 79,6 — 14 — Stefnir 48,8 — 11 — Páll Jónsson 41,1 — 10 — Gyllir 35,8 — 7 — Vilborg 33,8 — 7 — Barði 21,1 — 6 — Bolungavík: Einar Hálfd. 145,4 _ 21 . , Heiðrún II 88,3 17 — Guðrún 39,2 — 15 — Húni 38,9 —• 13 — Ölver 19,4 — 12 — Bergrún (net) 5,1 — 2 — Hnífsdalur: Svanur 74,9 , 14 _ Mímir 65,0 — 14 — Pólstjarnan 41,2 — 10 — ísafjörður: Guðný 98,6 , 16 Straumnes 79,7 — 14 — Víkingur II 73,3 — 13 — Gunnhildur 60,5 — 13 — Framhald á 14. síðu. Heinrich Aibertz. umhleypingar og rysj tíðarfaú, hamlaði mjög allri í i:óvembermánuði, og er því rýr á öllum Vest- í mánuðinum. Þrátt fyr- ógæftiri'ar fékkst þó yfirleitt gcður afli, þegar gaf á bátu; stundaði róðra með og e an með net, og nam í mánuðinum 1.942 í 400 róðrum, eða 4,85 lest meðai.tali í róðri. Er það ná- helmingi minni afli en á tíma í fyrra, en þá var afl- í nóvembermánuði 3.485 lest- Mctður / fréttum Gamall klerkur tekur við af Willy Brandt HEINRICH ALBERTZ stór og sterklegur mótmælendaprestur, er sat 1 fangelsi nazista á stríðsárun um, hefur verið skipaður eftir maður Willy Brandts sem borgar stjóri Vestur-Berlínar. Albertz, sem er 51 árs að aldri hætti prestsstörfum í evangelísku kirkjunni og hóf afskipti af stjórn málum skömmu eftir að heim- styrjöldinni lauk til þess að hjálpa flóttamönnum, og varð fljótlega varaborgárstjóri Vestur-Berlínar. Hann tekur nú við borgarstjóra embættinu, þar sem Brandt hefur verið skipaður varakanzlari og ut anríkisráðherra í hinni nýju sam vteypustjóm 'jafnaðarmanna og kristilegra demókrata í Bonn. Kosning hans var aðeins forms atriði, þar sem jafnaðarmenn hafa hreinan meirihluta í borgar stjórn Vestur-Berlínar. Albertz er duglegur, aðsópsmik ill og hvassyrtur. Rússar, Banda ríkjamenn, Bretar og Frakkar munu áreiðanlega komast að raun um. að hann er erfiðari viðureign ar en fyrirrennari lians. Albertz er ekki eins mikill diplómat og Brandt en ákveðnari í skoðunum. Albertz er alltaf hreinn og beinn og þykir stundum jafnvel ósveigj anlegur. Það komust nazistar að raun um, þegar Albertz var ung ur prestur, og fulltrúar vesturveld anna hafa af nokkurri annarri á- stæðu kallað hann „prússneskt naut í postulínsverzlun". Albertz var dæmdur í sex mánaða fang elsi af nazistum skömmu eftir að heimsstyrjöldin brauzt út fyrir að verja í stólræðu í kirkju sinni í Slésíu séra Martin Niemöller, sem nazistar höfðu varpað í fangabúð ir. Eftir stríðið var Albertz skipað ur forstöðumaður flóttamanna hjálpar borgarinnar Celle í Vest ur-Þýzkalandi. Hann gekk í Jafnað armannaflokkinn sumarið 1946. Albertz er andnazisti, sem kenn ir „nokkrum Austurr.mönnum og Bæverjum" um að hafa komið naz istunum af stað. í ræðu, sem Albertz hélt á af- mæli Friðriks mikla fyrir skömmu harmaði hann þá ákvörðun sigur vegaranna í heimsstyrjöldinni að leggja niður prússneska ríkið. ,,Ég vil ekki kasta rýrð á Aust- urríkismenn og Bæverja, en ég vil lýsa því afdráttarlaust yfir, að harmleikur þýzku þjóðarinnar er ekki sök Prússa." Þessi athugasemd hefur ei gert hann vinsælan í Bæjaralandi eða /'"'•turríki, en hún sýnh' hvað full trúar vesturveldanna áttu við þeg ar þeir kölluðu hann „prússneskt naut í postulínsverzlun.“ Mbertz hefur verið staðgengill Brandts síðan í borgárstjórnarkosn ino'inum í Vestur-Berlin í febrúar 1963. Fulltrúar vesturveldanna h-fa því átt mikið saman við liann að sælda og haft náin kynni af honum. Þeir telja, að liann ætti í ríkari i mæli en hingað til að nota liæfi leika fyrirrennara síns sem sátta 1 semjara, sem reynir að setja niður deilur og bera klæði á vopnin með því að koma á samkomulagi. Willy Brandt hefur verið lipur og samvinnufús, en samskiptin við Albertz eru sögð hafa einkennzt af 'gri togstreitu. Hræódýr frímerki frá Austurríki 2800 vel með farin frímerki og minningarmerki að sannvirði 320 mörk fást af sérstökum ástæðum fyrir aðeins 300 mörk. Hægt er að greiða með íslenzkum krónum meðan birgðir end- ast. Utanáskriftin er: MARKENZENTRALE, Dempschergasse, 20, 1180 Wien.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.