Alþýðublaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 2
Grein um ísland í New York Times: Keflavík og Vietnam eru í sama flokki ENDA ÞÓTT góð sambúð milli is- lendinga og varnarliðsins liafi ieitt til þess að smám saman hafi | verið dregið úr (höftum á hinu 2.600 manná varnarliði, er samt nóg af vandamáium til þess, að ] Keflavík er talin „erfiður dvalar- | -síaður“ í sama flokki og Vietnam. Þinghaldinu frestað til 1. febrúar Reykjavík, — EG. Fram er komin á Alþingri tillaga um þingfrcstun fyrir jólin. Gerir (Hlagan ráð fyrir, að fundum Ai- þingis verði frestað frá 17. des- ember 1966, eða síðar, ef henta þykir, enda verði Alþingi kvatt saman að nýju eigi síðar en 1. febrúar 1967. Þetta segir New York Times um síðustu helgi í igrein, sem rituð er af Werner Wiskari, fréttaritara blaðsins. Wiskari segir, að andstyggileg- ustu takmarkanirnar séu þær, sem eru um dvöl varnarliðsmanna í Reykjavík og þau tímamörk, sem þeim eru þar sett. Vegna þessara tírslatekmarka (heim kl. 10 að kvöldi nema miðvikudaga) séu ferðaleyfi til Reykjavíkur lítið not uð. Um Reykjavík segir Wiskari, að þrátt fyrir 80.000 íbúa hafi hún anda og útlit smábæjar. Annars skrifar Wiskari, sem oft hefur komið hingað til lands áður, aðallega í grein sinni um Surtsey og sjónvarpið. Er fyrirsögn grein- arinnar „Steinaldarmenn og ^rafud". Hann hefur það eftir menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni, að áætlunin sé að sjón- varpa sex daga vinkunnar. Wisk- Framhald á 13. síðu Ólafsvíking- ar mótmæla f FUNDUR í Verkalýðsfélaginu Jökli haldinn í Ólafsvík 14.- des. 1966 mótmælir harðlega framkomnum tillagum togara- nefndar um auknar veiðiheim- ildir hinna stóru togskipa inn- an landhelginnar og þó sér- staklega hinni grófu tillögu um veiðisvæði sem spannar á nær þvert yfir mynni Breiðafjarð- ar og við Snæfellsnes. Mun þannig eiga sér stað samfelld rányrkja á þessu veiðisvæðíi allt árið, því sama veiðisvæði er þéttsetið þorskanetjatross- um frá því í janúar og fram undir vor. Samkvæmt reynslu undangenginna ára þá mundi slíkt skapa alvarlega ógnun við atvinnu og afkomumöguleika í- búanna á þessu landssvæði, isem byggist nær einhæft á skynsamlegri nytjun hinna breiðfirzku fiskimiða. Það yrði að teljast dýr stundarlausn á vandamálum nokkurra togara, að stofna í hættu atvinnu- og afkomugi’undvelli heiila lands- hluta. Þá vill fundurinn vara eindregið við ofnotkun þorska- netja á vetrarvertíð. Rreynsla er fengin fyrir þeirri hættu- legu veiðitækni sé henni beitt iskefjalaust hvenær og hvar sem er. Er því fúll og tíma- bær nauðsyn að takmarka veiði tímabil fyrir þorskanet og einn ig að undanskilja þekktar hrygningarstöðvar frá þeim. Nýtt gróðurhús v/ð Sigfún GRÓÐURHÚSH3 við Sigtún var opnað í gær og eru þar nú til sölu auk blóma jólatré og ýmsar jólaskreytingar. Gróð- urhúsið er rétt vestan við hús Ásmundar Sveinssonar mynd- liöggvara. Verða þama í fram- tíðinni sýningar á blómum og öðrum jurtum jafnhliða sölu á þessum varningi og grænmeti. Eigendur þessa nýja fyrir- tækis eru garðyrkjubændurnir Stefán Árnason á Syðri-Reykj- um í Biskupstungum og Arn- aldur (Þór, Blómvangi Mosfells sveit. Byggingarframkvæmdir við gróðurhúsið hófust sl. sum ar og er það tæpast fullgert enn, einkum frágangur á um- hverfi og geymsluhúsnæði. Gróðurhúslð við Sigtún mun í fyrstu annast sölu á potta- plöntum, afskornum blómum og ýmsum skreytingum. Nú er til þar gott úrval af jólatrjám frá Jótlandi í ýmsum stærð- um, rauðgreni og eðalgreni. Jólatrén eru flutt inn á veg- um fyrirtækisins. Auk gróð- urvarnings verður þarna á boð- stólum úrval af leirvarningi, bæði blómaker og skrautmun- ir. í gróðurhúsinu verður í framtíðinni ýmis konar ræktun á jurtum og verður meginá- herzla lögð á framleiðslu og sölu garðplantna, pottaplantna og afskorinna blóma. Þá verður selt þar grænmeti eftir því sem fáanlegt verður á hverjum tíma. Nú fyrstu dagana verður einkum lögð áherfzla á þjón- ustu í sambandi við jólin. Enn er ekki komin hitaveita í gróðurhúsið og verður það fyrst í stað kynt með olíu- kyndingu, en bráðlega verður lögð hitaveita í húsið frá bor- liolu þar í grenndinni. Þegar vorar verður plantað sumarblómum og runnum í all- stórt svæði bak við sjálft gróð- urhúsið. í öðrum enda þess verður plantað suðrænum jurt um, vei'ða þæi' þar meira til sýnis en sölu. í hinum endan- um verða ræktaðar pottaplönt- ur og aðrar jurtir til sölu. Bílastæði, sem tekur allt að 40 bíla í einu, er fyrir framan gróðurhúsið. Sjálft gróður- húsið er um 4 þús. ferm. að stærð. Harka færist í loft- stríðið í Vietn SAIGON og HANOI, 15. des. (NB-Reuter/AFP. Bandarískar flugvclar urðu fyr Fjörygt nafnakall nm fé til Rauöasandskirkju Reykjavík, EG Það var óveivju fjörugt á fundi sameinaðs þings í gær við at- (kvaeðagreiðslu við 3. umræðu f járlaga, er nafnakall fór fram um tillögu frá Sigurvin Ein/J þyni tnn 350 þúsund króna framlag til endurbyggingar Saurbæjarkirkju á Rauðasandí. Kirkjan að Saurbæ á Rauðá- sandi fauk eins og menn muna í ofviðri í fyrra, og hefur síðan verið þar kirkjulaust. Þetta er bændakirkja, en eigandi umræddi'- ar jarðar og þar með kirkjunnar er einmitt Sigurvin Einarsson. Þegar kom að því að greiða at- kvæði um þessa tillögu var nafna kalls óskað, og var það ekki til- lögumaður, sem bað um það. Er röðin kom að Sigurvin Einarssyni úi'skurðaði forseti sameinaðs þings ir snörpum árásum sovézkra MIG þota af nýrri gerð og harðari skothríð úr loftvarnarbyssum í ár ásiun sínum á skotmörk í nánd við Hanoi í gær, að því er skýrt var frá í Saigon í dag. Þrjár bandarískar fiugvélar voru skotnar niður, ein þeirra af MIG 21 þotu og MIG-17 þotur lögðu til atlögu við bandarísku flugvél arnar. Framh. á 13. síðu. Birgir Finnsson, að Sigurvin gæti ekki greitt atkvæði, þar som sam- kvæmt 44. igrein þingskapa rnætti enginn þingmaður greiða atkvæði um fjárveitingu handa sjálfum sér. Við nafnakallið gerðu marglr grein fyrir atkvæðum sinum. Skúli Guðmundsson kvaðst vilja minna á, að ráðheiTar hefðu Framhald á 15. síðu. Fjárlögin samþykkt Reykjavík, — EG. Fjárlög fyrir árið 1967 voru samþykkt í Sameinuðu þingi í gærdag, en þá fór fram atkvæðagreiðsla urn breytingartil- lögur. TiIIögur stjórnarandstöðunnar voru allar felldar og var að ósk þeirra viðhaft nafnakall um næstum hverja einustu tillögu. Rekstrarafgangur á rekstraryfirliti fjárlaga er 242 milljónir en greiðsluafgangur á sjóðsyfirliti er 2,2 milljónir króna. Nið urstöðutölur á rekstraryfirliti eru 4075,2 milljónir, en á sjóðs yfirliti 4711,3 milljónir króna. 2 16. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.