Alþýðublaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 16
Gauragangur og heilög jól. Ekki ætti að fara fram hjá nein- ‘nm að nú eru að koma jól, hátíð ''ljóss og friðar. Hins vegar gæti farið fram hjá ýmsum að þessi •anesta hátíð ársins er haldin til að ininnast barnsins sem fæddist í jötu og lifð ialla ævi snauður af l>essa heims gæðum og prédikaði lítillæti og ihófsemd. Viti fólk þetta almennt lætur >l>að eins og það vilji ekki vita. Aldrei er gauragangurinn og glamrið jafn mikið og fyrir jólin. Varningur alls konar er auglýst- ur með slíkum hætti að halda má að ekki sé hægt að halda heilög jól tiema kaupa hann. Það eru ærið margar tegundir af sölu- varningi sem eiga að vera liinar ! einu og sönnu jólagjafir. Heimili .geta ekki verið án þessa eða hins. ■Þessi og þessi bókin er hin eina ■og sanna jólagjöf, sem enginn iget- Hir látið vera að lesa yfir jólin. •Svona má, lengi telja. Ekki er endilega verið að kenna Hcaupmönnum um þann leiðinda- 'tolæ sem leggst yfir allt þjóðlíf *rétt fyrir jól. Ekki er annað að ■sjá en viðskiptavinirnir dansi eft- «r sömu nótum. Fólk kaupir og •kaiupii- og kaupir. Sjálfsagt ar mest keypt at jólagjöfum en hins er líka að gæta að sá siður er land 'iægur að miða alls konar fram- 'kvæmdir við jól. Keypt eru ný Htnisg^fgn. Á heimilum þarf að >gera við allan fjandann, pússa og inála, gera við kranann sem bú- 'inn er að leka síðan i vor, skipta ■um rúðuna í eldhúsinu sem brotn aði í fyrra, fá nýjan gólfdúk á baðið og svona mætti lengi telja. Það er rétt eins og einhver fídons andi grípi um sig þegar hátíðin fer að nálgast. Fyrir jól, fyrir jól. Lítið virðist spurt um hvort menn hafi efni á öllum kaupun- um og framkvæmdunum. Enginn þarf að spara fyrir jólin. Á þess- um árstíma er nokkuð árvisst hjá mörgum að slá víxla til að fleyta sér á yfir hátíðir. Auðvitað þarf að borga víxlana en það er ekki gert fyrr en á næsta óri og hver hefur áhyggjur af því meðan ver- ið er að bruðla með fé yfir jólin? Til að gera nú gott betra er mönnum gert að greiða alla skatt- ana sína fyrir áramót. Senpilega hafa færri áhyggjur af því heldur en hvemig á að kljúfa jólahátíð- ina fjárhagslega. Og enginn hefur áhyggjur af neinu yfir sjálf ára- mótin nema ef vera kynni að ein- hver hafi ekki birgt sig nægilega vel upp til að lifa þolanlega á ný- ársdag. Hvað um það, jólin verða að hafa sinn gang með öllu því sem þeim til heyrir nú til dags og hef- ur enginn við neinn að sakast nema sjálfan sig. Eldheit ástarsajra. svo heit, að maður óttast ao kni í papp- írnum. Ást sen. nar ötlu og sigrast á öllu " > kum . . . Augt. í blöðunum. Tímamir breytast og mennirn< ir með. Ef þú sérð feðga á gangri úti á götu og annar ee með skegg — þá getur þú bók- að, að það er ekki faðirinn, heldur sonurinn . . . Kallinn á svo annríkit núna fyrir jólin, að það er alveg aga- legrt. Þó á hann aldrei svo ann- ríkt, að hann hafi ekki tíma til að kjafta við hvern sem er í klukkutíma um það — hversi* annrikt hann eigi . . . Ég er alltaf að lesa jólaauglýs- ingarnar og alltaf er ég að rek- ast á eitthvað sem ég botna ekkert í. Nýlega las ég þetta: Reykjavík er orðin lítil Róm í dúkkutízikunni! — Skeifing' hlýtur maður að vera orðinn gamall . . . S'áluhjálparstúss Frelsast ég seint úr freistinganna gini. Fyrst er syndin. Og þar næst yfirbótin. En ég hef þá reglu að iðrast um áramótin í einu lagi — í hagræðingarskyni. Hjá mér sem fleirum ýmsum af Adams kyni illa stendur fyrirgefningarkvótinn. Hjá herra biskupnum er ég með annan fótinn, ef eignazt gæti ég Kristnisjóðinn að vini. / Það væri afskaplega gott, ef þú gætir komist í samband við hann. — Það lief ég aldrei getað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.